Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir

Aðgöngumiði í ESB?

Að selja orkuna með þessum hætti er út í hött. En Samfylkingin er að sjálfsögðu til í að nota takmarkaða orku landsins í þágu ESB umsóknarinnar.

Er þetta ástæðan fyrir því að hún vill ekki virkja og/eða dregur lappirnar í þeim efnum, í þágu fyrirtækja sem nota íslenskt vinnuafl?


mbl.is Rafstrengur til Bretlands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Né keppast Icesave "Já-ararnir" við sem aldrei fyrr

Landsvirkjun er traust fyriræki. Erlendis er það jafnvel kallað "gróðafyrirtæki".

Andstæðingar virkjanaframkvæmda hafa hins vegar bæði hér heima og erlendis, reynt að bera út óhróður um fyrirtækið og ganga jafnvel svo langt að segja að LV sé tæknilega gjaldþrota eftir Kárahnjúkaverkefnið.

Ekkert er fjær raunveruleikanum og margir kostir eru í stöðunni fyrir LV.

Það þýðir ekki lengur að hóta íslensku þjóðinni með Icesave-draugnum.


mbl.is Landsvirkjun fær lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raforkusamningar til stóriðju

Landsvirkjun hefur oft legið undir gagnrýni fyrir að semja um of lágt raforkuverð til stóriðju. Sú umræða á auðvitað alltaf rétt á sér, en oft er hún á misskilningi byggð, sérstaklega þegar umhverfisverndarsinnar eiga í hlut.

 Gagnrýnendurnir virðast mjög oft sleppa dreifingarkostnaði raforkunnar, hvort sem það er viljandi gert eða ekki, þegar þeir bera saman orkuverð til kaupenda

Margir telja, og það e.t.v. réttilega, að raforka til garðyrkju (ylræktar), eigi að njóta sömu kjara hjá orkuframleiðandanum og stóriðjan. Tilfellið er að garðyrkjan nýtur svipaðra kjara og stóriðjan,  hvað orkuverðið varðar, en það er hins vegar afhendingarkostnaðurinn sem skekkir myndina verulega.

 Fjárhagsleg áhætta Landsvirkjunar vegna fjárfestinga í virkjunum er vaxtaáhætta, gjaldmiðlaáhætta, lausafjáráhætta og álverðsáhætta. 

Álverðsáhætta Landsvirkjunar er skilgreind sem sú áhætta að álverð þróist á óhagstæðan hátt fyrir félagið sem leiði til fjárhagslegs taps, en meirihluti stóriðjusamninga félagsins eru tengdir álverði.

 Svo virtist sem hlakkaði í stóriðjuandstæðingum og umhverfisverndarsinnum, þegar heimsmarkaðsverð á áli hrundi í kjölfar fjármálakreppunnar um svipað leiti og íslenska bankahrunið varð. Nú hefur álverð hækkað jafnt og þétt undanfarin tvö ár, eins og sést á myndinni hér að neðan og það eru auðvitað gleðifréttir.

álverð

Langtímaspá um þróun álverðs í heiminum, gera ráð fyrir hækkunum (að meðaltali) næstu 20 ár. Sú spá hefur legið fyrir í mörg ár og er gerð af helstu sérfræðingum heims á þessu sviði. Spárnar eru hafðar til grundvallar í fjárfestingaáætlunum álfyrirtækjana.

Umhverfisverndarsinnar sem börðust hatramlega gegn Kárahnjúkavirkjun, gerðu hins vegar sínar eigin spár, með aðkeypta "sérfræðinga" á sínum snærum. Þeirra spár gerðu ráð fyrir lækkun álverðs og fyrir því færðu þeir oft á tíðum afar sérkennileg rök, m.a. að álnotkun færi minnkandi í heiminum. Þessum spám sínum komu þeir á framfæri, til þess að fá almenning í landinu á sveif með sér í baráttunni gegn virkjunarframkvæmdinni og þeim tókst bara nokkuð vel upp.

Til þess að minnka áhættu Landvirkjunar á raforkusölu til stóriðju, er farið að horfa í auknum mæli til heimsmarkaðsverðs á rafmagni, í stað heimsmarkaðsverðs á áli. Það er eflaust skynsamleg stefna, en tíminn einn mun leiða í ljós, hvort er hagkvæmara.


(Stein) Smugan

Vefritið "Smugan", sem er undir ritstjórn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, er með magnaða frétt í dag undir fyrirsögninni: 

"Segja Alcoa hafa landsstjórn Grænlands í vasanum" (Sjá hér)

Fréttin er náttúrulega ekki frétt, því hún er áróðursþvættingur.

Heimildarmenn Smugunnar er hávær minnihlutahópur, sem ekki vill álver þarna. En á sama tíma kvartar þetta fólk yfir manneklu og niðurskurði í opinberri þjónustu. Þetta tækifæri Grænlendinga myndi einmitt koma í veg fyrir niðurskurð á svæðinu!

Í "fréttinni" segir m.a. :

„Alcoa hefur sett landsstjórn Grænlands skilyrði um að slakað verði á reglum um erlent starfsfólk svo fyrirtækinu geti notast  við ódýrt innflutt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá umhverfissamtökunum Avataq og Samtökum fólks gegn uppbyggingu Álvers á Grænlandi. Verði ekki gengið að slíku skilyrði verður ekkert af uppbyggingu í áliðnaðar í Maniitsoq."

 Hafa Grænlendingar það vinnuafl sem þarf í þessar framkvæmdir? Ekki höfðu Íslendingar það, sexfalt fjölmennari þjóð, við framkvæmdir við Kárahnjúka og við byggingu álversins í Reyðarfirði.
Impregilo auglýsti grimmt eftir vinnuafli hér, en byggingaverkamenn voru uppteknir við að byggja íbúðar, iðnaðar og verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem nú stendur að einhverjum hluta tómt.

Einnig segir í "fréttinni":

"Í tilkynningu segir að Umhverfisstofnun Grænlands skorti allavega fjóra starfsmenn til viðbótar svo stofnunin geti með góðu móti unnið mat á umhverfisáhrifum framkvæmda Alcoa í Maniitsoq."

Það vill nú svo til að Umhverfisstofnun Grænlands gerir ekki þetta umhverfismat, heldur er það á hendi framkvæmdaaðila, eins og alltaf... allsstaðar í veröldinni.


Rúm 9% fólksfjölgun á Austurlandi sl. áratug

Austfirðingum fjölgaði um tæplega níu hundruð manns á nýliðnum áratug. Eftir mikla fjölgun á tímum þennslu og stórframkvæmda virðist þeim aftur fara fækkandi.           (Úr Austurglugganum )

Spár um fjölgun í Fjarðabyggð vegna álversins í Reyðarfirði hafa algjörlega staðist. Sömuleiðis þær spár að áhrifasvæði álversins væri bundið við Mið-Austurland.

Andstæðingar framkvæmdanna eystra, svokallaðir umhverfisverndarsinnar, hafa hins vegar kosið að skauta fram hjá staðreyndum, bæði fyrir og eftir byggingu virkjunar og álvers. Það gerðu þeir (og gera enn)  í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar, ekki bara á Austurlandi, heldur einnig í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Þeir hafa t.d. alla tíð (og gera enn) haldið því fram að Kárahnjúkaverkefnið hafi átt að "bjarga öllu Austurlandi". Svo þegar þeir eru krafnir heimilda um að stóriðjuframkvæmdirnar hafi átt að vera slík "töfralausn", þá koma engin svör.

Eins og sjá má á töflunni hér að neðan, hefur orðið gífurlegur viðsnúningur í íbúaþróun á áratugnum, í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði.

Sveitarfélag
20102001
Breyting
%
Vopnafjarðarhreppur
670
742
-72
-10%
Seyðisfjörður
669
773
-104
-13,5%
Fjarðabyggð
4.573
3.982
+591
+15%
Fljótsdalshreppur
79
82
-3
-3,6%
Borgarfjarðarhreppur
140
150
-10
-6,7%
Fljótsdalshérað
3.406
2.800
+606
+21,6%
Breiðdalshreppur
205
271
-66
-24,6%
Djúpavogshreppur
448
521
-73
-14%
Alls
10.190
9.321
+869
+9,3%


mbl.is Svaf í Oddskarðsgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit fólk hvað það er að skrifa undir?

Ég fæ ómögulega séð hvernig það, að leigja nýtingarrétt á auðlind sé slæmt fyrir þjóðina... nema leigusamningurinn sé þá bara lélegur. Þess vegna er það út í hött að stjórnarskrárbinda að ekki megi leigja nýtingarréttinn. Um eignarhald gegnir allt öðru máli.

Ég held að ansi margir sem skrá nafn sitt á þennan undirskriftalista, hafi ekki hugmynd um hvað í honum felst, né hvernig forsprakkar þessa svokallaða átaks, komi til með að túlka og nota hann, í nafni fólksins/þjóðarinnar. 

Og bara það að tala um "vilja þjóðarinnar" í þessu samhengi, setur að mér ákveðinn óhug. Ég hef fengið nasasjón af hugmyndafræði, t.d. Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri aðila sem er áberandi í þessu söfnunarátaki. Ég treysti þeim ekki til að túlka minn vilja.

 


mbl.is Söfnunin heldur áfram í viku í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun álverðs

Árið 2001, í baráttu sinni gegn virkjunarframkvæmdunum við Kárahnjúka, létu Náttúruverndarsamtök Íslands gera skýrslu fyrir sig um verkefnið í heild sinni . Skemmst er frá að segja að ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni, enda hefur hún ekki sést frá því hún var birt, utan þeirra nokkurra mánaða sem henni var flaggað ótt og títt af andstæðingum framkvæmdanna.

Eitt af fjölmörgu bullinu sem í skýrslunni var, voru efasemdir skýrsluhöfunda um þróun álverðs í heiminum, eins og gert var ráð fyrir í arðsemisútreiknum Landsvirkjunar, en eins og flestir vita er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli.

Svo virtist sem bölsýnisspádómar virkjunarandstæðinga væru að rætast seinnihluta árs 2008 og í byrjun árs 2009 og sjá mátti Þórðargleði í skrifum sumra bloggara og í blaðagreinum. Það var broslegt að fylgjast með því. Þegar álverð var lægst á þessum tíma, var áltonnið á um 1.300 dollara og hafði hrapað hratt á nokkrum mánuðum. Þetta mikla hrap á stuttum tíma skýrist væntanlega af fjármálakreppunni sem reið yfir heimsbyggðina árið 2008.

Hér að neðan má sjá þróun álverðs sl. þriggja ára. Eins og sést á línuritinu eru töluverðar sveiflur á þessum markaði, en eins og flestir vita er fjárfesting í iðnaði af þessu tagi, langhlaup en ekki spretthlaup.

álverð

Línuritið er fengið HÉR

Ps. Þess má geta að heimsmarkaðsverð á áli var í sögulegu hámarki þegar verðfallið hófst. Hægt er að velja aðra tímaskala á línuritinu á vefslóðinni sem vísað er í.


mbl.is Útflutningsverðmæti áls eykst um 35%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú! Var þetta ekki allt misheppnað?

Ég hef aldrei gagnrýnt fólk fyrir að vera þeirrar skoðunar að of miklu hafi verið fórnað við Kárahnjúka. Ég hef hins vegar reynt að slá á vanþekkingu og misskilning fólks varðandi hin jákvæðu áhrif framkvæmdanna eystra.

Sumt fólk tekur ekki rökum þegar það hefur bitið eitthvað í sig. Það er leitt að slíkt fólk hafi áhrif á þjóðfélagsumræðuna og jafnvel skemmi möguleika fólks, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem tækifærin eru almennt færri til atvinnusköpunar en í þéttbýlinu.

reyðarfjEnnþá heyrast þær fullyrðingar að ekki hafi fjölgað á Mið-Austurlandi, þrátt fyrir framkvæmdirnar. Þetta er einfaldlega rangt. Fólksfjölgunin er nákvæmlega eins og allar spár gerðu ráð fyrir, þ.e. að fólki myndi fjölga um ca. 1.500 manns og reyndar er enn að fjölga.

"Ruðningsáhrif" var vinsælt orð í munni umhverfisverndarsinna, sem skyndilega voru flestir orðnir sérfróðir um efnahags og atvinnumál. Þegar Skinney/Þinganes flutti fiskverkun sína á brott til Hornafjarðar, sagði Steingrímur J. Sigfússon og gat ekki leynt sjálfsánægju sinni: "Sko! Ég sagði þetta! (ekki orðrétt eftir honum haft) Staðreyndin var hins vegar sú að brotthvarf hornfirska fyrirtækisins frá Reyðarfirði hafði ekkert með aðrar framkvæmdir á svæðinu að gera.

Í janúar sl. birtist umfjöllun um M-Austurlandi í Fréttablaðinu. Rætt var við fólk og það spurt m.a. út í upplifun sína á samfélaginu vegna stóriðjuframkvæmdanna. Fasteignasali á Egilsstöðum talaði um að svona stórt fyrirtæki eins og Alcoa í Reyðarfirði hefði mikil ruðninsáhrif í atvinnulífinu og mörg smærri fyrirtæki hefðu þurft að hætta. Ég botnaði ekkert í þessum manni og vissi hreinlega ekki hvaða fyrirtæki hann var að tala um.

rfjÍ nýútkominni skýrslu um efnahags og samfélagsleg áhrif álversins í Reyðarfirði, er farið nákvæmlega í saumana á því hvort einhver ruðningsáhrif hafi átt sér stað. Niðurstaðan var skýr: Engin merki voru um slíkt og þau fyrirtæki sem lagt hafa upp laupana eða flutt á brott frá því álverið tók til starfa, hefðu að öllum líkindum gert það hvort eð er.

Hjörleifur Guttormsson kærði umhverfismat vegna álvers Alcoa og sagði að svona þröngur og mjór fjörður með háum fjallgörðum, þyldi ekki svona mengunarvald. Veðurfar hafði þá verið vaktað á völdum stöðum í firðinum, árum saman m.t.t. hugsanlegrar stóriðju. Allar niðurstöður bentu til að loftskipti í firðinum væru langt yfir laágmarkskröfum og væntingum. Enn er svæðið vaktað með t.t. mengunar og allar mælingar sýna að ekkert er að óttast, enda mengunarvarnarbúnaður álversins sá fullkomnasti og tæknivæddasti í heimi.

Hvar eru þeir nú, sem fullyrt hafa að áhrif álversins í Reyðarfirði yrði lítil sem engin?


mbl.is Vantar fólk í vinnu fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður tímapunktur

Þessi framkvæmd verður seint sökuð um að valda þenslu í þjóðfélaginu, eins og ástandið er í dag. Hún er kærkomið tækifæri fyrir vinnufúsar hendur, hvaðan af landinu sem er. Nóg er húsnæðið hér. Woundering

kirkjan

Hér er kirkjan á Reyðarfirði, einn hrímkaldan morgun.


mbl.is Ný kersmiðja við Reyðarfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt spurning

Spurningin um það, hvort raforkusala til stóriðjufyrirtækja sé arðbærust, er spurning sem við þurfum að spyrja okkur með reglulegu millibili. Hlutirnir geta verið fljótir að breytast.

Menn nefna jafnan gagnaver þegar þeir hugleiða "eitthvað annað" í staðinn fyrir t.d. álver. Það finnst mér dálítið merkilegt, þar sem þetta eru mjög ólíkir orkukaupendur. Álver notar alltaf jafn mikla orku, allan sórhringinn, allan ársins hring, óháð veðri og vindum og gerðir eru sölusamningar við álverin til 20-40 ára í senn. Lítil hætta er á að ál verði óþarfur málmur í náinni framtíð og langtímaspár benda til vaxtar í greininni. Þróun álverðs sl. tvö ár má sjá HÉR

Gagnaver nota mismikla orku, minna á nóttunni en meira á daginn. Minna á veturna en meira á sumrin. Hvernig geta þetta verið sambærilegir orkukaupendur? Auk þess er þróunin í tölvuheiminum svo ógnarhröð að við vitum ekkert hvort gagnaver verða yfir höfuð til með þessu sniði eftir fáein ár. Kannski verða öll gögn geymd úti í geimnum.... hver veit?

Menn tala um að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það er þó betra að setja þau í góða og heila körfu en í götótta, eins og sumir virðast vilja.


mbl.is Er álvinnsla arðbærust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband