Nú! Var þetta ekki allt misheppnað?

Ég hef aldrei gagnrýnt fólk fyrir að vera þeirrar skoðunar að of miklu hafi verið fórnað við Kárahnjúka. Ég hef hins vegar reynt að slá á vanþekkingu og misskilning fólks varðandi hin jákvæðu áhrif framkvæmdanna eystra.

Sumt fólk tekur ekki rökum þegar það hefur bitið eitthvað í sig. Það er leitt að slíkt fólk hafi áhrif á þjóðfélagsumræðuna og jafnvel skemmi möguleika fólks, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem tækifærin eru almennt færri til atvinnusköpunar en í þéttbýlinu.

reyðarfjEnnþá heyrast þær fullyrðingar að ekki hafi fjölgað á Mið-Austurlandi, þrátt fyrir framkvæmdirnar. Þetta er einfaldlega rangt. Fólksfjölgunin er nákvæmlega eins og allar spár gerðu ráð fyrir, þ.e. að fólki myndi fjölga um ca. 1.500 manns og reyndar er enn að fjölga.

"Ruðningsáhrif" var vinsælt orð í munni umhverfisverndarsinna, sem skyndilega voru flestir orðnir sérfróðir um efnahags og atvinnumál. Þegar Skinney/Þinganes flutti fiskverkun sína á brott til Hornafjarðar, sagði Steingrímur J. Sigfússon og gat ekki leynt sjálfsánægju sinni: "Sko! Ég sagði þetta! (ekki orðrétt eftir honum haft) Staðreyndin var hins vegar sú að brotthvarf hornfirska fyrirtækisins frá Reyðarfirði hafði ekkert með aðrar framkvæmdir á svæðinu að gera.

Í janúar sl. birtist umfjöllun um M-Austurlandi í Fréttablaðinu. Rætt var við fólk og það spurt m.a. út í upplifun sína á samfélaginu vegna stóriðjuframkvæmdanna. Fasteignasali á Egilsstöðum talaði um að svona stórt fyrirtæki eins og Alcoa í Reyðarfirði hefði mikil ruðninsáhrif í atvinnulífinu og mörg smærri fyrirtæki hefðu þurft að hætta. Ég botnaði ekkert í þessum manni og vissi hreinlega ekki hvaða fyrirtæki hann var að tala um.

rfjÍ nýútkominni skýrslu um efnahags og samfélagsleg áhrif álversins í Reyðarfirði, er farið nákvæmlega í saumana á því hvort einhver ruðningsáhrif hafi átt sér stað. Niðurstaðan var skýr: Engin merki voru um slíkt og þau fyrirtæki sem lagt hafa upp laupana eða flutt á brott frá því álverið tók til starfa, hefðu að öllum líkindum gert það hvort eð er.

Hjörleifur Guttormsson kærði umhverfismat vegna álvers Alcoa og sagði að svona þröngur og mjór fjörður með háum fjallgörðum, þyldi ekki svona mengunarvald. Veðurfar hafði þá verið vaktað á völdum stöðum í firðinum, árum saman m.t.t. hugsanlegrar stóriðju. Allar niðurstöður bentu til að loftskipti í firðinum væru langt yfir laágmarkskröfum og væntingum. Enn er svæðið vaktað með t.t. mengunar og allar mælingar sýna að ekkert er að óttast, enda mengunarvarnarbúnaður álversins sá fullkomnasti og tæknivæddasti í heimi.

Hvar eru þeir nú, sem fullyrt hafa að áhrif álversins í Reyðarfirði yrði lítil sem engin?


mbl.is Vantar fólk í vinnu fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef aldrei gagnrýnt fólk fyrir að vera þeirrar skoðunar að of miklu hafi verið fórnað við Kárahnjúka...hahahaaahah hahaaahah haha... þú ert ekki bara öfgamaður heldur fyrirtaks grínisti...hahahahaaahahaaaahahahaaaaa

HStef (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta svar þitt Hjalti, sýnir að þú hefur aldrei skilið það sem ég er að segja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef aldrei gagnrýnt fólk fyrir smekk sinn... um hann verður ekki deilt. Ég hef hins vegargagnrýnt anstæðinga virkjanaframkvædanna fyrir þau rök sem þeir hafa slengt fram.

-

 Ég get talið upp vel á annan tug fullyrðinga, sem meira að segja "virt" náttúruverndarsamtök hafa látið frá sér fara, sem eru algjörlega úr lausu lofti gripin og til þess fallin að afvegaleiða vitræna umræðu um náttúruvernd.

-

Nokkrar helstu málpípur náttúruverndarsamtaka á Íslandi, hafa því miður komið óorði á hugtakið "náttúruvernd". Það er mjög sorglegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 18:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er auðvitað að tala um fullyrðingar varðandi áhrif virkjunarinnar og álversins.... bæði hin jákvæðu áhrif, sem og hin neikvæðu.

Það er annaðhvort margfaldað með 10 eða deilt í með 10, allt eftir því hvaða útkomu er óskað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 18:40

5 identicon

Bla,bla,bla, alltaf sama tuggan...bla,bla,bla, ég hef rétt fyrir mér, bla,bla,bla...svífðu bara áfram á bleika álskýinu þínu, ég læt mosaskýið mitt duga áfram, vonandi batnar þér einhverntímann !

HStef (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 12:05

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvílík rökfimi!

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband