Þróun álverðs

Árið 2001, í baráttu sinni gegn virkjunarframkvæmdunum við Kárahnjúka, létu Náttúruverndarsamtök Íslands gera skýrslu fyrir sig um verkefnið í heild sinni . Skemmst er frá að segja að ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni, enda hefur hún ekki sést frá því hún var birt, utan þeirra nokkurra mánaða sem henni var flaggað ótt og títt af andstæðingum framkvæmdanna.

Eitt af fjölmörgu bullinu sem í skýrslunni var, voru efasemdir skýrsluhöfunda um þróun álverðs í heiminum, eins og gert var ráð fyrir í arðsemisútreiknum Landsvirkjunar, en eins og flestir vita er raforkuverðið tengt heimsmarkaðsverði á áli.

Svo virtist sem bölsýnisspádómar virkjunarandstæðinga væru að rætast seinnihluta árs 2008 og í byrjun árs 2009 og sjá mátti Þórðargleði í skrifum sumra bloggara og í blaðagreinum. Það var broslegt að fylgjast með því. Þegar álverð var lægst á þessum tíma, var áltonnið á um 1.300 dollara og hafði hrapað hratt á nokkrum mánuðum. Þetta mikla hrap á stuttum tíma skýrist væntanlega af fjármálakreppunni sem reið yfir heimsbyggðina árið 2008.

Hér að neðan má sjá þróun álverðs sl. þriggja ára. Eins og sést á línuritinu eru töluverðar sveiflur á þessum markaði, en eins og flestir vita er fjárfesting í iðnaði af þessu tagi, langhlaup en ekki spretthlaup.

álverð

Línuritið er fengið HÉR

Ps. Þess má geta að heimsmarkaðsverð á áli var í sögulegu hámarki þegar verðfallið hófst. Hægt er að velja aðra tímaskala á línuritinu á vefslóðinni sem vísað er í.


mbl.is Útflutningsverðmæti áls eykst um 35%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn byrjar bla, bla, bla-ið hjá þér. SJÁIÐ ÞIÐ, ÉG HAFÐI RÉTT FYRIR MÉR ALLAN TIMANN, ÞIÐ SEM EKKI ERUÐ SAMMÁLA MÉR, ÞIÐ ERUÐ FÁVITAR ! Ég næ ekki tilgangnum með þessum skrifum þínum sínkt og heilagt, kanski ekki von, því ég er ekki heilaþveginn Alkói...

HStef (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég næ ekki tilganginum með þessari athugasemd hjá þér, Hjalti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 13:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... hún er hreinlega of vitlaus.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 13:23

4 identicon

Hver er vitlaus...? Og hvar fæst Alkói-heilaþvottaduftið og hvernig notar þú það ? Góða nótt

Hstef (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var ekki að tala um að neinn væri vitlaus... ég sagði að athugasemd þín væri það, nú sem yfirleitt endranær.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 15:57

6 identicon

Sæll Gunnar

Ég rakst á þetta blogg þitt þegar ég var að leita eftir álverði, takk fyrir datamine slóðina. Langar samt að benda þér á að áætlanir Landsvirkjunar voru allveg jafn vitlausar, allt fram til ársins 2008 (http://www.landsvirkjun.is/media/2008/2008_01_21_kar_mat_a_ardsemi_fylgiskj.pdf). Spár þeirra um áframhaldandi hækkun álverðs stóðst ekki.

Hálfdán Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband