Rúm 9% fólksfjölgun á Austurlandi sl. áratug

Austfirðingum fjölgaði um tæplega níu hundruð manns á nýliðnum áratug. Eftir mikla fjölgun á tímum þennslu og stórframkvæmda virðist þeim aftur fara fækkandi.           (Úr Austurglugganum )

Spár um fjölgun í Fjarðabyggð vegna álversins í Reyðarfirði hafa algjörlega staðist. Sömuleiðis þær spár að áhrifasvæði álversins væri bundið við Mið-Austurland.

Andstæðingar framkvæmdanna eystra, svokallaðir umhverfisverndarsinnar, hafa hins vegar kosið að skauta fram hjá staðreyndum, bæði fyrir og eftir byggingu virkjunar og álvers. Það gerðu þeir (og gera enn)  í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar, ekki bara á Austurlandi, heldur einnig í Helguvík og á Bakka við Húsavík. Þeir hafa t.d. alla tíð (og gera enn) haldið því fram að Kárahnjúkaverkefnið hafi átt að "bjarga öllu Austurlandi". Svo þegar þeir eru krafnir heimilda um að stóriðjuframkvæmdirnar hafi átt að vera slík "töfralausn", þá koma engin svör.

Eins og sjá má á töflunni hér að neðan, hefur orðið gífurlegur viðsnúningur í íbúaþróun á áratugnum, í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði.

Sveitarfélag
20102001
Breyting
%
Vopnafjarðarhreppur
670
742
-72
-10%
Seyðisfjörður
669
773
-104
-13,5%
Fjarðabyggð
4.573
3.982
+591
+15%
Fljótsdalshreppur
79
82
-3
-3,6%
Borgarfjarðarhreppur
140
150
-10
-6,7%
Fljótsdalshérað
3.406
2.800
+606
+21,6%
Breiðdalshreppur
205
271
-66
-24,6%
Djúpavogshreppur
448
521
-73
-14%
Alls
10.190
9.321
+869
+9,3%


mbl.is Svaf í Oddskarðsgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sama hvaða skoðun menn hafa á stóriðjuframkvæmdum, þá væru þessar tölur talsvert öðruvísi ef ekki hefði komið til þeirra á Austurlandi.  Sennilega talsvert meira en 10% í hina áttina.

Magnús Sigurðsson, 13.1.2011 kl. 07:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, tölurnar tala sínu máli. Og þegar fólksflóttin kemst á skrið, þá getur verið mjög erfitt að stöðva hann.

Þessar framkvæmdir voru í aðra röndina byggðasjónarmið og að mínu mati hefur vel tekist til. En það þýðir ekki að ekki megi gera betur. Mannanna verk eru sjaldnast gallalaus.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband