(Stein) Smugan

Vefritið "Smugan", sem er undir ritstjórn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, er með magnaða frétt í dag undir fyrirsögninni: 

"Segja Alcoa hafa landsstjórn Grænlands í vasanum" (Sjá hér)

Fréttin er náttúrulega ekki frétt, því hún er áróðursþvættingur.

Heimildarmenn Smugunnar er hávær minnihlutahópur, sem ekki vill álver þarna. En á sama tíma kvartar þetta fólk yfir manneklu og niðurskurði í opinberri þjónustu. Þetta tækifæri Grænlendinga myndi einmitt koma í veg fyrir niðurskurð á svæðinu!

Í "fréttinni" segir m.a. :

„Alcoa hefur sett landsstjórn Grænlands skilyrði um að slakað verði á reglum um erlent starfsfólk svo fyrirtækinu geti notast  við ódýrt innflutt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá umhverfissamtökunum Avataq og Samtökum fólks gegn uppbyggingu Álvers á Grænlandi. Verði ekki gengið að slíku skilyrði verður ekkert af uppbyggingu í áliðnaðar í Maniitsoq."

 Hafa Grænlendingar það vinnuafl sem þarf í þessar framkvæmdir? Ekki höfðu Íslendingar það, sexfalt fjölmennari þjóð, við framkvæmdir við Kárahnjúka og við byggingu álversins í Reyðarfirði.
Impregilo auglýsti grimmt eftir vinnuafli hér, en byggingaverkamenn voru uppteknir við að byggja íbúðar, iðnaðar og verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem nú stendur að einhverjum hluta tómt.

Einnig segir í "fréttinni":

"Í tilkynningu segir að Umhverfisstofnun Grænlands skorti allavega fjóra starfsmenn til viðbótar svo stofnunin geti með góðu móti unnið mat á umhverfisáhrifum framkvæmda Alcoa í Maniitsoq."

Það vill nú svo til að Umhverfisstofnun Grænlands gerir ekki þetta umhverfismat, heldur er það á hendi framkvæmdaaðila, eins og alltaf... allsstaðar í veröldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband