Færsluflokkur: Enski boltinn

Mótmæli við Emirates

Ég var í London um páskana með fjölskyldunni. Upphaflega var meiningin að fara á leik Arsenal og Liverpool 4. apríl en við vorum of sein að ná okkur í miða, um miðjan janúar.

Við fórum samt til London og skemmtum okkur vel og fórum að Emirates rétt fyrir leik... svona aðeins til að þefa af stemningunni.

IMG_7324

Völlurinn og umhverfið hans er glæsilegt. Allar götur í nágrenninu lokaðar og fólk streymdi að rétt fyrir leik.

IMG_7327

Engar fótboltabullur voru sjáanlegar og allir með friði og spekt.

IMG_7328IMG_7330

 

 

 

 

 

 

 

Eins og fram kemur í fréttinni er miðaverðið það hæsta í Englandi á Emirates og áhangendur félagsins mótmæla því kröftuglega. Mér skilst að svona mótmæli hafi verið þarna árum saman.

Við reyndum að komast inn á nærliggjandi pöbba sem sýndu leikinn en vonlaust var að komast þar inn. Maður þurfti annað hvort að sýna miða á leikinn eða ársmiðapassa Arsenalklúbbsins.

Í um kílómeters fjarlægð frá vellinum sáum við pöbb sem var að sýna leikinn og ætluðum þar inn en þar var sama svarið. Þegar dyravörðurinn sá vonbrigðasvipinn á okkur, spurði hann hvort við værum útlendingar og við játtum því auðvitað. Þá leit hann laumulega í kringum sig og hleypti okkur inn. Fín stemning á pöbbnum laughing og ekki spillti fyrir að Arsenal vann leikinn 4-1.

 

 


mbl.is Dýrt að skella sér á Emirates
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkir leikmenn

Ég horfði að venju á "Messuna" á St2 sport í gærkvöldi. Mér finnst þeir skemmtilegir, Gummi, Hjörvar og félagar. 

Þegar þeir fjölluðu um leik Tottenham og Burnley barst Harry Kane, miðjumaður Tottenham eðlilega til tals. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í Lundúnaliðinu ásamt Cristian Ericsen, Dananum knáa. 

Harry Kane er ótrúlega þroskaður leikmaður miðað við 21 árs gamlan strák og Hjörvar Hafliðason hefur lengi haft trú á honum. Meira að segja í fyrra, þegar Kane tók byrjunarliðssætið af Gylfa, stráksláninn, eða var settur inná af bekknum og Gylfi fékk ekkert sð spila, talaði Hjörvar hlýlega um drenginn.

Hjörvar benti réttilega á líkindin með Thomas Muller og Harry Kane. Þó Kane sé enginn "glamour" leikmaður, ekki með sérstaklega fallegar hreyfingar eða með neina sérstaka tækni, þá er hann vinnusamur og með ótrúlega gott markanef, ekki ósvipað Muller. En Muller er þó skrefi framar, enda 4 árum eldri. 

Svo kom Hjörvar með gullkorn:

" Thomas Muller er betri útgáfan af Harry Kane "

muller-kane

 


mbl.is „Góð lið í kringum okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villa Boas er að eyðileggja eitt skemmtilegasta liðið

Í mörg ár hef ég verið hrifinn af Tottenham fyrir skemmtilega knattspyrnu, þó árangurinn hafi oft ekki verið í samræmi við það. Í dag er hreint ömurlegt að horfa á liðið og það er að renna upp fyrir mér að Gylfi hafi gert skelfileg mistök. Sennilega hefði verið farsælast fyrir hann að vera áfram hjá Swansea í 1-2 tímabil í viðbót, eins og "Litli Sam" benti á þegar hann var hér á klakanum í vor.

Villa Boas verður fyrsti þjálfarinn til að fjúka í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Ég er sannfærður um það.


mbl.is Gylfi spilaði í jafntefli Tottenham gegn Norwich
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta klúður Brendans Rodgers

"Berin voru hvort eð er súr", sagði refurinn í sögunni.

Ef Brendan Rodgers hélt að hann gæti fengið Gylfa fyrir litla peninga, þá er hann e.t.v. ekki eins klókur stjóri og af er látið. Að missa af Gylfa verða flokkuð sem hans fyrstu stóru mistök í stjórastarfinu.

Nú er aðalatriðið að Gylfi fái réttlát tækifæri í Tottenham, okkur knattspyrnuáhugamönnum á klakanum til ánægju á laugardögum í vetur. Wizard

Ég hef fulla trú á stráknum.


mbl.is Rodgers: Peningarnir skiptu Gylfa meira máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá ætti svefnpokinn að koma sér vel

Nýja Wenger-fatalínan er nýkomin í verslanir og rýkur út Joyful

wenger fatalínan


mbl.is Wenger: Nú sef ég betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjunarliðsmaður í besta landsliði heims

Dirk Kuyt er byrjunarliðsmaður í hollenska landsliðinu, einu besta og skemmtilegasta landsliði heims, en hann er varamaður í Liverpool.

Það eru til heilu netsíðurnar tileinkaðar Liverpool-bröndurum, eingöngu. Þessi staðreynd sómir sér ágætlega þar.

lp1


mbl.is Kuyt á förum frá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rétt hjá Glen Johnson

Ég tók eftir þessu sem Glen Johnson nefnir, Evra var með höndina niðri þó hann væri með opinn spaðann. Þetta var útpælt hjá Evra.

Á myndbandinu hér að neðan sést þetta greinilega.


mbl.is Johnson: Sviðsetning hjá Evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal að verða að Liverpool-brandara

Ég heyrði brandara um Liverpool um daginn, en hér er hann heimfærður upp á Arsenal.

Hvað eiga áhangendur Arsenal sameiginlegt með fjölskyldu virks alkóhólista?

Svar: Kvíða fyrir helginni.


mbl.is Tvö sjálfsmörk Arsenal í naumu tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir ekki að fatta þetta?

Það er ekkert skrítið að vinkona mín Charlize Theron hafi haldið með Arsenal í þessum leik.

Það þarf ekki kjarnorkueðlisfræðing til að skilja það. Errm


mbl.is Hefur svikið Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hughes um Eið: "Star performance"

"Mark Hughes was not surprised by the star performances of Eidur Gudjohnsen and Bobby Zamora in Fulham's 3-0 win at Sunderland."

  Mark Hughes í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Sunderland.

Glæsileg frammistaða hjá Eiði sem er allur að koma til.


mbl.is Aftur unnu Eiður og félagar 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband