Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir

Ótrúverðug pólitísk strengjabrúða

Hörður MilhouseHörður Arnarson ætlar sér að komast upp með að segja eitt í dag og annað á morgun, en það hefur hann ítrekað orðið uppvís að á þessu ári. Þann 18. mars sl. sagði hann:

"Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa.

Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni.

Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað, en Landsvirkjun segir að þar komi til bæði aukin sala og hærra verð vegna verðhækkana á áli. Þannig hækkaði meðalraforkuverð til stóriðju um 32 prósent milli ára, úr 19,5 upp í 25,7 dollara á hverja megavattstund."

Raforkuverð til stóriðju er ekki hafið yfir gagnrýni og það eru gleðifréttir að verðið á auðlindum okkar fari hækkandi. Hins vegar er afar slæmt að hafa flautaþyril í forstjórastóli Landsvirkjunar.

Lánshæfismat Landsvirkjunar myndi hækka verulega ef núverandi ríkisstjórn færi frá völdum.


mbl.is Of lítil arðsemi af virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er að hafa tungur tvær...

 Mér dettur í hug gamla máltækið "Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri", þegar ég skoða þessar fréttir frá sama manni, forstjóra Landsvirkjunar sem voru sagðar með 8 mánaða millibili.
  1. "Alvöru viðræður" segir Hörður 18. mars 2011 HÉR
  2. "Viðræður á frumstigi" segir Hörður 20. október 2011 HÉR

Ég skora á fólk að lesa þessi tvö viðtöl við forstjóra Landsvirkjunar. Hvað breyttist í huga mannsins?

Hörður Milhouse

Tvífarar!


mbl.is Hverfandi líkur á að álver rísi í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg viðbrögð stjórnarliða

Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar, var í viðtali á Rás 2 í morgun og gerði óspart grín að Húsvíkingum fyrir að hafa fagnað viljayfirlýsingu Landsvirkjunar og Alcoa um byggingu álvers á Bakka á sínum tíma.

Fyrirlitning þingmannsins í garð Húsvíkinga var sláandi þegar hann lýsti mannfagnaðinum á "Bauknum", sem mun vera krá í bænum, og sagði að "meira að segja setti fólk upp einhverskonar álgrímur í fögnuði sínum."

Svo talaði Mörður um (eins og fleiri andstæðingar virkjana og stóriðjuframkvæmda á svæðinu hafa gert að undanförnu), að Alcoa hafi haldið Húsvíkingum í gíslingu með óraunhæfum fyrirætlunum sínum og dregið fólk á asnaeyrum.

Það hefur ekkert strandað á Alcoa varðandi þetta verkefni,  svo það er dálítið einkennilegt að sverta fyrirtækið og saka um svona alvarlega hluti.

Mikil undirbúningsvinna í verkefnið hefur verið lögð fram á undanförnum árum og hluta kostnaðar hefur Alcoa greitt. Nú lítur út fyrir að Landsvirkjun og Landsnet þurfi að endurgreiða Alcoa um 600 miljónir.

Vonandi þarf ekki að líta á þessu útgjöld sem glatað fé, heldur að þessi vinna nýtist "í eitthvað annað". Hvort að þetta "annað" verði jafn kröftug innspýting í samfélagið á svæðinu, verður tíminn að leiða í ljós.

En þangað til mun ástand stöðnunar og fólksfækkunar halda áfram og því er full ástæða til að votta Húsvíkingum samúð... á meðan stjórnarliðar í hinni norrænu velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar dansa af fögnuði á strætum höfuðborgarinnar.


mbl.is Furða sig á að stjórnarþingmenn fagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seyðfirðingar súrir

Lengi hefur verið í bígerð að reisa álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði og til stóð að kaupa slíka verksmiðju í heilu lagi frá Noregi og setja hana upp þar í bæ.

Við nánari skoðun virðast fjárfestum í verkefninu ekki hafa litist vel á að flytja hráefnið frá álverinu í Reyðarfirði, 60 km. leið yfir einn erfiðasta fjallveg landsins, Fjarðarheiði.

Ég heyrði af því ávæning um daginn á "Sammakaffi" að Seyðfirðingar héldu því fram að Reyðfirðingar væru nánast að stela hugmyndinni frá Seyðfirðingum.

Það getur varla verið rétt. Fjárfestarnir í verkefninu hljóta að staðsetja verksmiðjuna m.t.t. arðsemissjónarmiða.

Það eru gleðifréttir að verksmiðja af þessu tagi skuli yfir höfuð rísa á Íslandi og í raun merkilegt að það hafi ekki gerst fyrr.


mbl.is Ætla að reisa álkaplaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin "frétt"

Lítum á þróun álverðs, undanfarna daga, vikur, mánuði og ár. Efsta myndin er álverð sl. þriggja ára, svo kemur sl. 6 mánaða og að lokum síðustu 15 daga.

3 ár

6 mán

15 dagar

Ég sé ekki að þessi þróun sé tilefni fréttarinnar. Reyndar hefur álverð farið hækkandi síðustu daga, en búast má við frekari lækkunum á hrávörumarkaði, ef spádómar um frekari kreppu rætast á næstunni.

Landsvirkjun gerir orkusölusamninga við álfyrirtækin, tengda heimsmarkaðsverði á áli en einnig einhverju meðaltalsverði á rafmagni í heiminum. Slíkt fyrirkomulag minnkar áhættu LV en tíminn einn mun leiða í ljós, hvor leiðin er hagkvæmari.


mbl.is Verð á áli lækkar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er að friða Guðfríði Lilju

Steingrímur hefur áður sagt að virkjun neðri hluta Þjórsár, sé hagkvæmur og ásættanlegur virkjunarkostur. Nú snýr hann við blaðinu. Það þarf ekki mikla mannvitsbrekku til að átta sig á hvers vegna.

Svo er EKKI rétt hjá Steingrími að „Þarna er um mjög umdeilda virkjunarkosti að ræða, bæði í héraði og á landsvísu."

Yfirgnævandi meirihluti íbúa á svæðinu, er fylgjandi virkjun þarna og sömuleiðis yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar allrar. En þessir örfáu sem eru á móti, garga hátt og nota sem rök að virkjanirnar sé umdeildar.

Það eru þær í raun ekki.


mbl.is Þröngsýni að horfa á Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá missa þeir af þessu:

8219
mbl.is Bæjarfulltrúar vilja háspennulínuna í jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann gefst ekki upp

Þó staðreyndir um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar blasi við, þá breytir það engu fyrir þá sem voru, eru og ætla sér alltaf að vera á móti svona framkvæmdum.

Hvað er til ráða?

Vestfirðingar báðu talsmenn náttúrverndarsamtaka, sem sögðust geta skapað 700 störf í "einhverju öðru", ef hætt yrði við Kárahnjúkavirkjun, um að koma til sín með töfrasprotann sinn.  

Vestfirðingar bíða enn.

Í þættingum Hrafnaþingi á http://inntv.is/  er viðtal við Guðmund Bjarnason, fyrv. bæjarstjóra í Fjarðabyggð, um reynslu Austfirðinga af álverinu í Reyðarfirði.


mbl.is Ósammála Árna Páli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er veruleikinn mættur

"Um smekk verður ekki deilt", segir einhversstaðar. Ég er sammála því.

Ef fólki finnst að ekki megi fórna fyrir nokkurn mun óhreyfðri ásjónu náttúrunnar fyrir efnisleg gæði, þá er það bara þannig. Fólki finnst þá það.

Það sem mér hefur gramist hins vegar, og gremst enn, eru þær aðferðir sem verndunarsinnar hafa beitt (og beita enn) til þess að koma "smekk" sínum á framfæri. Staðreyndir hafa ekki reynst þeim kærar heldur er ósönnuðum fullyrðingum slengt fram í fjölmiðla með reglu og kerfisbundnum hætti.

Svo fylgir undarlega oft skoðanakönnun á eftir þar sem aukinni andstöðu við tiltekna framkvæmd er hampað. Oft eru þetta hreinar ágiskanir eða óskhyggja um hversu fjárhagslega misheppnuð framkvæmdin er. Náttúruverndarsamtök leggja mikla vinnu og fjármuni í skýrslugerð og úttekt á verkefnum, með aðstoð "sérfræðinga". Niðurstaðan úr slíkri aðkeyptri sérfræðivinnu er í samræmi við óskir kaupandans.

Veruleikinn var svo langt í burtu um aldamótin, í upphafi framkvæmdanna við Káraknjúka, að mati sérfræðinganna sem voru á snærum Náttúruverndarsamtaka Íslands og því var óhætt að kríta liðugt. En nú er veruleikinn mættur.

Austfirðingar fóru ekki varhluta af afskiptum náttúruverndarsinna af málefnum fjórðungsins.  Tímasetningarnar og innihaldið í  "reyksprengjunum"sem andstæðingar framkvæmdanna á Austurlandi, með Náttúruverndarsamtök Íslands og Austurlands (NÍ og NAUST) í fararbroddi, hentu inn í þjóðfélagsumræðuna í upphafi framkvæmda og á meðan á þeim stóð , er efni í stúdíu sem vonandi verður einhvertíma gerð. Ég hef slatta af heimildum, ef einhver hefur áhuga. FootinMouth

Sömuleiðis gremst mér yfirlæti flestra þeirra sem tala opinberlega fyrir náttúruvernd. Þeir eru "náttúruverndarsinnar"...sem gerir þá okkur hin sem ekki erum sammála þeim í tilteknum málum, að..... hverju? Errm 

Stjórnmálamenn eru þó sýnu verstir. Þeir spila á stundarvinsældir hverju sinni og hvað hentar betur til að spila á tilfinningar fólks en heilög barátta fyrir saklausri, óspjallaðri náttúrunni sem ekki getur varið sig sjálf? Undecided

Afsakið meðan ég æli. Sick


mbl.is Ál flutt út fyrir 94 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koltrefjar í stað áls

"Sérfræðingar"virðast á hverju strái, þegar dikta á upp ný atvinnutækifæri. Þeir verða sérlega áberandi í umræðunni þegar stóriðjuframkvæmdir eru í uppsiglingu.  Þá eru svo óskaplega mörg "önnur tækifæri" sem blasa við að þeirra mati. Miklu betri, áhættuminni og arðsamari.

Fjárfestar hafa reyndar ekki stokkið af stað með peningabúntin sín, þegar svona umræða fer af stað... merkilegt nokk. Errm

Náttúruverndarsamtök Íslands,  létu "sérfræðinga" á ýmsum sviðum gera fyrir sig skýrslu árið 2001. Skýrslan var innlegg samtakanna í baráttu sinni gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við virkjun og álver á Austurlandi. Í fáum orðum sagt, þá hefur tíminn leitt í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni. Allar spár (hrakspár) hafa reynst orðin tóm.

Ég ætla að nefna tvennt úr skýrslunni, þó af nógu sé að taka. 

  • Eftirspurn eftir áli mun minnka og álverð lækka.

Álverð lækkaði vissulega þegar heimskreppan skall á, á haustmánuðum 2008. Sú þróun varði í næstum ár og sjá mátti "Þórðargleði" í skrifum nokkurra bloggara sem sögðu:

"Sko! Ég sagði það" Gasp

Hér að neðan má sjá heimsmarkaðsverð á áli sl. 5 ár. Dýfan var brött, en síðan hefur verðið hækkað jafnt og þétt.

Afkoma Alcoa, móðurfélags álversins á Reyðarfirði hefur batnað mikið undanfarið og segja forsvarsmenn fyrirtækisins "að hækkandi álverð sé helsta ástæðan fyrir batnandi afkomu og vaxandi eftirspurn sé eftir áli. Segist félagið reikna með að eftirspurn aukist um 11% á þessu ári eftir 13% aukningu á síðasta ári." (Sjá HÉR )álverðsþróun

Margir álversandstæðingar, t.a.m. Ómar Ragnarsson, hafa fullyrt í nokkur ár að ál sé á undanhaldi og að koltrefjar muni taka við, t.d. í flugvélaiðnaði. Einhver bið mun vera á þeirri þróun, því offramboð er á koltrefjum en aukin eftirspurn eftir áli.

Hitt atriðið úr skýrslu NÍ árið 2001:

  • Ferðamönnum til Íslands mun fækka vegna skaðaðrar ímyndar. (Vitnað í "sérfræðinga" í ferðamannaiðnaði) Fækkunin mun nema 50% á Austurlandi og 20% á landinu öllu.

Ég þarf varla að vísa lesendum mínum á heimildir um ferðamannatölur, þegar ég segi að þetta sé rakalaust bull. Er það? Woundering


mbl.is Koltrefjaverksmiðjur áfram í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband