Færsluflokkur: Evrópumál

Eru styrkirnir kosturinn - Hver borgar?

Styrkjakerfi ESB er lokkandi. Er Samfylkingin í sníkjuleiðangri til ESB?
mbl.is Sáu kostina við aðildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB í 60 Minutes

ESB er eins og sjálfstætt ríki að mörgu leiti. Með eigin gjaldmiðil, sameiginlega utanríkisstefnu, byggðastefnu, styrkjastefnu, (niðurgreiðslur þvers og kruss) eigin fána og þjóðsöng o.s.f.v.

esb

Í bandaríska fréttaskýringarþættinum 60 Minutes, er sláandi umfjöllun um ástandið innan ESB. ESB hlutinn byrjar eftir 3.11 mínútur, sjá hér


mbl.is Betra að hætta en setja málið á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðum gjaldmiðli að þakka

Ég er nokkuð viss um að Jóhanna Sigurðardóttir, mállausa mannafælan í forsætisráðuneytinu, þakkar sér og ríkisstjórn sinni fyrir aukinn ferðamannastraum til landsins.

Ef ekki væri fyrir "ónýtu" krónuna okkar, þá væri önnur staða uppi, bæði hvað þetta varðar og góða afkomu útflutningsgreinanna. Þessu vill Samfylkingin fórna með fulltingi VG, með umsókn okkar til innlimunar í óráðsbandalag Evrópu.


mbl.is Ísland er heitasti staðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til í allt fyrir ESB

eu-flag-colorÉg tek undir með Advice-hópnum, það veldur mér ugg að fólk sem er tilbúið inn í brunarústir ESB sama hvað tautar og raular, er ekki traustvekjandi í komandi málaferlum.

Það þjónar ekki hagsmunum ESB að Ísland vinni þetta mál því það mun skapa enn meiri óróa í hagkerfi sambandsríkjanna.


mbl.is Ósannfærandi fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hótun diplómatísk leið?

Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands varar franska þingið við því að lögfesta nýtt frumvarp tengt þjóðarmorðum Tyrkja á Armenum og segja að samskipti á milli landanna tveggja muni versna ef frumvarpið hlýtur samþykki meirihluta þingsins. Frakkar vilja gera það refsivert að afneita þjóðarmorðunum en svipuð lög eru víða í Evrópu varðandi útrýmingarherferð nasista á gyðingum.

En jafnframt segir Erdogan: "„Tyrkland mun með diplómatískum aðferðum berjast gegn þessu ósanngjarna og ólöglega lýðskrumi,“ (undirstrikun mín)

Ég sé ekkert "diplómatískt" við hótanir. Erdogan hótar vondum samskiptum milli Tyrkja og Frakka ef hinir síðarnefndu samþykkja tiltekin lög í landi sínu. Í hverju verða þessi vondu samskipti fólgin, nákvæmlega? Eiga Frakkar að vera óttaslegnir vegna þessa?

 Tyrkir vilja vera í samfélagi Evrópuþjóða og fá inngöngu í ESB. Margir hafa efasemdir um að ofstækisfull múslimamenning Tyrklands eigi nokkra samleið með Evrópubúum og að innganga þeirra í ESB sé ávísun á vandræði.


mbl.is Tyrkir vara Frakka við nýju frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd segir meira en þúsund orð

esb

,,Ég verð að spyrja ykkur sem viljið þetta, hafið þið ekkert fylgst með því sem er að gerast núna í sambandinu?" spurði hann (Martin Wof, aðalhagfræðingur Financal Times) og uppskar hlátur.


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB samsæri

esb-icesaveeu-flag-colorViljum við vera í klúbbi, þar sem sérhagsmunabandalög stóru ríkjanna ráða för?

 "Nú hafi nefndin ákveðið að ljúka ekki gerð skýrslunnar, m.a. vegna þess að efasemdir voru um að æskilegt væri að Evrópuráðsþingið tæki afstöðu sem kynni að verða nýtt í dómsmálum í tengslum við fall Landsbankans."

Þessi skýring á stöðu mála, hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar Errm


mbl.is Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhyggja fyrir umhverfinu

eva-joly1Frambjóðandi til forsetaembættis Frakklands, sem vakið hefur mikla athygli hérlendis fyrir störf sín í þágu sérstaks saksóknara, ákveður að blanda sér í ofurviðkvæm innanríkismál, alls óviðkomandi störfum sínum sem hún fékk ríflega borgað fyrir að sinna, nokkra daga í mánuði.

Þetta dómgreindarleysi Evu Joly, sannfærði mig í einu vetfangi að hún hefur lítið í forsetaframboðið að gera. Enda hvernig mætti það vera.... marxisti og græningi! En hver kannast svo sem ekki við það "combó"? 

Mestu umhverfissóðar heimsins, marxistarnir í Austur- Evrópu og afsprengi þeirra í flokkum eins og VG á Íslandi, skreyttu sig með umhyggju fyrir verkalýðnum hér á árum áður og allir vita hvernig sú umhyggja lýsti sér. Í dag skreyta þessir flokkar sig með umhyggju fyrir umhverfinu. Crying


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Innlimun" í stað umsóknar

cominternposterMér finnst það dálítið einkennilegt að við þurfum að umturna hér hlutum til að fá náðarsamlegast að sækja um inngöngu í ESB. Ekki það að hér megi ekki breyta.... hér má mörgu breyta.

Ég fæ það á tilfinninguna að verið sé að reyna að koma okkur í aðstæður þar sem illt er að snúa við í þessu blessaða "ferli"

Þetta er hvorki umsókn né aðlögun. Þetta er innlimun.

Komintern var kommúnistum það sem ESB er krötum í dag.


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og í faðm þeirra vilja þeir falla

Það hljóta allir að sjá að ESB er hagsmunamafía peningaafla. En svo reynir sambandið að fegra ásjónu sína með "hand-out" til fátækra og/eða jaðarbyggða. Fjármunum til ölmusugjafanna sem þessir spilltu Evrópukratar útdeila af gæsku sinni, er að sjálfsögðu aflað með sköttum frá þeim löndum sem Evrópusambandið ákveður að séu aflögufær.

Komintern var kommúnistum það sem ESB er krötum.

Íslensku Kratarnir vilja í faðm ESB. Sumir segja að það sé vegna þess að obbinn af háskólamenntuðu fólki innan Samfylkingarinnar fengi þægilega stóla í Brussel á flottum launum. Það kæmi mér ekki á óvart.

Þegar ég var í leshring hjá litlum Kommúnistaflokki í Reykjavík í kringum 1980, þá voru "bleikir" kommúnistar að okkar áliti, ávísun á spillingu og tækifærismennsku. Gott ef þessi pólitíska manngerð var ekki kölluð "endurskoðunarsinnar" í Kommúnistaávarpinu eftir Marx og Engels. Ég var svo rauður á þessum árum, að Alþýðubandalagið var argasta íhald í mínum augum og Alþýðuflokkurinn var bara vatnsbland.

Í raun voru forystumenn leshringsins uppteknari við að innræta okkur lærlingunum, hatur á "endurkoðunarsinnunum", þ.e. Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu, en nokkru öðru. 

En í gegnum tíðina hefur mér fundist Alþýðubandalagið og síðar arftaki þeirra V-grænir, vera heldur staðfastari og sjálfum sér samkvæmir oft á tíðum. Maður veit hvar maður hefur þá. En þeir eru skelfilega þrjóskir og það hefur stundum orðið þeim að falli. Samfylkingin er "vatnsblandið", eins og faðir þess, Alþýðuflokkurinn.

En ég hef nú í tíu ár gert orð Willy Brandts að mínum, þegar hann var "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á yngri árum:

"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það enn þegar hann er fertugur, er heilalaus."


mbl.is Lokað á lán vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband