Birtustundum fćkkar en ekki fjölgar

Á Vísindavefnum segir m.a. eftirfarandi:

 "Getum viđ seinkađ klukkunni á Íslandi og fengiđ ţannig fleiri birtustundir yfir daginn?

Í stuttu máli ţá mun seinkun klukkunnar á Íslandi ekki fjölga birtustundum sem falla á venjulegan vökutíma, heldur fćkka ţeim.

 Ef klukkunni á Íslandi yrđi seinkađ um klukkustund frá ţví sem nú er myndi fjölga talsvert ţeim stundum ţegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrđu ţau ađ í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miđađ viđ ađ sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miđađ er viđ ađ vökutími sé kl. 8-24 yrđi fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári. Seinkun klukkunnar hefđi ţau áhrif ađ bjartara yrđi á morgnana ţegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Ţetta er tvímćlalaust sterkasta röksemd ţeirra sem vilja fara ţessa leiđ. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir ţví verđi ađ fyrr dimmir síđdegis ţegar umferđ er meiri og börn á leiđ úr skóla. Menn getur greint á um ţađ hvort ţeir kjósi fremur bjartari morgna eđa bjartara síđdegi. En umferđarţunginn bendir til ţess ađ menn nýti almennt síđdegiđ fremur en morgnana til ađ sinna erindum sínum. Ţađ virđist gilda ađ sumri ekki síđur en vetri og stjórnast ţví ekki af birtunni einni saman."

Seinkun klukkunnar mun ţýđa ađ sólarstundum fćkkar eftir ađ hefđbundnum vinnutíma lýkur. Margir vilja eiga kost á ţví ađ borđa kvöldmat í síđdegissól utandyra á ţeim fáu góđviđrisdögum sem bjóđast á Íslandi. Seinkun klukkunnar mun nánast útiloka ţann möguleika.

 

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=68760


mbl.is Leggja til ađ klukkan verđi fćrđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála ţér í ţessu máli. Ţap skiptir ekki miklu máli fyrir meginţorra fólks, hvort dimmt sé ţegar fariđ er í skóla/vinnu. Hinsvegar tel ég ađ meirihluti vilji hafa bjartar síđdegis ţegar viđ erum á heimleiđ og ţurfum ađ snúast í hinum ýmsu erindum. Svo eins og ţú réttilega bendir á ţá er meiri umferđ gangandi barna síđdegis, heldur en morgna. Allflestum er skutlađ í skóla á sama tíma og foreldri er á leiđ í vinnu, en skóla tíma lýkur fyrr en hinum almenna vinnutíma og ţá er gott ađ birta sé til leiks og útiveru ađeins á síđdeginu.

Kjartan (IP-tala skráđ) 9.2.2018 kl. 09:08

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Ég hef heyrt af betri námsárangri á Hérađi eftir ađ börn fóru ađ mćta klukkan 9 í skólann í stađ 8.

Sindri Karl Sigurđsson, 9.2.2018 kl. 11:51

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband