Né keppast Icesave "Já-ararnir" við sem aldrei fyrr

Landsvirkjun er traust fyriræki. Erlendis er það jafnvel kallað "gróðafyrirtæki".

Andstæðingar virkjanaframkvæmda hafa hins vegar bæði hér heima og erlendis, reynt að bera út óhróður um fyrirtækið og ganga jafnvel svo langt að segja að LV sé tæknilega gjaldþrota eftir Kárahnjúkaverkefnið.

Ekkert er fjær raunveruleikanum og margir kostir eru í stöðunni fyrir LV.

Það þýðir ekki lengur að hóta íslensku þjóðinni með Icesave-draugnum.


mbl.is Landsvirkjun fær lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Gunar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:49

2 identicon

Forseti Íslands er ekki meiri stjórnmálafræðingur en það að hann lætur hugleysi ráða ákvörðun .

Vísar seinni Icesave samning til þjóðarinnar .

Illa gert af forsetanum að stofna til glundroða meðal þjóðarinnar um þetta flækjumál .

Forsetinn notaði undirskriftalista mikils minnihluta þjóðarinnnar til að undirstrika hugleysi sitt .

Forsetinn gerir ekki greinarmun á samþykkt Alþingis á fyrri samning og þess sem nú er kosið um .

Mikill meirihluti alþingis samþykkti nýtt samkomulag Icesave samnings ,sem nú er til afgreiðslu.

Þjóðin hefur engar forsendur til að meta það hvort Já eða Nei er rétt ákvörðun !

Færustu sérfræðingar hver á á sínu sviði hafa komist að þessari niðurstöðu um samninginn.

Hvernig eiga Jón og Gunna að vita hvað er rétt eða rangt . Ábyrgðarleysi forsetans er mikið !

Forsetinn Íslands féll á prófinu . Forseti sem misnotar þetta vald . Á ekki að hafa þetta vald .

Hans starfskrafta verður vonandi ekki óskað framar til eins eða neins !

Kveðja

Jean Jensen Kt: 120933-3459

Jean Jensen (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 12:51

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Færustu sérfræðingar hver á á sínu sviði hafa komist að þessari niðurstöðu um samninginn. "

-

Hvernig geturðu fullyrt að "færustu sérfræðingar" hafi komist að "já" niðurstöðu í málinu. Það eru einmitt skiptar skoðanir meðal "færustu sérfræðinga".

Svona málflutningur er dæmigerður fyrir "Já-arana".

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband