Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Formannsskipti?

Eru dagar Ingibjargar í stjórnmálum taldir, og ef svo er, hver tekur þá við flokknum? Maðurinn með grátstafina í kverkunum, varaformaðurinn? Eða púkinn á fjósbitanum og ólíkindatólið, Össur? Mér sýnist ekki vera um auðugan garð að gresja í þessu flokkskraðaki.
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum stjórnað af VG

Skipuleggjandi mótmælanna á Egilsstöðum, Þórunn Ólafsdóttir, var í framboð til Alþingis fyrir VG í síðustu kosningum. En hún kýs að auglýsa það ekkert sérstaklega. Hún kýs heldur ekki að upplýsa fólkið sem hún narrar með sér á baráttufundi gegn ríkisstjórninni, hvernig hún hagar málflutningi sínum á bloggsíðu sinni. Þórunn, sem ver kröftum sínum á pólitískum vettvangi, hefur ekkert til málanna að leggja, annað en að vera á móti. En það er eins og allir vita, aðalsmerki Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs.

Ég bloggaði um það um daginn, hversu málefnaleg Þórunn var á fundi sem Björn Bjarnason hélt á Reyðarfirði um daginn, sjá  HÉR


mbl.is Mótmælt á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krakkaskríll - ekki þjóðin

Þetta er illa upp alinn krakkaskríll, dónar og rumpulýður sem hefur sig mest í frammi í mótmælunum í gær og í dag. Svo kvarta hinir eldri yfir framgöngu lögreglunnar. Hvað myndi fólk segja ef lögreglan gerði ekki neitt? Með hverju myndi það enda?

Þetta er ekki þjóðin


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð, með betlistaf í hendi

Ingvi Hrafn Jónsson var með nýja formann Framsóknarflokksins í viðtali hjá sér í gær. Með Sigmundi var ritari flokksins, Eygló Harðardóttir. Ég hef verið frekar jákvæður gagnvart þessari forystubreytingu hjá Framsókn, en Sigmundur olli mér vonbrigðum í þessu viðtali.

Þegar Ingvi Hrafn spurði um aðgerðarplan ef hann réði, þá virtist það helst ganga út á það að sannfæra Norðmenn og/eða aðrar "vinaþjóðir" okkar um að hjálpa okkur við að borga óreiðuskuldirnar. Að við gætum hvort eð er aldrei staðið undir þessu.

Það er sjálfsagt allt í lagi að þyggja aðstoð, en að það sé "planið" er ekki mjög sannfærandi í mínum eyrum. Sigmundur er ungur og skeleggur, en hann á sennilega margt eftir ólært í pólitíkinni. Í þeim kosningaslag sem framundan er, þarf hann heldur betur að brýna vopn sín.


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður boðað til kosninga í vor

Mér finnst tónninn í fólki vera sá að það eigi að kjósa í vor. Þá segja ofbeldisseggirnir sem litað hafa mótmælin skærustu litunum, að aðgerðir þeirra hafi borið árangur. Það er sennilega rétt hjá þeim. Áður en til ofbeldisins kom, þá var klárlega meirihluti þjóðarinnar mótfallin kosningum í vor. En nú segja margir að þetta gangi ekki lengur.

Nánast allir, líka þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa gert sér grein fyrir því að þessi stjórn situr ekki út kjörtímabilið, en stjórnin vildi starfsfrið í miðjum björgunaraðgerðunum, am.k. fram á haustið. En því vilja ofbeldisseggirnir ekki una. Ráðherrarnir geta e.t.v. sjálfum sér um kennt, að upplýsa ekki almenning betur um stöðu mála og hvað í börgunarpakkanum felst.

Ég vona að Steingrímur Joð verði næsti Forsætisráðherra. Það yrði mátulegt á hann.


mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðir espar ungling sinn til átaka við lögreglu

Helga Vala Helgadóttir er í stjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er bálreið út í formann sinn, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og heimtar að hún fari frá völdum. Heift og reiði Helgu Völu smitaðist greinilega í barnunga dóttur hennar, svo mjög að lögreglan neyddist til að handtaka hana og binda, svo ún ylli ekki sjálfum sér eða öðrum skaða.

Er þetta fyrring? Já, þetta er fyrring. Að hverju er þjóðin hennar Ingibjargar orðin?


Það er best að VG taki við þessu

Ef kosið yrði núna þá kæmi VG mjög sterkt út úr kosningunum og þeir yrðu sennilegir í ríkisstjórn. Sá Svarti Pétur sem þeir fengju í hendurnar með ríkisstjórnartaumnum er mátulegur á þá. Þetta vilja þeir, þó þeir hafi náttúrulega engan mannskap til stjórnunar. Því fyrr sem þeir taka við, því fyrr hröklast þeir frá völdum Eða ætlar almenningur að gefa þeim lengri tíma en þessi ríkisstjórn hefur fengið eftir bankahrunið?

Ef VG tekur við í maí, þá verður sennilega búið að gera helling um næstu áramót. Ef ekki, verða þá mótmæli af því taginu sem VG- hefur veitt móralskan stuðning að undanförnu? Maður spyr sig.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari ársins

Þetta er sprenghlægilegur brandari að "ákveðin mistök" hafi átt sér stað við talningu atkvæði. Þetta hlýtur að vera með því neyðarlegasta sem átt hefur sér stað í formannskjöri í stjórnmálaflokki.

Þetta verður efni í næsta spaugstofuþætti, ég trúi ekki öðru. Líka í næsta áramótaskaupi. Höskuldur á leiðinni upp á svið, hrærður með vota hvarma... en... úpps! Það urðu "ákveðin mistök"

Ég er ánægður að Sigmundar vann þessa kosningu og ég votta Höskuldi innilega samúð mína.

Vatican


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirringur í Samfylkingarfólki

Gætt hefur ákveðins pirrings meðal Samfylkingarfólks vegna þess forskots sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð í kynningu á þeirri Evrópuvinnu sem fram hefur farið innan flokksins undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar og Árna Sigfússonar. Samfylkingar "talar" mikið um Evrópumál, en það tal er afskaplega einsleitt og gagnrýnislaust á það hagsmunamat sem fram þarf að fara til þess að hægt sé að komast að upplýstri niðurstöðu um málið.

Samfylking eignaði sér Evrópuumræðuna fyrir nokkrum árum með því að lýsa sig fylgjandi aðild að ESB. Þá þegar hafði farið mikil vinna fram innan Sálfstæðisflokksins við að meta stöðuna út frá íslenskum hagsmunum og sú vinna hefur verið stöðug í áraraðir. Á siðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2007 var m.a. gerð eftirfarandi samþykkt:

"Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum er háttað. Mikilvægt er að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja".

Í þessari samþykkt felst ekki endanlegur dómur á kostum og göllum ESB-aðildar fyrir Íslendinga, enda eru lög sambandsins stöðugt að breytast sem og aðstæður í alþjóðlegu umhverfi.

Samfylking vildi merkja sér bás í íslenskum stjórnmálum og greip því ESB-umræðuna traustataki og gerði hana að sinni. Flokkurinn lét eins og hann væri eina stjórnmálaaflið sem hefði eitthvað afgerandi um málið að segja. Það er auðvitað misskilningur í þeim, þeir voru bara eina stjórnmálaaflið sem kaus að fylkja sér um að ver hlynt aðild, án undangenginnar gagnrýnnar og upplýstrar umræðu um málið. Margt hefur breyst hjá ESB frá því forysta Samfylkingarinnar sá ljósið í sambandinu.

Ég hef þá tilfinningu að landsfundur Sjálfstæðisflokksins muni samþykkja aðildarviðræður, en það gerir ekki flokkin að ESB-flokki, né Ísland að ESB-ríki. Það er langur vegur frá.

Bendi á gagnlega síðu um Evrópumál: http://www.evropunefnd.is/


mbl.is Samfylkingin kynnir fundaröð og þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Þorvaldur hamið sig?

Ég sé að Þorvaldur Þorvaldsson, Albaníukommi, er einn af forsvarsmönnum þessara samtaka. Ég vona að hann geti hamið sig og fæli ekki fólk frá þessu. Það er sannarlega þörf á einhverjum grasrótarsamtökum sem koma með vitrænar tillögur til ráðamanna þjóðarinnar.
mbl.is Stofnfundur Samtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband