Mótmælum stjórnað af VG

Skipuleggjandi mótmælanna á Egilsstöðum, Þórunn Ólafsdóttir, var í framboð til Alþingis fyrir VG í síðustu kosningum. En hún kýs að auglýsa það ekkert sérstaklega. Hún kýs heldur ekki að upplýsa fólkið sem hún narrar með sér á baráttufundi gegn ríkisstjórninni, hvernig hún hagar málflutningi sínum á bloggsíðu sinni. Þórunn, sem ver kröftum sínum á pólitískum vettvangi, hefur ekkert til málanna að leggja, annað en að vera á móti. En það er eins og allir vita, aðalsmerki Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs.

Ég bloggaði um það um daginn, hversu málefnaleg Þórunn var á fundi sem Björn Bjarnason hélt á Reyðarfirði um daginn, sjá  HÉR


mbl.is Mótmælt á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Er það galli á fólki að styðja VG eða einhvern annan stjórnmálaflokk en þú félagi. 

Ég verð nú að segja eins og er að mér fannst Steingrímur yfirspila Geir í málflutningi þeirra í Kastljósi kvöldsins. Þar var forsætisráðherra eins og mæðiveik rolla, ekki samt frá Sigga á Sléttu, þar sem hann sat bæði svara og ráðalaus og greinilega bugaður.  Lái honum svosem hver sem vill. Geir er jú bara maður og það góður maður.  En hann hefur enga stjórn á starfi sínu og nú býður hann þeirri hættu heim að fá á sig vantraust á landsfundinum.

 Ég er hellvíti ánægður með Þórunni og vona svo innilega að mótmæli hennar heyrist suður.

Dunni, 21.1.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Dunni

Ég gleymdi að bæta við spurningunnu um hvernig væri hægt að ræða málefnalega við Björn Bjarnason?  Hann er sjálfur einn ómálefnalegasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins.  Þess vegna stendur til að skipta honum út.

Sennilega eru þeir orðnir of seinir því stjórninverður farin frá fyrir helgi.

Dunni, 21.1.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Gunnar, þó svo að þú bendir réttilega á lýðskrum sumra mótmælenda er víst að áróðursstríðið er okkur frjálslyndum hægrimönnum tapað. Við höfum tapað á svo mörgum vettvangi, að það er í raun átakanlegt. Verst er að forystumenn Sjálfstæðisflokksins virðast átta sig seint og illa á þessari staðreynd.

Við þessi skilyrði er mest um vert að kalla til forystu nýtt fólk með hugsjónir að vopni. Þó svo að Geir og Þorgerður vilji vel verður að ryðja brautina fyrir nýtt fólk, með nýjar áherslur. Gefa flokksvaldinu frí, sem birtist í einstaklingum á borð við Kjartan, Hannes, Davíð og fleirum. Ég nenni ekki einu sinni að ræða um persónur þessa ágæta fólks, það er ekki hér til umræðu. Ég vil þó segja það að þessir menn hafa ekki áttað sig á einu helstu slagorði sínu (frjálshyggjunnar): Völd spilla.

Stjórnmálin hafa færst til vinstri og það er þjóðinni nauðsyn að endurvekja traust á lýðræðislegar markaðslausnir - sem einar geta fært björg í bú og séð til þess að endurreisa efnahaginn að því marki að geta haldið uppi ásættanlegri velferð. Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins mun ekki takast að endurvekja þetta traust og því er nauðsynlegt að Sjálfstæðismenn átti sig á hinni pólitísku stöðu, leggi við hlustir og kalli eftir nýju fólki til forystu.

Ólafur Als, 21.1.2009 kl. 21:17

4 identicon

Gott kvöld; Gunnar Th., og þið önnur !

Veki VG liðar; með þér kenndir hræðslu, sem ótta, Gunnar minn,, jah; þá er illa komið, fyrir Austfirzkum, drengur minn.

Hitt er annað; að í mínum huga, er Haarde óværan, svona viðlíka plága, sem Svarti dauði reyndist forfeðrum- sem formæðrum okkar, Gunnar minn. Það er nú verkurinn.

Með beztu þjóðernissinna kveðjum; samt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ólafur hvaða MÝJA fólk sérð þú fyrir þér í framvarðarsveit íhaldsins.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 21:28

6 identicon

Þetta finnst mér nú lélegt af öðrum stjórnmálaflokki að nýta sér mótmælin sér í hag. Á góðri íslensku heitir þetta að sparka í ríkisstjórnina meðan hún liggur í jörðinni.

 Vinstri grænir er byggður upp nákvæmlega eins og sjálfstæðisflokkurinn, samfylkingin eða aðrir flokkar: Einstaklingur byrjar tvítugur, vinnur sig upp gegnum árin fyrir vinsældir sínar og aðlaðandi skoðanir og endar sem formaður flokksins fertugur. Nákvæmlega sama kerfið og hefur verið frá upphafi á meða þróun og uppgangur á mörkuðum hefur tekið öllum breytingum hvað þetta varðar síðustu ár/áratug(i) þar sem sérfræðingar eru ráðnir beint inn í sína stöðu þar sem sérþekking þeirra nýtist mun betur en ella.

Þegar slíkt ójafnvægi ríkir milli stjórnvalda (þ.á.m. fjármálaeftirlitsins) og markaðar geta hlutirnir ekki endað öðruvísi en þeir gerðu. Það sem kom okkur á hausinn var fyrst og fermst vanþekking og skilningsleysi stjórnvalda en ekki stefnan sem slík. Því verðum við að taka allt stjórnkerfið og tryggja það að við höfum alltaf mestu þekkingu innan stjórnvalda og völ er á ef við viljum ekki að allt fari á sama veg og núna. Að skipta út ráðþrota hagfræðingi sem nú situr við stýrið fyrir uppeldisfræðing (Steingrím J) þegar þegar mestu fjármálahamfarir sem við þekkjum eru að streyma yfir okkur  er eins og að...

 ...ég skil það að fólk er reitt en við verðum að hugsa rökrétt, láta uppfyllingu reiðinnar bíða betri tíma. Við losum okkur ekki við ríkisstjórnina nema það sé garanterað að við höfum betra fólk í staðinn. Þetta snýst ekki um skoðanir eða stefnu stjórnvalda eða hversu vel þeir koma fyrir í fjölmiðlum heldur skilning þeirra á vandanum sem nú ríkir og getu þeirra til að taka á honum.

Axel (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:40

7 Smámynd: Ólafur Als

Þorvaldur,

það er nú það með þessa framvarðasveit. Íhaldsstimpillinn er reyndar heldur klénn og skorar ekki mörg stig. Við fyrstu sýn virðast manni ekki margir koma til greina. Sumir hugsa til Bjarna, en hann er e.t.v. "mengaður" af uppruna sínum. Hins vegar má ekki refsa mönnum fyrir slíkt, ef þeir sýna það að þeir eru stærri en svo að þeir láti slíkt trufla sig. Mögulega hefur Þorgerður misst af lestinni, ef svo má segja, en margir hafa séð í henni leiðtogaefni. Hins vegar er ljóst að ESB umræðan mun hafa hér nokkur áhrif en hver veit nema Sjálfstæðisflokkurinn velji sér óbreytta forystu, stingi höfðinu í sandinn um skeið, en uppgötvi síðar að hugsjónir sjálfstæðismanna eru þjóðinni nauðsyn og kalli þá eftir nýrri forystu. Hver veit?

Ólafur Als, 21.1.2009 kl. 21:56

8 identicon

fólkið sem hún narrar með sér á baráttufundi....

Góði besti sko...

Þetta er frábært framtak hjá Þórunni og hún fær stórt klapp frá mér fyrir að hafa safnað fólki saman í mómælin. Kominn tími til!

Yndislegt samt hvað þú sérð mikla þörf fyrir að rakka hana niður hérna á blogginu þínu...klapp fyrir því líka

Diljá (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dunni, að sjálfsögðu er það galli að fólk skuli styðja annan stjórnmálaflokk en ég, það segir sig sjálft . En þessir VG-liðar eiga að koma fram af heiðarleika undir eigin nafni, en ekki kynda undir eins og úlfar í sauðagæru. Björn Bjarnason er í miklu áliti hjá mér og mörgum í Sjálfstæðisflokknum, einmitt fyrir hve málefnalegur og rökfastur hann er. Það sem hefur á vantað hjá honum er e.t.v. "fjölmiðlasjarmi" til lýðhylli. Þeir sem spá mikið í umbúðirnar fara oft á mis við innihaldið. Það á ekki að dæma bækur eftir kápunni.

Ólafur, það er næsta víst að það verður vinstri slagsíða á pólitíkinni á næstunni. Við verðum að sætta okkur við það. Nýtt fólk til forystu í Sjálfstæðisflokknum kemur vel til greina af minni hálfu. Nóg er af hæfu fólki í flokknum. Bjarni er vissulega einn þeirra.

Axel, tek undir það sem þú segir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 22:54

10 identicon

Sæll Gunnar

Nú eru tveir tímar liðnir síðan ég las þessi skrif þín og ég er fyrst að fá mig til að svara þeim núna. Ástæðan er sú að þær fullyrðingar sem þú hendir hér fram eru svo staðhæfulausar að ég veit hreinlega ekki hvort eða hvernig á að svara þeim.

Allavega. Ég þekki mjög vel til Þórunnar og vil því leiðrétta nokkrar rangfærslur þínar:

Þórunn hefur ekkert legið á því að vera flokksmaður í VG. Aldrei, hvorki nú né áður. Hún er hins vegar ekki að hvetja til mótmæla eða taka að sér fundarstjórn á útifundum á Egilsstöðum sem einhvers konar fulltrúi VG, heldur aðeins sem almennur borgari. Hér á Héraði hefur verið ákveðinn hópur fólks sem hefur viljað mótmæla en enginn tekið af skarið fyrr en Þórunn, ásamt öðru fólki, gerði það síðastliðinn laugardag og svo aftur í kvöld. Ég vona að fólk sem tekur þátt í starfi stjórnmálahreyfinga afsali sér ekki um leið rétti til að vera almennur borgari. Eða er það? Þegar þú kaupir fiskibollur í dós í Krónunni, ertu þá kannski að gera það í nafni Sjálfstæðisflokksins?

Hvers vegna í ósköpunum segir þú Þórunni hafa "narrað" fólk á fundi? Í mínum í orðaforða þýðir það að gabba einhvern. Hver hefur Þórunn gabbað til að mæta á útifundi og í hvaða tilgangi hefur hún eiginlega verið að því? (Svar óskast)

Þórunn hefur svo sannarlega ekki farið leynt með skoðanir sínar á Birni Bjarnasyni eða samskipti sín við hann, heldur einmitt viðrað þessa hluti opinberlega, bæði á fundum og í rituðu máli - eins og þú bendir sjálfur á. Það, að gefa í skyn að Þórunn sé á einhvern hátt að reyna að fara leynt með gengur bara alls ekki upp.

Jæja. Nóg um Þórunni. Nú er ég ekki skráð í neinn stjórnmálaflokk og hef aldrei kosið VG. Ég er samt á móti. Það var líka framsóknarmaðurinn sem stóð við hliðina á mér á mótmælafundinum áðan. Þar voru barasta allir á móti. Má fólk ekki vera á móti því að þeir sem stjórnuðu þegar allt fór fjandans fái að sitja áfram?

Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:49

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Esther, ég sagði ekki að Þórunn færi í felur með skoðanir sínar, enda væri hún varla í framboði fyrir sósíalískan flokk ef svo væri.

Óviðfeldin orð sem hún hefur um pólitíska andstæðinga sína á bloggsíðu sinni segir allt um málefnafátækt hennar. Mér finnst rétt að fólkið hér eystra fari ekki í neinar grafgötur með innra eðli hennar. Ég gæti alveg hugsað mér að taka þátt í mótmælum á Egilsstöðum, gegn þessu ástandi, en ég bæði Þórunni vinsamlegast að koma ekki nærri skipulagningu mótmælanna. Ég er nokkuð viss um að margir eru á sömu skoðun og ég hvað þetta varðar.

 VG hefur hertekið mótmæli á landinu og reynt að gera þau að sínum, með þattöku almennings sem alls ekki eru kommar. Það virðast ekki allir vita að "Raddir fólksins" í Reykjavík er handstýrt af VG.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 01:27

12 identicon

Þú ert dóni Gunnar og á móti öllu til þess eins að ganga fram af fólki

þvílik ónáttúra í þér, vinsamlega haltu þig þarna og haltu þér þarna

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:41

13 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, meiri dóninn Gunnar, reiði fólks snýst ekki um flokka eða hægri og vinstri, farðu nú að koma því inn í hausinn á þér, nóg ætti plássið að vera þar !

Birgir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband