Pirringur í Samfylkingarfólki

Gætt hefur ákveðins pirrings meðal Samfylkingarfólks vegna þess forskots sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð í kynningu á þeirri Evrópuvinnu sem fram hefur farið innan flokksins undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar og Árna Sigfússonar. Samfylkingar "talar" mikið um Evrópumál, en það tal er afskaplega einsleitt og gagnrýnislaust á það hagsmunamat sem fram þarf að fara til þess að hægt sé að komast að upplýstri niðurstöðu um málið.

Samfylking eignaði sér Evrópuumræðuna fyrir nokkrum árum með því að lýsa sig fylgjandi aðild að ESB. Þá þegar hafði farið mikil vinna fram innan Sálfstæðisflokksins við að meta stöðuna út frá íslenskum hagsmunum og sú vinna hefur verið stöðug í áraraðir. Á siðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2007 var m.a. gerð eftirfarandi samþykkt:

"Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum er háttað. Mikilvægt er að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja".

Í þessari samþykkt felst ekki endanlegur dómur á kostum og göllum ESB-aðildar fyrir Íslendinga, enda eru lög sambandsins stöðugt að breytast sem og aðstæður í alþjóðlegu umhverfi.

Samfylking vildi merkja sér bás í íslenskum stjórnmálum og greip því ESB-umræðuna traustataki og gerði hana að sinni. Flokkurinn lét eins og hann væri eina stjórnmálaaflið sem hefði eitthvað afgerandi um málið að segja. Það er auðvitað misskilningur í þeim, þeir voru bara eina stjórnmálaaflið sem kaus að fylkja sér um að ver hlynt aðild, án undangenginnar gagnrýnnar og upplýstrar umræðu um málið. Margt hefur breyst hjá ESB frá því forysta Samfylkingarinnar sá ljósið í sambandinu.

Ég hef þá tilfinningu að landsfundur Sjálfstæðisflokksins muni samþykkja aðildarviðræður, en það gerir ekki flokkin að ESB-flokki, né Ísland að ESB-ríki. Það er langur vegur frá.

Bendi á gagnlega síðu um Evrópumál: http://www.evropunefnd.is/


mbl.is Samfylkingin kynnir fundaröð og þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

ESB. á ekki að vera skipt eftir flokkum því þá gleymist stefnan og kosningar snúast um ESB en ekki málefnin.  Allir flokkar ættu að smþykkja vilja fólksins um könnunarviðræður og leyfa lýðræðinu að ráð hvort aðild verður samþykkt eður ei.

Offari, 17.1.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sjónarmið.

Sumum verður bara hugsað til Guðs þegar þeir eru í vandræðum

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðismenn eru staddir þar sem Samfylkingin var 2001...

Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er algengur misskilningur hjá Samfylkingarfólki

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér sýnist Sjálfstæðismenn hafa tekið myndarlega á Evrópumálefnunum. Starfið innan flokksins ber þess vitni, svo og vefurinn um málefnið.

Að skipun fyrrverandi formanns voru evrópumálin ekki á dagskrá á vettvangi flokksins. Það þýddi ekki að aðrir flokkar, samtök sveitarfélaga og atvinnulífið veltu málefninu fyrir sér.

En framhaldið verður áhugavert næstu vikurnar.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 00:25

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alrangt að Davíð hafi bannað umræðu innan flokksins um Evrópumál, en hann var hins vegar mótfallinn aðild, sem er allt annað mál. Endurskoðun á afstöðu  flokksins hefur farið reglulega fram, m.t.t. aðstæðna hverju sinni. Það endurmat hefur farið fram lengur en tilvist Samfylkingarinnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 04:59

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umræðan innan flokksins fór hins vegar kannski ekki nógu mikið út til fólksins, því ESB-aðild og umræða um hana á Alþingi þótti ekki tímabær að mati forystunnar. Þar með sá Samfylkingin sér leik á borði.... og stal glæpnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 05:15

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sjálfstfl. hefur alveg frá því þetta var fyrst orðað sagt að Evrópumálin væru hreint ekkert á dagskrá. Málið útrætt. En nú þegar nauðsynlegt er að kanna málið, láta Sjálfstæðisflokksmenn eins og þeir hafi átt hugmyndina og séu þeir einu sem vit hafi á málinu.

Og það sem meira er að yfirlýstir andstæðingar aðildar innan flokksins láta nú, Gunnar, eins og málið hafi verið í fullri vinnslu í flokknum, meðan málið var algert tabú hjá forystu flokksins!

Annað hvort fór flokkurinn á bakvið forystuna, sem segir þá allt um heillindi flokksins, eða að forystan laug að kjósendum, sem segir allt um forystuna.

Samfylkingin eignaði sér ekki Evrópuumræðuna Gunnar, þurfti þess ekki, hún var eini flokkurinn sem yfir höfuð talaði um þessi mál og var m.a. gagnrýnd harðlega af Sjálfstæðisflokknum fyrir að vilja ræða mál sem ekki væru á dagskrá.

Ef einhver ætlar að eigna sér Evrópumálin þá er það Sjálfsálitsflokkurinn sem nú stekkur fram og segir, ræðum um Evrópu, því hefur engum dottið það í hug fyrr?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2009 kl. 13:05

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ESB-málið HEFUR verið í stöðugri endurskoðun innan flokksins. En það er rétt að forystan taldi, og það var einnig niðurstaða landsfundar flokksins, að umræðan sé ekki tímabær á vettvangi Alþingis. En það þýðir ekki að þetta mál hafi verið eitthvað tabú, síður en svo.

Samfylking taldi sig hinsvegar hafa fundið upp hjólið í þessu samhengi, einungis með því að lýsa því yfir að hún vildi aðild. Dæmigert fyrir flokk sem hefur alla tíð verið í tilvistarkreppu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 15:17

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En nú eru breyttir tímar og ég spái því að landsfundurinn muni samþykkja að hefja aðildarviðræður, en eins og ég segi í færslunni, þá gerir það Sjálfstæðisflokkinn ekki að ESB-flokki.

 Til eru margar útfærslur á nálgun við þessi mál í niðurstöðum undirbúningsnefndarinnar um ESB-mál. Ein er t.d. að taka einhliða upp annan gjaldmiðil.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 15:23

11 identicon

ESB vill okkur ekki í dag og verður ekki villt um fyrir þeim, erlendir sérfræðingar sögðu  hvað væri að gerast en ekkert var gert til varnaðar af ráðamönnum, að vera alltaf að gjamma um hluti sem eru ekki raunhæfir er boring, að fæðast er nýtt afl sem mun vonandi ef hæft fólk fæst koma þessu í hægan batnandi farveg,ráðherrar i dag verða varla ráðherrar mikið lengur því óværu þarf að uppræta

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband