Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þegar haldið var upp á 100 ára heimastjórnarafmælið, þá var forsetaembættinu ekki boðið á nokkurn hátt að koma að því. Forsetinn fékk einungis boðskort til að hlusta á ræður annarra. Þetta líkaði Ólafi ekki og lét sig hverfa úr landi, fór á skíði til Bandaríkjanna með Dorrit. Að hátíðarhöldunum loknum var boðað til Ríkisráðsfundar, en venja er að Forsetinn stýri slíkum fundum, en heimilt er að handhafar forsetavalds geri það ef Forsetinn er ekki viðlátinn.
Ólafur Ragnar varð æfur af reiði þegar hringt var í hann til Bandaríkjanna og honum tilkynnt um ríkisráðsfundinn. Hann var búinn að smella á sig skíðunum snemma morguns og var á leiðinni í fjallið. Hann skíðaði ekkert þennan dag. Hann sagði síðar að hann tæki hlutverk sitt sem aðal manninn á ríkisráðsfundum mjög alvarlega.
Davíð Oddsson gerði grín að Ólafi fyrir vikið og sagði "Þetta er einhver reginmisskilningur hjá blessuðum forsetanum" Forsetinn hafði í viðtölum sagst vera öryggisventill þjóðarinnar "... og það er þá þýðingarmikið að öryggisventillinn haldi jafnvægi þegar ekkert er að gerast", sagði Davíð.
Davíð er snillingur
![]() |
Ekki tími fyrir málfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það sem ég segi í fyrirsögninni er auðvitað bara spaug hjá mér, en þessu hafa sumir haldið fram. Að samkynhneigðin sé bara fasi sem fólk gengur í gegnum. Mörg dæmi eru um að fólk sé fyrri hluta lífs síns í gagnkynhneigðum hjónaböndum og eignist börn. Jóhanna er dæmi um það en einnig fyrrverandi þingmaður VG, Árni Steinar Jóhansson. Sömuleiðis Bergþór Pálsson, óperusöngvari.
![]() |
Jóhanna vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það verður fróðlegt að sjá hve mikið langlundargeð mótmælendur muni sýna þessu nýja pólitíska faðmlagi. Einungis helmingur ríkisstjórnarinnar fer frá völdum ef þessir aðilar ná saman.
Það er athyglisvert að sjá Steingrím öðlast landsföðurslegt yfirbragð á einni nóttu. Ég er svo vanur að sjá hann hrópa og kalla með hnefann á lofti, að mér verður eiginlega hálf hverft við að sjá þessi hamskipti.
Af hálfu þeirra sem yst eru til vinstri í pólitík, er óbeitin mest til þeirra sem "gæla" við sósíalismann, líkt og kratar gera. Slík hugmyndafræði er verri í augum margs VG-fólks en allt annað. Það er óvinur númer eitt við "alvöru" vinstrimennsku. Þeir líkja því við þunnt kaffi, sem er verra en ekkert kaffi.
![]() |
Falið að mynda stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.1.2009 (breytt kl. 16:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Og hann kom.... þ.e.a.s. tíminn hennar Jóhönnu. Það er a.m.k. allt útlit fyrir það. Jóhanna kemur mér ekki fyrir sjónir sem sáttasemjari í kraðaksstjórn, en slíkur hæfileiki mun verða bráðnauðsynlegur í þeirri ormagryfju sem samstarf vinstriflokkana mun verða, með stuðningi Framsóknarflokksins.
En verkefnið er kannski einfalt fram að kosningum. Gera bara eins og fyrrverandi stjórnarflokkar voru búnir að plana og halda öllu rólegu á yfirborðinu. Yfirbragð nýju ráðamannanna má ekki fá á sig blett, allra síst V-grænna, sem engin treystir fyrir stjórnartaumum undir venjulegum kringumstæðum.
Það kæmi mér samt ekkert voðalega á óvart ef þungir hurðaskellir muni heyrast úr stjórnarráðinu á næstu vikum.
Nýlega fannst gröf fyrsta vinstrisinnaða leiðtogans í veröldinni.
![]() |
Jóhanna næsti forsætisráðherra? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað getur verið svo mikilvægt í augum Samfylkingarfólks á þessari stundu, að það réttlæti stjórnarslit? Að Davíð Oddsson og Seðlabankasjórn víki? Að Árni Matt víki? Varla getur tilvonandi ályktun Sjálfstæðismanna á næsta landsfundi um Evrópumál, verið mjög mikilvæg í dag, þó Ingibjörgu hafi þótt það mikilvægt fyrir nokkrum dögum. Staðan er gjörbreytt frá því hún hótaði Sjálfstæðisflokknum í sambandi við það mál. En kannski vill Samfylkingarfólk stjórnarskrárbreytingar fyrir vorið til að flýta inngönguferlinu í ESB.
Það er ósanngjarnt að stilla samstarfsflokki sínum upp við vegg, varðandi svo dramatískar breytingar. En það væri Samfylkingunni líkt að reyna þessa leið. En ef stjórnarslit verða og einhverskonar þjóðstjórn verður mynduð, þá hefur slík stjórn ekki umboð til svo veigamikillar ákvörðunar. Það er a.m.k mín skoðun.
![]() |
Útilokum ekki breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú þegar Björgvin veit að það verða kosningar í vor, þá segir hann af sér. Hann vill fá að fara í prófkjör Samfylkingarinnar ótruflaður af ráðherradómi sínum. Hann vill fá klapp á bakið fyrir að hafa tekið pólitíska ábyrgð. Maðurinn sem svaf yfir sig, jafnvel þó vekjaraklukkan væri bæði hvell og hávær. Maðurinn sem vissi ekki neitt.
Samfylkingin hefur alla tíð verið "skoðanakannanaflokkur". Áður en flokksmenn taka einarðlega afstöðu til málefna, þá láta þeir gera skoðanakönnun. Hvað er líklegt til vinsælda?
Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins áttu fund í dag með formanni Samfylkingarinnar og manni sem kallar sig starfsmann á plani. Varaformaðurinn er einskis virði í jafnaðarmannaflokknum sem átti sér draum. Draum um að vera eini raunverulegi valkosturinn gegn Sjálfstæðisflokknum. Til hver var kosið til varaformanns í flokknum? Bara til að fylla út í formið?
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Talsmaður fólksins hefur talað. Talsmaður þjóðarinnar. Rödd þjóðarinnar.
Þetta var ömurlegt útspil hjá Herði Torfasyni. Ég skora á alla Íslendinga að hunsa hér eftir þennan ömurlega mann og allt sem hann hefur að segja. Hann hefur opinberað sitt innra eðli og þessi maður á hvergi heima í siðuðu samfélagi.
Hver og einn hefur rétt til að mótmæla og ég vona að það verði aldrei frá þjóðinni tekið. Hins vegar finndist mér mótmæli í ljósi þess að kosið verði í vor, tóm vitleysa. Nú geta allir stjórnmálaflokkar undirbúið sig af kostgæfni fyrir komandi kosningar og í framhaldinu getur almenningur tekið ákvörðun um það sem hann vill.
Þannig virkar lýðræðið.
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.1.2009 (breytt kl. 16:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
V-grænir munu kynda undir áframhaldandi óeirðir á götum Reykjavíkur, það er alveg ljóst. Þeir vilja hamra járnið meðan það er heitt. Skoðanakannanir sýna þá stærsta flokkinn og því er lag fyrir þá að kjósa strax. Staðan gæti breyst hvað það varðar, nú þegar búið er að gefa út 9. maí sem kosningadag. Það er alltof langur tími að mati Ögmundar, fólk gæti nefnilega áttað sig á fyrir hvað flokkur hans raunverulega stendur.
Málefnaleg og eðlileg kosningabarátta hentar ekki VG í dag.
![]() |
Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Aðstæður hafa breyst í pólitíkinni á síðustu dögum Skyndilega virðist ljóst að Alþingiskosningar verði í vor en ekki síðar á árinu eins og menn reiknuðu með. Það er ekki síður ólga innan Sjálfstæðisflokksins vegna ástandsins í þjóðfélaginu, en innan annara flokka. Ef það er á hreinu að kosið verður í vor, þá er e.t.v. ekki óeðlilegt að forystumenn flokksins vilji undirbúa fundinn í samræmi við það.
Á meðan gefst tími fyrir stjórnarflokkana að sinna þeim verkefnum fram á vorið sem nauðsynleg eru að þeirra mati. Og á meðan gefst einnig forystumönnum Sjálfstæðisflokksins ráðrúm til þess að meta stöðu sína. Margir almennir Sjálfstæðismenn telja ekki sjálfgefið að Geir og Þorgerður Katrín verði áfram forystumenn flokksins. Flokkurinn býr yfir miklu mannvali, ólíkt öðrum flokkum að mínu mati og ætti því ekki þurfa að óttast breytingar á forystusveitinni.
Geir og Þorgerður verða að láta eigið egó víkja fyrir hagsmunum flokksins og þjóðarinnar. Engin er stærri en flokkurinn sjálfur og engin er ómissandi.
![]() |
Miðstjórnarfundur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svokallaðar "Fótboltabullur" hafa stundum komið óorði á enska knattspyrnuáhugamenn. Þeirra aðal áhugamál er ekki fótbolti, heldur slagsmál og ofbeldi gagnvart öðrum áhorfendum og lögreglunni.
Þessar "Mótmælabullur" er samskonar fólk. Það vill bara slagsmál við lögregluna. Ég held með löggunni.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 947277
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kristrún var að plata
- Bara ef Úrsúla réði á Íslandi
- Af hverju ekki lögbann á þetta?
- Ýmslegt héðan og þaðan
- Karlmannatíska : PRADA í haustið 2025
- Hugsana lögregla Keir Starmers - frjáls umræða er hættuleg
- ESB-blöff Kristrúnar
- Besta ráðið: Leyfum þeim að bragða á sínu eigin "meðali"
- Kristrún vill ekki sökkva með Þorgerði Katrínu
- Hættum að stjórna líffræðinni og tungumálinu