Það verður boðað til kosninga í vor

Mér finnst tónninn í fólki vera sá að það eigi að kjósa í vor. Þá segja ofbeldisseggirnir sem litað hafa mótmælin skærustu litunum, að aðgerðir þeirra hafi borið árangur. Það er sennilega rétt hjá þeim. Áður en til ofbeldisins kom, þá var klárlega meirihluti þjóðarinnar mótfallin kosningum í vor. En nú segja margir að þetta gangi ekki lengur.

Nánast allir, líka þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa gert sér grein fyrir því að þessi stjórn situr ekki út kjörtímabilið, en stjórnin vildi starfsfrið í miðjum björgunaraðgerðunum, am.k. fram á haustið. En því vilja ofbeldisseggirnir ekki una. Ráðherrarnir geta e.t.v. sjálfum sér um kennt, að upplýsa ekki almenning betur um stöðu mála og hvað í börgunarpakkanum felst.

Ég vona að Steingrímur Joð verði næsti Forsætisráðherra. Það yrði mátulegt á hann.


mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hefurðu eitthvað á móti Adda Kidda Gau?

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, þess vegna vildi ég helst hlífa honum við djobbinu

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 14:26

3 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála þér Gunnar.  Látum Skalla-grím spreyta sig.  Sjáum hvort hann veldur þessu...

Sigurjón, 21.1.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þykist vita svarið við því, Sigurjón.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband