Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
"Drullaðu þér í burtu" er ekki skoðun og allra síst þegar þessi setning er sögð á ógnandi máta eins og mótmælandinn sagði við Geir Haarde þegar hann leitaði inngöngu á vinnustað sinn.
Bendi á þessa færslu HÉR , en þar kemur "mótmælandi" við sögu á Reyðarfirði
![]() |
Allir tiltækir lögreglumenn við Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heyrst hafa þau rök Evrópusinna, að bankakreppan hefði ekki orðið svona skelfileg hér ef við hefðum verið í ESB, því þá hefðum við átt svo sterkan bakhjarl. Og Samfylkingin er tilbúin að hleypa öllu hér í enn meira uppnám ef Sjálfstæðisflokkurinn hleypur ekki eftir skipunum þeirra og sæki um aðild strax.
Hvað hefur bakland ESB gert fyrir bankana í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi...? Hvað hafa seðlabankar þessara landa gert til hjálpar? EKKERT! Ríkissjóður þessara landa (skattgreiðendur) dregur bankana að landi, líkt og hér, EKKI seðlabankarnir og EKKI ESB. Hvaða bakhjarl eru þá Evrópusinnarnir að tala um? Sama er upp á teningnum í Bandaríkjunum, þar er það ríkissjóður sem kemur til bjargar, ef einhverju er bjargað á annað borð. Ekki er krafist afsagnar seðlabankastjóranna í þessum löndum. En það kemur sjálfsagt að því fljótlega að últra-vinstrimenn þessara landa þeysi út á stræti og torg með andlitsgrímur og kasti grjóti og eldsprengjum. Hjörtunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.
Ég vil benda á færsluna hér á undan, en einn yfirlýstur "mótmælandi" sótti fund Björns Bjarnasonar og Arnbjargar Sveinsdóttur hér á Reyðarfirði í kvöld (þriðjud.kvöld)
![]() |
Óeirðir vegna kreppu í Riga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Björn Bjarnason, Dóms-og kirkjumálaráðherra, hélt fund á Fjarðahóteli á Reyðarfirði í kvöld, ásamt Arnbjörgu Sveinsdóttur þingmanni kjördæmisins. Fundinn sótti um 30 manns og voru líflegar og gagnrýnar spurningar að loknum framsöguerindum. Bankahrunið var auðvitað fyrirferðarmikið í umræðunni, en einnig Evrópumálin sem var mjög fróðlegt. Það kom m.a. fram í svari Björns þegar hann var inntur eftir einhverju jákvæðu við ESB-aðild, en þá hafði hann talið upp þó nokkra galla, að allt hið jákvæða við Evrópusambandið hefðum við öðlast um leið og við undirrituðum EES samninginn.
Vinstri mynd: Björn flytur framsöguerindi sitt og Arnbjörg situr honum á vinstri hönd. Hægramegin situr fundarstjórinn og Reyðfirðingurinn, Þórður Guðmundsson. Á hægri myndinni er hluti fundargesta og það er Ásmundur Ásmundsson, fyrrv. togaraskipstjóri á Reyðarfirði sem ber fram spurningar sínar.
Á fundinn mætti einn "mótmælandi", en svo titlaði sig Þórunn nokkur Ólafsdóttir. Þórunn kom með tvær spurningar til Björns. Önnur þeirra var hvort Björn væri stoltur af framgöngu lögreglunnar gegn mótmælendum undanfarnar vikur og hin var hvort ekki ætti að leyfa þjóðinni að kjósa til Alþingis. Fljótlega eftir að hún hafði hlítt á svar Björns, þá laumaðist stúlkan út svo lítið bar á. Lýðræðisleg umræða og beint samband við forystumann íslenskra stjórnvalda vakti greinilega ekki áhuga hennar.
Björn þakkaði henni fyrir komuna en sagðist hálfpartinn hissa að sjá hana á fundinum því hann hefði einmitt verið að lesa blogg hennar þar sem hún skrifar:
"Hrokafulli fasistinn, Björn Bjarnason, verður annar framsögumanna á fundi á Fjarðahóteli á Reyðarfirði í kvöld kl 20"
Einnig skrifar hún eftirfarandi á bloggið, sem lesa má HÉR
"Í kvöld gefst þeim sem staddir eru á Austurlandi tækifæri til hlýða á vísdómsorð Bjarnar. Hann sér sennilega fyrir sér sveitarómantíkina í hyllingum og iðar í skinninu að fá að þruma yfir illa upplýstum landsbyggðaralmúganum um eigið ágæti, yfir kósý kaffibolla í boði Alcoa".
Ég vil þakka Þórunni hlý orð til okkar landsbyggðarfólksins, en þess má geta að hún var í 9. sæti á lista VG í landsbyggðarkjördæmi formanns síns, Steingríms J. Sigfússonar, fyrir síðustu Alþingiskosningar. Engar veitingar voru í boði fyrir fundargesti, hvorki í boði Alcoa né annarra. Dómsmálaráðherrann fékk sér tebolla.
Stjórnmál og samfélag | 14.1.2009 (breytt kl. 03:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, ætlaði sér greinilega að leyfa Guðlaugi Þór Þórðarsyni að svíða undan tortryggni almennings. Vopnið snérist í höndum hennar þegar Ingibjörg Sólrún gekk fram og opinberaði hvernig "heilræðið" var til komið.
Nixon Bandaríkjaforseti notaði "Let them deny it" taktíkina og hún þótti gefast vel. Að bera svívirðilegar og tilhæfulausar ávirðingar á andstæðinga sína, og leyfa þeim að þurfa að neita þeim. Fræinu var sáð og stundum spíraði það hressilega. En fræ Sigurbjargar féll í ófrjóan og kaldan svörð og mannorð hennar beið hnekki. Hún opinberaði illt innræti sitt.
![]() |
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef Klemenssynir hefðu verið grímuklæddir, þá hefði sennilega verið allt í lagi með að haga sér eins og þeir gerðu, þannig að það voru einu mistök þeirra. Þeir eiga ekkert að þurfa að segja upp fyrir þessa yfirsjón sína. Áminning um að muna eftir grímunum næst ætti að vera nóg.
Einn hinna grímuklæddu mótmælenda sem voru á staðnum er prestur og annar er sálfræðingur. Þeir eru hólpnir því þeir gerðu ekki sömu mistökin.
![]() |
Afhenda uppsagnabréfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Þegar skorið er niður í ríkisútgjöldum hjá opinberum stofnunum, þá er ekki óeðlilegt að starfsfólkið sé uggandi um sinn hag. En þegar opinber þjónustustofnun verður fyrir niðurskurði þá hef ég miklu meiri áhuga á að heyra af áhyggjum þeirra sem njóta þjónustunnar, en þeirra sem veita hana. Er verið að stofna öryggi sjúklinga í hættu með þessari aðgerð? Mér skilst ekki.
![]() |
Eins og maður hafi verið skotinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég hef dálítinn grun um að í Barack Obama leynist Samfylkingarmaður.

![]() |
Obama er þögull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ekki bara almenningur á Íslandi sem nánast ekkert fær að vita frá ríkisstjórninni, heldur eru þingmenn einnig óupplýstir um stöðu mála. Jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna.
Látið hefur verið að því liggja að umtalverðar millifærslur hafi streymt úr bönkunum þegar ljóst virtist að þeir væru að riða til falls. Ef rökstuddur grunur hefur vaknað hjá Bretum um að verið væri að skjóta undan fjármagni og að hagsmunir breskra þegna væru í hættu vegna þess, þá er eins víst að lögsókn á hendur þeim sé tíma og peningaeyðsla. Hins vegar bitnuðu hryðjuverkalögin á íslensku þjóðinni allri og fyrirtækjum sem hvergi komu nærri þessu bankahneyksli okkar. Hver er réttur saklausra aðila í málinu? Er kannski engin saklaus? Ekki einu sinni ég?
Það er kominn tími að Geir og Ingibjörg leggi spilin á borðið fyrir þegna landsins. Upplýsingaskorturinn er orðinn frekar neyðarlegur.
![]() |
Vítaverð hagsmunagæsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.1.2009 (breytt kl. 04:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það var margt ágætt í ræðu Forsetans, en voðalega fannst mér skína í gegn: "Við Alþýðubandalagsmenn..." eitthvað. Hr. Ólafur talaði m.a. um að "...nú þyrftum við að byggja upp réttlátara þjóðfélag...".
Hvað á Hr. Ólafur nákvæmlega við með því? Er hann að segja að þjóðfélag sem skorað hefur á topp tíu listann yfir helstu velmegunarþjóðfélög veraldirinnar undanfarin ár á öllum mælikvörðum, sé óréttlátt? Eða er þetta einhver byltingarfrasi úr smiðju gamalla kommúsista, frá því um og fyrir miðja síðustu öld? Mig grunar það.
Ég hef samt ekkert á móti gömlum kommúnistum. Þeir eiga margir heiðurinn af mestu framfaramálum í réttindum launamanna, verkalýðsins, alþýðunnar og borgaranna allra, í seinni tíð. En ég set samt spurningarmerki við að Alþingismenn gegni forystuhlutverki í verkalýðsfélagi, eða félagi yfir höfuð sem hefur hagsmuna að gæta gagnvart ríkisvaldinu, lesist: Ríkissjóði. Hætt er við að rödd forystumanns í verkalýðsfélagi verði hol og hjáróma gagnvart ríkisvaldinu, ef viðkomandi er alþingismaður og er á sömu stundu að róa lífróður til bjargar sinni eigin ríkisstjórn.
En um það verður ekki deilt, að kjör allra þjóðfélagshópa hafa batnað langt umfram meðaltal í ríkjum OECD, á valdatíma Sjálfstæðsisflokksins, nú í tæpa tvo áratugi. Tímabilið hefur verið nánast samfellt framfaraskeið fyrir alþýðu landsins, en hefur nú orðið fórnarlamb ytri aðstæðna, ásamt sofandahætti í eftirliti og löggjöf með bankastarfsemi í landinu. Galdurinn á bak við þetta framfaraskeið var m.a. að lækka skatta á sínum tíma, til þess að hefta sem minnst hið frjálsa flæði fjármagnsins og vegna þess hagvaxtarmáttar sem fjármagnið hefur í höndum einstaklinga, í stað þeirrar lömunaráhrifa sem gætir þegar fjármagnið er í höndum ríksisins. En auðvitað gátu vinstrisinnaðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fundið út að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar, þýddu í raun skattahækkanir.
Jæja, það liggur ljóst fyrir hugmyndir vinstrimanna hafi orðið ofaná í skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Að "hækka skatta", hlýtur þá að þýða "að lækka skatta", samkvæmt skilningi Stefáns Ólafssonar o. fl. sem tjáð sig hafa um skattamál á Íslandi unfanfarin ár. Fólk hlýtur að vera ánægt með það, a.m.k. vinstrimenn.
![]() |
Þjóðarátak nýrrar sóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.1.2009 (breytt kl. 21:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Steingrímur J. Sigfússon reyndi að réttlæta gjörðir nauðgara lýðræðisins við Hótel Borg í dag. Þegar Ingibjörg Sólrún, sem vel að merkja er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, lýsti þeirri skoðun sinni að þessar aðgerðir væru ekki hugur þjóðarinnar sem þó vissulega væri reiði og örvænting, þá snéri Steingrímur útúr og sagði að þetta væri þverskurður samfélagsins. Þennan karakter sem Steingrímur hefur að geyma, virðist tæplega þriðjungur þjóðarinnar vera tilbúinn að kjósa sem stjórnmálaforingja númer eitt í landinu.
Kryddsíld er umræðuþáttur þar sem almenningur í landinu fær tækifæri til að heyra í beinni útsendingu það sem forystumenn stjórnmálaflokka landsins hafa að segja í árslok. Þeir ræða um atburði liðins árs og þjóðin fær beint í æð það sem þetta fólk hefur að segja. En mótmælendurnir sem Steingrímur ber svo mikla virðingu fyrir, komu í veg fyrir það. Þarna var frelsi fjölmiðils til þess að koma á framfæri frjálsum skoðanaskiptum og upplýsingum, villimannslega brotið á bak aftur.
Ég er reiður, meira að segja mjög reiður. Lýðræðið hefur þróast smátt og smátt en sú vegferð hefur verið þyrnum stráð og grýtt og margar hindranir hafa orðið á vegi fólksins á undanförnum mannsöldrum. Margir hafa fórnað lífi sínu fyrir málstað lýðræðisins. Þetta viðbjóðslega pakk sem mótmælir með andlit sín hulin eru óvinir lýðræðisins og það ber að taka á því af fullri hörku.
Minning þeirra sem fórnað hafa öllu fyrir lýðræðishugsjónina, var saurguð í dag.
![]() |
Fólk slasað eftir mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Lykilmaðurinn Daði Már
- "Ég fyrirlít skoðanir þínar"
- Verðlaun Ungs jafnaðarfólks og Rauðu Khmerarnir
- Frumsýning á Sumar á Sýrlandi
- Evrópa ætlar í stríð
- If All Else Fails, They Take You to War
- Samfélag með lokuð eyru, og opið veski
- „Tiltekt“ Jóhanns Páls og Sigurjón
- Píratar hóta morðum
- Alma ekki lengur neinn engill af himnum ofan