Færsluflokkur: Samgöngur
110 km. hraði á klukkustund er allt of mikið á íslenskum vegum, við misjöfn íslensk skilyrði. Það má halda því opnu að hækka hámarkshraða í 100 km. t.d. á Keflavíkurveginum (Reykjanesbrautinni) en hafa jafnframt tilkynningaskilti á nokkrum stöðum sem sýnir lækkaðan hámarkshraða, ef þurfa þykir vegna aðstæðna.
Betra að vera með athyglina í lagi á þessum gatnamótum
110 km hraði leyfður á ákveðnum vegum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 6.4.2010 (breytt kl. 15:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Öxi nýtur ekki vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og þeir sem þekkja svæðið vita hversu arfavitlaus sú hugmynd er að ætla sér að keyra þessa leið á þessum árstíma við þessar aðstæður.
Ég tel að ekki sé raunhæft að gera veginn um Öxi að heilsársvegi, jafnvel þó ráðist verði í umtalsverðar og rándýrar framkvæmdir og vegabætur. Þetta er og verður sumarvegur og reyndar bara mjög fínn sem slíkur.
Sjálfsagt er að bæta veginn sem mest m.t.t. umferðaröryggis, en ég hygg að sjarmi leiðarinnar um Öxi, sérstaklega í augum útlendinga, sé ekki síst fólginn í frumstæði hans. Við getum viðhaldið þessari leið sem nokkurskonar "gokart braut" fyrir jepplingafólk.... þeirri stærstu í veröldinni.
Ef menn hafa á annað borð áhuga á að stytta hringveginn um Öxi, þá væri nær að gera jarðgöng.
HÉR má sjá umsögn bæjarstjóra Hornafjarðar, fyrir hönd sveitarfélagsins, til Vegagerðarinnar vegna heilsársvegar yfir Öxi.
Ferðamenn festu sig á Öxi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 4.4.2010 (breytt kl. 17:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef verklag Suðurverks er með svipuðum hætti við Landeyjarhöfn og í vegagerð þeirra á Austurlandi, þá er ekki von á góðu.
Þeir munu aldrei fá verk fyrir Vegagerð ríksins aftur, svo mikið er víst. Vegurinn um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar er til vitnis um að þeim er ekki treystandi í slík verk. Sömuleiðis nýi vegurinn til Vopnafjarðar. Ekki er orð um þessar framkvæmdir á Heimasíðu fyrirtækisins.
Þeir kunna þó að skammst sín.
Gengið frá garðhausunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 18.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ef þjóðvegur 1 lægi um Svínavatnsleið, þá styttist leiðin norður um 18 km. Það er því augljóst að þessi samgöngubót yrði ein sú arðsamasta sem hægt er að ráðast í. Ég á erfitt með að trúa því að hagsmunir Blönduóss séu miklir í því að fá umferðina í gegn hjá sér. Ein vegasjoppa myndi sennilega missa spón úr aski sínum.
Þingmenn kjördæmisins hafa alltaf lagst gegn þessari hugmynd og sömuleiðis bæjaryfirvöld á Blönduósi. Það er því fyrirsláttur í þeim að segja að umrædd leið sé á engan hátt forgangsverkefni við þær aðstæður sem nú eru uppi. Hins vegar eru fleiri en Blönduósbær á móti þessu, því Umhverfisráðuneytið staðfestir ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hafna tillögu Leiðar ehf. að matsáætlun Svínavatnsleiðar. "Í umsögn Húnavatnshrepps um tillögu Leiðar ehf. að matsáætlun sagði að í ljósi fram kominna athugasemda landeigenda og ábúenda í Húnavatnshreppi leggist hreppsnefnd Húnavatnshrepps gegn fyrirliggjandi tillögu að matsáætlun. Í umsögn Blönduósbæjar sagði að hugmyndin sé í hróplegu ósamræmi við skipulag svæðisins, afstöðu sveitarstjórnarmanna, landeigenda og ábúenda þeirra jarða sem fyrir raski myndu verða". Sjá HÉR
Hafnar erindi um Svínavatnsleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 1.6.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Kristján Möller, ráðherra Samfylkingarinnar í vegamálum, gortaði af því fyrir nokkru (eftir stjórnarslitin við Sjálfstæðisflokkinn) að árið 2009 yrði annað stærsta ár í framkvæmdum í samgöngumálum, frá upphafi. 20 miljarðar til vegamála væru á áætlun á árinu.
Ég fullyrði það að Norðfjarðargöngum og mörgu fleiru verður kippt út af áætlunum, fljótlega eftir kosningar. En það er ekki atkvæðavænt fyrir kosningar að tilkynna kjósendum hvernig staðan raunverulega er.
Kristján Möller á Íslandsmetið í tækifærismennsku. Björgvin G. á drengjametið.
Setur skilyrði fyrir lagningu Norðfjarðarvegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 24.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vegurinn um Hólmaháls, milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er bæði mjór og brattur. Nú er verið að gera nýjan veg um 50 m. neðar í hálsinum og það verður mikil samgöngubót. Veghallinn fer úr 12% í 5-6%. Nýja vegstæðið er mjög fallegt en ég labbaði um það í dag.
Svona mun vegstæðið líta út á "beygjunni" í Hólmahálsinum.
Víða snjóþekja og hálka á Norðaustur- og Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 14.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Svona er ástandið á Vestfjörðum í dag, allt ófært
Snjó kyngir niður fyrir vestan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 3.3.2009 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flest allar vegaframkvæmdir eru arðsamar, þegar til lengri tíma er litið, bara mis-arðsamar. Ég man ekki hvað Dettifossvegur á að kosta, nema hann er mjög dýr, a.m.k. miðað við þá umferð sem um hann fer. Ég hef talið að þessi vegur sé ekki framarlega í forgangsröð vegabóta... ekki í góðærinu, hvað þá nú. Það er svo ótal margt í vegakerfi landsins sem beinlínis hrópar á umbætur.
Dettifossvegur er auðvitað ekki merkilegur, en umferð um hann er fyrst og fremst að sumarlagi, ca. 3 mánuði á ári.
Dettifossvegur lykilatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 13.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég hef einu sinni lent í bílveltu, fyrir rúmlega 20 árum síðan. Ég var þá farþegi í bíl vinar míns og við vorum á leið niður í miðbæ og keyrðum eftir Skúlagötunni. Við gatnamót Skúlagötu og Vitastígs var komin umferðareyja sem við höfðum ekki séð áður og á henni var akbrautarmerki sem vinur minn sá of seint, þrátt fyrir tiltölulega lítinn hraða, en dimmt var og rigning. Bíllin lenti á skiltinu sem bognaði undan og blakaði svo bílnum á hvolf. Við slösuðumst ekkert fyrir utan smá skeinur vegna glerbrota, en þessi upplifun var mjög sérstök. Ég var á undan að staulast út úr bílnum og það sem vaktu furðu mína var að þegar slysið gerðist, þá var mjög lítil umferð en nú var múgur og margmenni í kringum bílinn og sumir viðstaddra voru mjög taugaveiklaðir, á meðan við vinirnir vorum sallarólegir.
Ég var í staðlotu í ökukennaranáminu í síðustu viku og fyrsti dagurinn fór í að vera viðstaddur umferðarþing sem haldið var á Grand Hotel í Rvk. Mjög margt athyglisvert og fróðlegt kom fram á þinginu en það sem stendur þó upp úr (því miður) var arfaslakur og út úr kú pistill eins frummælandans á þinginu, en það var Ragnheiður Davíðsdóttir , forvarnarfulltrú VÍS. Pistill hennar var öfgáróður frá feministafélagi íslands og átti akkúrat ekkert erindi á þingið. Samnemendur mínir í ökukennaranáminu voru að ég held allir mjög hissa á ræðu Ragnheiðar, en þessi 26 nemenda hópur er af báðum kynjum og skiptist nokkuð jafnt.
Ég kíkti inn á bloggsíðu Ragnheiðar og ef ég hefði verið búinn að kynna mér færslur hennar þar, áður en ég hlustaði á ræðu hennar á umferðarþinginu, þá hefði ég ekkert orðið hissa. Framlag VÍS til þessa þings, er fyrirtækinu til háðungar.
Lögreglubíll valt við Geitháls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 5.12.2008 (breytt kl. 12:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar R-listinn lét kjósa í vitlausustu kosningum þjóðarinnar, um flugvöllinn í Vatnsmýrinni þá var það gert til þess að afla sér vinsælda. "Samræðupólitíkusarnir" reiknuðu með að kosningin sýndi svo ekki væri um villst hversu lýðræðisleg vinnubrögð R-listinn viðhefði. Svo þegar úrslitin lágu fyrir með afar dræmri kosningaþátttöku og naumum meirihluta, að íbúar Reykjavíkur vildu flugvöllinn burt, þá hömpuðu andstæðingar flugvallarins niðirstöðunni sem sigri og skýrum vilja borgarbúa. Ekkert var athugaður vilji annara landsmanna. Hvílík della!
Reykjavík er byggt á löngu og mjóu nesi með útkeyrslu í eina átt, þ.e. í austur. Ekki er fyrirsjáanlegt að það náist sátt um veg yfir Skerjafjörð suður til Álftaness vegna umhverfissjónarmiða og hrepparígs svo þétting byggðar í miðbænum kallar á mörg dýr samgönguvandamál. Margar borgir öfunda Reykvíkinga af staðsetningu flugvallarins. Fjárhagslegur ávinningur af honum var lítið atriði í "góðærinu" að mati margra en ég held að þegar fólk sér það svart á hvítu, sérstaklega nú þegar kreppir að, að þá breyti enn fleiri um skoðun varðandi flugvöllinn og að hann verði í Vatnsmýrinni um fjölmörg ókomin ár.
64% Reykvíkinga vilja flug í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 10.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana: