Að láta sér detta þetta í hug

c_users_notandi_desktop_pictures_oxiÖxi nýtur ekki vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og þeir sem þekkja svæðið vita hversu arfavitlaus sú hugmynd er að ætla sér að keyra þessa leið á þessum árstíma við þessar aðstæður.

Ég tel að ekki sé raunhæft að gera veginn um Öxi að heilsársvegi, jafnvel þó ráðist verði í umtalsverðar og rándýrar framkvæmdir og vegabætur. Þetta er og verður sumarvegur og reyndar bara mjög fínn sem slíkur.

Sjálfsagt er að bæta veginn sem mest m.t.t. umferðaröryggis, en ég hygg að sjarmi leiðarinnar um Öxi, sérstaklega í augum útlendinga, sé ekki síst fólginn í frumstæði hans. Við getum viðhaldið þessari leið sem nokkurskonar "gokart braut" fyrir jepplingafólk.... þeirri stærstu í veröldinni.

Axarvegur_10

Ef menn hafa á annað borð áhuga á að stytta hringveginn um Öxi, þá væri nær að gera jarðgöng.

HÉR má sjá umsögn bæjarstjóra Hornafjarðar, fyrir hönd sveitarfélagsins, til Vegagerðarinnar vegna heilsársvegar yfir Öxi.


mbl.is Ferðamenn festu sig á Öxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Heilsárs vegur um Ögsi er fíblagangur og sem þú segir Gunnar þá liggur nútíma fjallvegagerð í göngum.

það er svo ástæðulaust að láta þessa gömlu skemmtilegu vegi eyðileggjast.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2010 kl. 17:06

2 identicon

Af einhverjum ástæðum hafa Reyðfirðingar (kanski ekki allir en Þeir hafa verið áberandi) verið á móti vegi yfir Öxi, ástæðan er sennilega minni umferð um Reyðarfjörð. En að Öxi sé ekki raunhæfur kostur fyrir veg hvort sem það er sumar eða vetrarvegur er fráleitur. Ég veit ekki hvort að þið vitið áð að Öxi liggur neðar en þjóðvegur 1 og talsvert minni snjór.

Hvers vegna ekki að stytta leiðina frá Djúpavogi til Egilstaða, fjarðarleiðin er að verað nokkuð góð og þegar að göngin frá Eskifirði yfir í Norðfjörð verða komin er stórum áfanga náð. En að Reyðfirðingar skulu vera svona mikið á móti Öxi er mér ómögulegt að skilja.

Gengur ekki allt út á umhverfismál í dag ? Styttri vegur minni mengun, lægri fluttningskostnaður.

Hvaðan er myndin fengin sem fylgir þessu bloggi ?

Með kv,

Ingþór

Ingthor (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umferðin liggur nú ekki einu sinni "um Reyðarfjörð", með tilkomu Fáskrúðsfjarðargangna.

-

Ég er ekki með hrepparígsálit á þessu, heldur fremur mitt eigið mat, eftir nokkurra ára reynslu af vegaviðhaldi og vetrarþjónustu helstu fjallvega á Austurlandi, hjá Vegagerð ríkisins. Þetta er ennfremur mat nokkurra fagaðila í vegagerð, þ.e. að miklu yrði kostað án öryggi að vetrarlagi.

-

Myndin af vörubílnum er tekin að vorlagi (maí) á Öxi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband