Umferðarþing

thumb_C09_11_AkbrautarmerkiÉg hef einu sinni lent í bílveltu, fyrir rúmlega 20 árum síðan. Ég var þá farþegi í bíl vinar míns og við vorum á leið niður í miðbæ og keyrðum eftir Skúlagötunni. Við gatnamót Skúlagötu og Vitastígs var komin umferðareyja sem við höfðum ekki séð áður og á henni var akbrautarmerki sem vinur minn sá of seint, þrátt fyrir tiltölulega lítinn hraða, en dimmt var og rigning. Bíllin lenti á skiltinu sem bognaði undan og blakaði svo bílnum á hvolf. Við slösuðumst ekkert fyrir utan smá skeinur vegna glerbrota, en þessi upplifun var mjög sérstök. Ég var á undan að staulast út úr bílnum og það sem vaktu furðu mína var að þegar slysið gerðist, þá var mjög lítil umferð en nú var múgur og margmenni í kringum bílinn og sumir viðstaddra voru mjög taugaveiklaðir, á meðan við vinirnir vorum sallarólegir.

Ég var í staðlotu í ökukennaranáminu í síðustu viku og fyrsti dagurinn fór í að vera viðstaddur umferðarþing sem haldið var á Grand Hotel í Rvk. Mjög margt athyglisvert og fróðlegt kom fram á þinginu en það sem stendur þó upp úr (því miður) var arfaslakur og út úr kú pistill eins frummælandans á þinginu, en það var      Ragnheiður Davíðsdóttir , forvarnarfulltrú VÍS. Pistill hennar var öfgáróður frá feministafélagi íslands og átti akkúrat ekkert erindi á þingið. Samnemendur mínir í ökukennaranáminu voru að ég held allir mjög hissa á ræðu Ragnheiðar, en þessi 26 nemenda hópur er af báðum kynjum og skiptist nokkuð jafnt.

rdogtomas_158997Ég kíkti inn á bloggsíðu Ragnheiðar og ef ég hefði verið búinn að kynna mér færslur hennar þar, áður en ég hlustaði á ræðu hennar á umferðarþinginu, þá hefði ég ekkert orðið hissa. Framlag VÍS til þessa þings, er fyrirtækinu til háðungar.


mbl.is Lögreglubíll valt við Geitháls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skoðaði bloggsíðu Ragnheiðar og sá ekkert sem stingur augað, hvað er það sem þú finnur að hjá henni?

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Öfgafullur umhverfisverndarsinni, segir allt sem segja þarf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband