Færsluflokkur: Samgöngur
Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir Vegagerð Ríkisins varðandi upplýsingagjöf um færð á fjallvegum. Ég þekki þessi mál ágætlega þar eð ég vann við snjómokstur hjá vegagerðinni á mjög erfiðum fjallvegum á Austurlandi á árunum 2001 til 2005.
Þegar Vegagerðin segir að tiltekinn vegur sé ófær, þarf það ekki að þýða að vegurinn sé al- ófær. Margir eiga mjög vel útbúna fjallajeppa sem komast nánast hvað sem er og eigendur þessara bíla hafa sumir hverjir mikla reynslu. En yfir 95% bíla almennings eru ekki vel útbúnir fjallajeppar.
Sumir þessara reynslubolta á ofurjeppunum, segja hverjum sem heyra vill "það var ekkert að færðinni" þegar þeir hafa öslað yfir ófærurnar. Þetta eru monthanarnir á stóru dekkjunum (þið vitið )
Oft var mesti vandinn við að opna vegi eftir ófærð, "venjulegir" bílar (og slyddujeppar), fastir og stundum yfirgefnir á veginum. Þessir vegfarendur óðu af stað í tvísýnu og jafnvel eftir að tilkynnt hafði verið um ófærð.
E.t.v. mætti nota skilgreininguna "mjög þungfært", sem þýðir þá einfaldlega að ÖLLUM sé ráðlagt að fara ekki viðkomandi veg. Þá kannski hættir þetta væl í fólki sem gagnrýnir ófærðartilkynningarnar.
En það verða alltaf til vitleysingar sem halda að þeir komist allt og stofna sjálfum sér og stundum björgunarmönnum sínum í lífshættu fyrir vikið.
Vestfirðingar gíslar Vegagerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 2.11.2011 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bændur sem búa á þessu svæði eru ekki andvígir vegi um Teigskóg, en eigendur tveggja eyðibýla eru það!
Hvernig ætli standi á því? Hvar búa þessir eigendur í dag? Hverjir eru þeir?
Það er oft þannig að ef pínulítill minnihluti er andvígur framkvæmdum sem raska umhverfinu, þá er það blásið út og þar með er framkvæmdir orðnar "mjög umdeildar".
Það má vel vera að eigendur eyðibýlanna sjá meiri hagnað í því að búta Teigskóg í marga sumarbústaðareiti, heldur en að selja jarðirnar undir samgöngubætur fyrir almenning, en það er ömurlegt að þeir fái að gera það í nafni umhverfisverndar.
Láglendisvegur er eina lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 13.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má segja að ég hafi fengið hjólreiðabakteríu í Hollandi í sumar og það fyrsta sem ég keypti mér þegar heim kom, var nýtt reiðhjól.
Mér finnst gaman að hjóla, sem er gott fyrir mig, því ég er latur í ræktinni. Hjólreiðar er umhverfisvænn fararmáti og ef hægt er að fá fólk, t.d. í Reykjavík, til þess að hjóla í vinnu, skóla o.fl., þá myndu mörg vandamálin í umferðarmálum verða úr sögunni.
Mörgum hrís e.t.v. hugur við að hjóla úr Breiðholti eða Árbæ og niður í bæ, og sennilega sérstaklega að hjóla til baka.... uppeftir. Veðrið getur verið gott að morgni en arfavitlaust síðdegis, eða öfugt. Þetta mætti leysa með strætisvögnum með "reiðhjólakerru" aftan í sér.
Borgaryfirvöld ættu auðvitað að setja reiðhjólastíga í forgang, það er nefnilega "nútímalegt" og þeir sem nota strætisvagna með "reiðhjólakerru" ættu alls ekki að þurfa að borga aukalega fyrir það.
"FRÍTT FYRIR HJÓLIN"!
Ég bloggaði í sumar um hjólreiðar í Groningen í Hollandi, sjá HÉR
Hjólreiðamönnum gefst kostur á að skoða umhverfi sitt nánar en öðrum ökumönnum
Hjólandi brúðhjón í Amsterdam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 27.9.2011 (breytt kl. 16:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það má ekki leggja veg í gegnum svæði sem vaxið er kræklóttu kjarri.
Yfirgnævandi meirihluti fólksins sem málið varðar, finnst í lagi að vegur sé lagður í gegnum kjarrið, en "umhverfisvitringarnir" segjast vita betur. Svæðið er víst ómetanlegt og einstakt, að þeirra mati.
Gengu af fundi með Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 20.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ad setja kant til ad adskilja hjolreidastig fra akrein
Nu vaeri gaman ad vita hvadan logreglan faer thessa haettulegu hugmynd.... og er thad yfir hofud i verkahring logreglunnar ad hanna umferdarmannvirki? Nei, eg helt ekki.
Svona kantur yrdi ekkert annad en slysagildra. I mestu hjolaborg Evropu, Groningen i Hollandi, gera menn ekki svona.
Hjol eru bokstaflega allsstadar i Groningen enda er thetta einstaklega thaegilegur ferdamati a flatlendinu.
Bann án viðurlaga á Suðurgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 20.7.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
"Við eigum að fara hér að öllu með gát og fullri yfirvegun, en ekki ráðast í einhverjar miklar handahófskenndar fjárfestingar byggðar nánast á duttlungum og með því að reka puttann upp í loftið, sagði Ögmundur Jónasson.
Bíddu nú við!
Er ekki Landeyjahöfn einmitt skammarlegur minnisvarði um handahófskennda fjárfestingu, byggða á duttlungum með því að reka puttann upp í loftið?
Ég er kannski að misskilja þetta eitthvað. Átti þetta að vera ónothæf fjárfesting? Var það planið allan tímann? Ef svo hefur verið, þá er þetta náttúrulega brilljant fjárfesting og hefur tekist fullkomlega.
Semjum ekki við náttúruöflin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 5.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mun meiri umferð er um Fáskrúðsfjarðargöng en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Ég mun aldrei gleyma pistli sem Illugi Jökulsson, sem skipaður var launaður ráðsmaður í stjórnlagabreytingum á dögunum, skrifaði í eitthvert dagblaðið þegar átti að fara að byrja á þeirri framkvæmd.
Hann fann út íbúatölu Fáskrúðsfjarðar og út frá því bílafjöldan í plássinu og deildi þeirri tölu í kostnaðinn við göngin.
Meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en reiknað var með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 5.4.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stundum erum við að fjargviðrast út af veðrinu... að við komumst ekki á milli staða. Gráglettni náttúruaflanna er ekkert til að fjargviðrast út af í slíkum tilvikum.
Snjókoma á Akureyri ... og lítil stúlka hefði getað látið lífið, ef ekki hefði verið fyrir árvökul augu nágranna.
Við fjölskyldan hér á Reyðarfirði, lögðum af stað í leikhúsferð til Akureyrar eftir hádegi í dag, en snerum við eftir 50 kílómetra ferðalag. Enginn vetrarþjónusta á laugardögum á þjóðvegi 1 milli Egilsstaða og Akureyrar.
Við stoppuðum jeppabifreið sem var að koma upp úr Jökuldalnum og hann var að koma frá Akureyri. Maðurinn hvatti mig ekki beinlínis til að halda áfram og ég þurfti ekki meira.
Snjóhengja féll á barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 13.11.2010 (breytt kl. 23:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðar samgöngur eru kannski ekki allra meina bót... en þær fara ansi langt með það.
Fáskrúðsfjarðargöngin hér á Mið-Austurlandi var frábær framkvæmd og ég veit að hún er það ekki síður fyrir norðan. Það er nánast alltaf arðsem af jarðgöngum því vegi þarf alltaf að stagbæta og hver kílómeter í styttingu leiða er dýrmætur.
Umferðaröryggi er einnig dýrmætt og tryggingafélögin geta meira að segja sett líf og heilsu fólks undir mæliker. Mig minnir að eitt stykki líf manneskju, sé á ca. 50-70 miljónir. Fer sennilega eftir aldri, menntun og fyrri störfum
Ég óska íbúum á Tröllaskaga og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með þessi stórkostlegu samgöngumannvirki.
Eins og á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 4.10.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég nota hraðastillirinn mjög mikið en ég nota hann aldrei í mikilli bleytu, hálku og á malarvegum, en þeir hjá Umferðarstofu gleymdu að minnast á þá.
Ég sem atvinnubílstjóri til margra ára og ökukennari þekki þessa hluti ágætlega og tek heilshugar undir aðvörunarorð Umferðarstofu.
Hættulegt að nota hraðastilli á blautum vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 24.9.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946004
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ný stjórn, skoðum hana:
- Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Skeifan
- Stjórnarsáttmáli í augsýn
- Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- Hérna kemur útskýringin á drónafluginu í USA frá geimgestunum sjálfum: Sumir þessarra dróna gætu átt uppruna sinn frá fólki í öðrum stjörnukerfum og þeir sendir úr móðurskipum í nágrenninu:
- Nýjum heilbrigðisráðherra óskað velfarnaðar í starfi
- Ranghugmynd dagsins - 20241221