Færsluflokkur: Samgöngur
Allar leiðir liggja til Egilsstaða hér eystra. Egilsstaðir er sá kaupstaður sem lengst er frá sjó á Íslandi og þar er alþjóðaflugvöllur sem Austfirðingar allir nota. Hringvegurinn liggur um Breiðdalsheiði sem er farartálmi á vetrum, enda með brattari fjallvegum landsins, sérstaklega Breiðdalsmegin. Bent hefur verið á að viturlegra væri að hafa hringveginn um firði eftir að Fáskrúðsfjarðargöngin komust í gagnið. Hringvegurinn lengist reyndar um 11 kílómetra við þá tilhögun, en á móti kemur að þá liggur hann á láglendi að mestu nema yfir Fagradal, sem sjaldan er farartálmi á vetrum ólíkt Breiðdalsheiði.
Ef hringvegurinn lægi um firði þá væri sneitt hjá lengsta og erfiðasta kafla hringvegarins með óbundnu slitlagi. Sumir hafa bent á að gera heilsársveg yfir Öxi, en það er afar óraunhæf hugmynd. Það þekki ég mætavel, eftir að hafa vetrarþjónustað þá leið í nokkur skipti þegar ég var snjóruðningsmaður hjá Vegagerðinni. Að gera heilsársveg yfir Öxi væri óhemju dýr aðgerð, auk þess sem bæði dýrt og nánast ómögulegt yrði að þjónusta þann veg á vetrum.
Hafliði Hinriksson, björgunarsveitarmaður á Reyðarfirði tók þessa mynd á Öxi í fyrra.
Hrinvegurinn myndi styttast um 60 km. ef farið yrði yfir Öxi. En afhverju ekki að fara UNDIR Öxi, ef menn vilja fara þessa leið á annað borð? Þau göng yrðu að vísu mjög löng og dýr, en að fara yfir fjallveginn með rándýrum vegabótum sem yrði samt til vandræða á vetrum er kjánalegt. Og sömu sögu má segja um Breiðdalsheiði.
Sagt er að pólitískur hégómi ráði því að hringvegurinn skuli ekki færður um firði. Að Héraðsmenn megi ekki heyra á það minnst. Ég segi hégómi, vegna þess að Héraðsmenn hafa engra veraldlegra hagsmuna að gæta með þessu fjallvegabrölti. En þeir ímynda sér að Reyðarfjörður gæti grætt eitthvað á slíku fyrirkomulagi og það virðist vera eitur í beinum sumra í "efra". Þið megið leita á mér, en ég hef ekki skýringuna. En við í "neðra" erum sælir með Fáskrúðsfjarðargöng, þau breyttu gífurlega í samgöngum hér á Mið-Austfjörðum.
Fleiri dæmi eru um pólitískan hégóma þegar samgöngumál eru annarsvegar. Nefni sem dæmi 15 km. krókinn sem landsmenn þurfa að taka á sig á leið sinni norður í land, um Blönduóss. Þar eru hagsmunir vegasjoppu teknir fram fyrir almannahagsmuni.
![]() |
Vegagerðin býður út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 30.10.2008 (breytt kl. 10:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)

![]() |
5000 lítrar af svartolíu runnu úr tanki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 13.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að draga úr mengun er af hinu góða en þessar hrakspár um hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum á eftir að bíta almenning á vesturlöndum heldur betur í rassgatið.
Ef sporna á við flugi á leiðum sem taka 1-2 klt. þá erum við að tala um vegalengdir upp á 500 - 2.000 km. og sú flugtraffík mun færast yfir á þjóðvegi, nema þar sem lestarsamgöngur eru góðar og það er ekki alls staðar. Það mun sennilega hafa fleiri slys í för með sér í umferðinni, fyrir utan tímaeyðsluna og óþægindin.
Á Íslandi vilja menn sporna við umferð á þjóðvegum með því að niðurgreiða sjóflutninga og færa þjónustigið á landsbyggðinni 20-30 ár aftur í tímann með því. Það þýðir útgjöld fyrir ríkissjóð í staðinn fyrir innkomu.
![]() |
Losunarheimildir vegna flugs: Sérstaða Íslands liggur í legu landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 3.9.2008 (breytt kl. 18:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Djöfull væri ég orðinn þreyttur á þessum seinagangi með þessa brýnu samgöngubót, ef ég byggi enn í Reykjavík. En þarna á auðvitað að koma brú en ekki göng. Brýr eru listaverk en göng eru bara göt.
![]() |
Opinn fundur um Sundabraut í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 7.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er auðvitað deginum ljósara að þeir sem eru á móti fyrirhuguðu vegstæði Vegagerðarinnar, þeir eru mun áhugasamari um málið en hinir. Þegar Landvernd er annarsvegar, þá er trúverðugleikinn strax orðinn vafasamur.

![]() |
Ekkert bendir til stórfellds svindls í netkosningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 7.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er margt athyglisvert við þessa brú sem Mbl.is er ekki að láta fylgja með í fréttinni. Samkvæmt The Hindu , Online edition of India´s National Newspaper, var brúin einungis opnuð til prufu. Þung farartæki, vörubílar og farartæki sem flytja hættuleg efni eru ekki leyfð af öryggisástæðum. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi prufuopnunin muni standa yfir en talsmaður yfirvalda segir það fara eftir ástandi brúarinnar, hvernig hún reynist og þeim tíma sem hugsanlega þarf til endurbóta.
Bygging brúarinnar kostaði um 127 miljarða ísl. kr. og í fyrsta sinn í Kína koma einkaaðilar að framkvæmd sem þessari, en þeir fjármagna um 30% af kostnaðinum. Við brúnna var einnig byggð vatnshreinsistöð en á svæðinu í kringum brúnna búa 72,4 miljónir manna og full þörf á mengunarvörnum við flóann.
Reiknað er með að brúin dragi að sér mikinn fjölda ferðamanna.
Útsýnispallur með veitingastað er við brúna
Þetta er stórglæsilegt mannvirki en merkilegt að endingin sé ekki nema 100 ár. Sennilega kemur þreyta í burðarvirkið sem er náttúrulega gríðarlegt og erfitt við það að eiga.
Sundabrú takk! Ekki göng
![]() |
Ein lengsta brú í heimi opnuð í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 3.5.2008 (breytt kl. 12:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn lætur vorkoman bíða eftir sér.
Já,já, ég veit að ég bý á Íslandi og að það sé nú von á hverju sem er langt fram í maí, en ég vil samt að móttökurnar sem landið okkar veitir farfuglunum, séu svolítið hlýlegri. Snjólaust væri ágætt. Læt hér fylgja með kanadíska vormynd í sárabætur.
![]() |
Stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 11.4.2008 (breytt kl. 10:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vorið ætlar að láta bíða eftir sér og ástandið víða er eins og í verstu vetrarveðrum. Guði sé lof og ríkisstjórninni, að byrjað verður á Oddsskarðsgöngum á næsta ári.
Ég fékk miða á morgunverðarfund Al Gore í Háskólabíói á þriðjudagsmorgunn. Það væri nú kaldhæðnislegt ef hann kæmist ekki til landsins vegna vetrarveðurs.... í apríl!!
![]() |
Öngþveiti á Oddskarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 3.4.2008 (breytt kl. 17:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef almenningur á höfuðborgarsvæðinu á að fást til að taka upp "léttlestaferðamátan" (léttó? líkt og metro), sem enginn hefur skilgreint nákæmlega hvað er, þá er ég smeykur um að sporvagnar eins og við þekkjum þá víða erlendis muni ekki gera sig.
Ef hins vegar boðið verður upp á nútímalegar, þægilegar, hljóðlátar og hraðskreiðar "jarðþotur" þá er möguleiki að höfuðborgarbúar tækju við sér. Slíkt samgöngukerfi yrði örugglega rándýrt í upphafi, en hver veit, kannski væri það arðbært til lengri tíma litið.
![]() |
Samgönguráðuneytið tekur vel í að skoða léttlestakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 31.3.2008 (breytt kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst það alltaf jafn merkilegt þegar einhverjir "fræðingar" koma með speki sína þvert ofan í jafnvel áralangar rannsóknir, og slá alla þá vinnu út af borðinu með nýjum "stórasannleik". Ísleifur Jónsson er örugglega ágætis verkfræðingur en ég hef samt tilhneigingu til þess að treysta þeim jarð og verkfræðingum sem hafa verið á kaupi í dágóðan tíma við að skoða þessa hluti.
Mér er minnistætt þegar bollaleggingar voru um Hvalfjarðargöng á sínum tíma, þá spratt hver besservisserinn af öðrum fram á sjónarsviðið og hökkuðu í sig þá glapræðishugmynd að fara að bora jarðgöng undir fjörðinn. Sérstaklega var einn verkfræðingur sem hafði sig mikið í frammi og skrifaði hverja greinina á eftir annarri í blöðin. Sá hafði miklu viskulegri hugmyndir að eigin áliti um hvernig leysa átti þverun fjarðarins, en það var flest annað en jarðgöng, en flotbrú eða hábrú voru hans hugmyndir. Því miður man ég nú ekki lengur hvað þessi maður heitir en í greinum hans mátti ætla að hann vissi allt betur en þeir sem höfðu raunverulega verið að rannsaka málið. Gallinn við göngin voru m.a. að hans áliti að þau myndu örugglega leka alveg svakalega. Þau voru á jarðskjálftasvæði og þess vegna stórhættuleg. Stór hluti fólks myndi aldrei þora ofan í göngin og þau voru alltof dýr og þ.a.l. óarðbær. Hvar er þessi maður núna?
Persónulega vildi ég frekar sjá fallega brú þarna yfir sundin því mér skilst að hún séu helmingi ódýrari en göng og afkasti auk þess meiri umferð. Fjármunina sem sparast við brú væri hægt að verja í að fækka einbreiðum brúm á vegum landsins. Þeim fjármunum væri vel varið. En rökin með göngum eru víst minna umhverfisrask. Eru menn ekki eitthvað að missa sig með slíkar hugmyndir. Þetta er jú þéttbýli er það ekki? Eða eru þarna kannski ómetanlegar náttúruperlur í húfi? Þær finnast víst orðið út um allar koppagrundir.
![]() |
Varar við Sundagöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 30.3.2008 (breytt kl. 02:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 946828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- UM ÁSTAND LEIGUBIFREIÐA.......
- Vegið að námsárangri
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Vinstri menn skilja ekki hvaðan fjármunirnir koma
- Fréttamaður á Ruv spyr ekki hvaða mannréttindi eru skert
- Navalni, Eldur Smári og fréttamat Mbl., Vísis og RÚV
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Bæn dagsins...
- Hannaðar kannanir um veiðigjöld
- Heimatilbúinn vandi