Færsluflokkur: Menntun og skóli
Hjá embætti lögreglustjórans á Eskifirði starfa tvær ungar konur sem lögreglumenn, önnur er nýtekin til starfa og er pólsk að uppruna og mun vera sú eina á landinu. Mikill fengur er í pólskumælandi lögregluþjóni, því hér á Austurlandi eins og annarsstaðar á landinu er töluvert um Pólverja. Hin er íslensk og "Berfirsk" (frá Berufirði ) að uppruna, en hún hefur verið nokkur ár í lögreglunni, m.a. í Reykjavík. Hún heitir Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir og hefur ásamt hefðbundnum lögreglustörfum, umsjón með forvarnarstarfi lögreglunnar í grunnskólum í Fjarðabyggð.
Ég hef tekið að mér, í langvinnum forföllum eins kennarans við Grunnskólann á Reyðarfirði, "starfsfræðslu", sem er námsval, fyrir nemendur í 9. - 10. bekk. Í tengslum við það fékk ég Snjólaugu til þess að koma og halda fyrirlestur fyrir krakkana til þess að kynna þeim lögreglustarfið. Óhætt er að segja að Snjólaug hafi slegið í gegn í fyrirlestrinu því krakkarnir voru afar áhugasamir um starfið og spurðu margra spurninga. Snjólaug kom vel undirbúin með "power-point show" og fór vítt og breytt yfir starf lögreglunnar og krakkarnir voru sammála um að það er ótrúlega fjölbreytt.
Hér er Snjólaug í kennslustofu 10. bekkjar í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Ekki refsað fyrir að geyma fíkniefni í fangaklefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 24.4.2009 (breytt 25.4.2009 kl. 13:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt alvarlegt umferðarslys kostar þjóðfélagið tugi miljóna króna, jafnvel á annað hundrað miljóna í verstu tilfellunum og þá er eftir mannlegi harmleikurinn sem ekki verður metinn til fjár. Það þarf því ekki að forða ýkja mörgu frá þeim hörmungum sem þessi slys valda til þess að vega upp þær 367 miljónir sem fara í þessi verkefni.
Svokölluð núll-stefna hefur verið tekin upp, en það er áætlun sem miðar að því að útrýma banaslysum í umferðinni. Markmiðið er auðvitað göfugt þó það sé óraunhæft. En hugsunin á bak við það er að með rannsóknum og mati á orsökum umferðarslysa, sé reynt að útiloka ákveðna áhættuþætti sem geta verið slysavaldar. Þar er t.d. ölvunarakstur stór áhættuþáttur og mannlegt vald (lögreglan) getur vissulega minnkað þá hegðun í umferðinni. Einnig er hraðakstur nokkuð sem hægt er að sporna gegn með auknu eftirliti.
Hraðakstur er ávani sem auðvelt er að venja sig af, en sumir þurfa harkalegar áminningar til þess að láta af þeim ósið.
367 milljónir í umferðaröryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 11.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Grunnskóla Reyðarfjarðar er unnið eftir svokallaðri "Olweusaráætlun", en það er prógram sem hannað er til þess að sporna við einelti. Haldnir eru reglulegir fundir með öllum starfsmönnum skólans og reynt að gera alla virka í prógramminu, þ.e. kennara og annað starfslið skólans, nemendur og foreldra þeirra. Gæsla í frímínútum hefur verið stórefld í skólanum og reynt að fylgjast með öllu sem fram fer. Betra er að skipta sér of mikið af nemendum,heldur en of lítið, ef grunur vaknar um að einelti sé í gangi. Auk þess eru reglulega umræður í bekkjum um þessi mál.
Upp um alla veggi í skólanum eru áróðursborðar: "Við líðum ekki einelti"
Einelti látið viðgangast á Selfossi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 24.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Einhverntíma var talað um "Reyklaust Ísland" og "Fíkniefnalaust Ísland" og nú á að fara að tala um "Banaslysalaust Ísland" .
Er ekki eitthvað kolrangt við þessi slagorð? Slagorð eiga að vera trúverðug, því ef þau eru það ekki þá verður baráttuefnið ótrúverðugt. Ég tel að vissulega megi ná miklum árangri í ofangreindum baráttumálum, en allt tal um að við útrýmum hinu og þessu úr samfélaginu, er í besta falli óraunhæft, en í versta falli skaðlegt hinu mannlega samfélagi. Auk þess hafi markmið af þessu tagi haft tilhneigingu til að fara úr böndunum á ýmsa lund, ekki síst í kostnaðarlegu tilliti.
Bara bílbeltin ein, ef allir notuðu þau, alltaf, gerði það að verkum að banaslysum í umferðinni mynda fækka um 30%. Ef tekist hefði að stöðva drukknu ökumennina áður en þeir hófu sína hinstu för, þá hefði einnig mátt fækka banaslysum umtalsvert. Ef allir myndu virða umferðarlögin, þá yrðu engin banaslys, eða næstum aldrei. Fólk getur jú orðið bráðkvatt undir stýri og drepið aðra í leiðinni. En hversu raunhæft er að allir virði umferðarlögin? Við erum að tala um alla ökumenn á aldrinum 17-100+ ára, auk gangandi og hjólandi vegfarenda, sem geta verið á aldrinum niður í leikskólaaldur. Við erum að tala um að engin geri mistök, aldrei.
Ungir karl-ökumenn á aldrinum 17-19 ára, er mesti áhættuhópurinn hvað banaslys og alvarleg slys í umferðinni varðar. Hjá þeim er hraðakstur ofarlega á blaði ásamt ölvunarakstri. En aldraðir ökumenn eru einnig áhættuhópur. Athygli fólks og viðbragðsflýtir skerðist oft með aldrinum og fólki hættir til að gera mistök. Einnig geta sjúkdómar komið við sögu ökumanna, lyfjaneysla þeirra o.fl.
Það þarf að skerpa á öllum þáttum er varðar umferðaröryggi.
- Vegakerfið
- Umferðaráróður (auglýsingar)
- Umferðarfræðsla, almenn
- Endurmenntun/símenntun
- Fræðsla í grunnskólum
- Fræðsla meðal eldri borgara
- Lögregla
Það er heilmikið sem getur áunnist með markvissum vinnubrögðum, en þá þurfa markmiðin líka að vera skýr.
Banaslysum í umferðinni verði útrýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 20.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefst enn ein staðlotan í ökukennaranáminu á miðvikudaginn. Þetta eru ansi margar ferðir sem ég þarf að fara til Reykjavíkur, 10-12 ferðir á einu og hálfu ári.
Ég mæli með að foreldrar, börn og ekki síst grunnskólakennarar skoði http://umferd.is/ . Góður og gagnlegur vefur í umferðarfræðslu.
Menntun og skóli | 10.2.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhver kann að segja að þetta gamla spakmæli sé vitlaust, að bókvitið sé einmitt undirstaða tækifæri okkar og grundvöllur velmegunnar. Og það er alveg rétt, en bókvitið eitt og sér er lítils virði ef það er ekki virkjað til góðra verka.
Fá endurkröfubréf frá LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 20.1.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á vef Rannsóknarnefndar umferðarslysa, rnu.is, eru skýrslur um umferðarslys, m.a. banaslys í umferðinni undanfarin ár og þau má sjá HÉR . Ljósmyndir fylgja sumum þessara skýrslna af slysavettvangi og af ökutækjunum. Ég held að allir, sérstaklega ungir ökumenn, hefðu gott af því að skoða þessar skýrslur því þær hljóta að vekja fólk til umhugsunar um umferðaröryggismál.
Ég er verkefnisstjóri fyrir umferðarfræðslu í grunnskólum á Austurlandi og mitt hlutverk er að glæða lífi í umferðarfræðslu í skólunum með því t.d. að kynna fyrir kennurum aðgengilegt kennsluefni og verkefni fyrir skólakrakka á netinu. Í aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að umferðarfræðsla skuli kennd í grunnskólum, en sá rammi sem ætlaður er til kennslunnar er knappur, því einungis er getið um að fræðslan skuli rúmast innan "lífsleikni" í námskránni. Möguleikarnir eru þó heilmiklir að útvíkka þennan ramma með því að samþætta umferðarfræðsluna við aðrar námsgreinar. Mjög góð síða í umferðarfræðslu er: http://umferd.is/
Hræðsluáróður hefur gjarnan á sér neikvæðan blæ en hann getur samt verið réttlætanlegur, sérstaklega þegar um líf eða dauða er að tefla. Slysin verða ekki aftur tekin og að benda ökumönnum á og lýsa alvarlegum umferðarslysum, þ.e. orsökum, afleiðingum og að benda á leiðir til úrbóta eins og gert er í þessum skýrslum, hlýtur að vekja fólk til umhugsunar og þá er hálfur sigur unninn.
Ég birti hér eina skýrsluna frá árinu 2005:
Banaslys 5.5.2005
Breiðholtsbraut við Víðidal
Útafakstur
Látin 19 ára kona
Tími dags: Morgunn
Lýsing á slysi
Ökumaður var á leið norð-austur Breiðholtsbraut en missti stjórn á bifreið í vinstri beygju. Skriðför eftir bifreiðina voru 16 metrar í malarkanti þar til bifreiðin fór upp vegrið við götuna og valt yfir það. Á þessum stað liggur reiðgata í undirgöngum frá hesthúsahverfi. Bifreiðin valt niður brekku en 5 metra hæðarmismunur er á Breiðholtsbraut og plani reiðstígsins við undirgöngin þar sem bifreiðin hafnaði. Ökumaður kastaðist út úr bifreiðinni við veltuna. Þar sem slysið varð er Breiðholtsbraut tveggja akreina gata með bundnu slitlagi og hámarkshraði 70 km/klst. Aðstæður til aksturs voru góðar þegar slysið varð, logn, sól, gott skyggni og auður vegur.
Ökutækið var fólksbifreið af gerðinni Nissan Primera. Bíltæknirannsókn á ökutækinu sem framkvæmd var af Fræðslumiðstöð bílgreina leiddi í ljós að orsök var ekki að rekja til ástands ökutækisins fyrir slysið. Engin merki voru um að sprungið hefði á hjólbarða eða bilun orðið í stýrisbúnaði. Bílbelti voru í ökutækinu en ökumaður notaði ekki bílbelti.
Orsakagreining
Ökumaður var undir áhrifum áfengis og lyfja umrætt sinn og telur Rannsóknarnefndin það meginorsök þess að ökumaður missti stjórn á ökutækinu. Ökumaður hafði ekki réttindi til að aka bifreið.
Ökumaður notaði ekki bílbelti og kastaðist þess vegna út úr bifreiðinni.
Leiðari sem á að varna því að bílar fari útaf við reiðstíginn var of stuttur að mati Rannsóknarnefndarinnar auk þess sem nefndin gerir athugasemd við endafrágang eiðarans. Meginorsakir slyssins verða þó ekki raktar til vegar eða umhverfis hans.
Tillögur í öryggisátt.
1. Rannsóknarnefndin ítrekar mikilvægi þess að ökumenn og farþegar noti bílbelti. Telur Rannsóknarnefndin líklegt að ökumaður hefði lifað slysið af hefði hann notað bílbelti. Eru mjög mörg dæmi um slíkt á liðnum árum.
2. Lengd vegriðs og frágangur enda þess er ekki fullnægjandi. Vegriðið er of stutt og varnaði því ekki að ökutækið færi útaf. Þá er endi vegriðsins beygður niður í jörð í akstursstefnu ökutækja og er hættan sú að ökutæki fari upp vegriðið og hvolfi yfir það. Í umfjöllun um annað banaslys sem varð 20.11.2005 er nánar sagt frá tillögu nefndarinnar í öryggisátt vegna þessa og bréfi til Vegagerðarinnar um það efni.
Ég hvet fólk til þess að skoða þessar skýrslur.
Fjórir af 11 ekki í bílbeltum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 30.12.2008 (breytt kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alveg er þetta dæmigerður forsjárhyggjuhugsunarháttur Skólastjórnendur eiga ekki að vera bundnir af lögum um drykkjueftirlit á kennurum sínum. Þetta á einfaldlega að vera á valdi viðkomandi skólastofnunar að meta það hvort kennararnir hagi sér með sómasamlegum hætti. Ef stjórnendunum er ekki treystandi fyrir því, þá er eitthvað meira að í kerfinu en drykkja kennara.
Kennarar séu fordæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 20.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Menntun er máttur.... og ég er að reyna að öðlast mátt. Fjórðu staðlotu ökukennaranámsins lauk í gær, laugardaginn 29. nóvember. Næsta lota er í febrúar og þá tekur námið á sér annan blæ, nefnilega meira svona praktískan. Við ökukennaranemarnir, þurfum að skila 70 tímum á námstímanum í praktísku okukennaranámi, þ.e. að vera viðstaddur tíma hjá ökukennara í kennslu og að vera í ökuskóla sem áhorfandi og nemi. Í lok námstímans þurfum við að taka próf með alvöru nemanda við stýri á kennslubifreið og kenna einhverja tíma í ökuskóla, undir vökulu auga prófdómara og fyrir framan hóp af fróðleiksþyrstum nýnemum í ökufræðum.
Menntavitinn afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 1.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er um fíkn eða vellíðunaráhrif að ræða af gas-sniffi en þó er ekki ólíklegt að krakkar sem eru í áhættuhópi hvað ávana og fíkniefni varðar, séu ginkeyptari en aðrir að prófa þetta stórhættulega athæfi. Dæmi eru um skelfilegar afleiðingar af sniffi en svo virðist sem krakkarnir hafi litla hugmynd um þær. Það er einföld skýring á því. Það koma nefnilega nýir árgangar fram á hverju ári, ef einhver skyldi ekki átta sig á því. Þess vegna eiga forvarnarverkefni ekki að koma í sérstökum "átökum", heldur á að vera um stöðuga upplýsingagjöf og fræðslu að ræða. Það á við um ALLAR forvarnir, einnig umferðarfræðslu í skólum, fræðslu um hollar matarvenjur og lífsstíl o.s.f.v.
Massífur áróður í stuttan tíma á þessu ári, skilar engu til krakka sem eru of ung til að skilja hann í dag. Þess vegan þurfa forvarnir hverskonar að vera partur af daglegu lífi barna og unglinga í grunnskólum á hverju ári, alla mánuði og þær forvarnir þurfa einnig að skila sér til foreldra, því þau bera fyrst og fremst ábyrgð á börnum sínum. Ég er ekki að tala um að verið sé að fjalla um þessa hluti lon og don, slíkt gæti misst marks, heldur þarf að skipuleggja slíka fræðslu af þar til bæru fólki sem metur hvernig og í hve miklum magni áróður skilar sér best.
Mjög áhættusamt að sniffa gas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 30.10.2008 (breytt kl. 11:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana: