Olweus

olweus%20logo

Í Grunnskóla Reyðarfjarðar er unnið eftir svokallaðri "Olweusaráætlun", en það er prógram sem hannað er til þess að sporna við einelti. Haldnir eru reglulegir fundir með öllum starfsmönnum skólans og reynt að gera alla virka í prógramminu, þ.e. kennara og annað starfslið skólans, nemendur og foreldra þeirra. Gæsla í frímínútum hefur verið stórefld í skólanum og reynt að fylgjast með öllu sem fram fer. Betra er að skipta sér of mikið af nemendum,heldur en of lítið, ef grunur vaknar um að einelti sé í gangi. Auk þess eru reglulega umræður í bekkjum um þessi mál.

Upp um alla veggi í skólanum eru áróðursborðar: "Við líðum ekki einelti"


mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ættu allir bæjarbúar að taka sig til og koma í veg fyrir þetta. Það er slæmt fyrir bæjarfélagið að fá svona í blöðin. Ég sjálf er nýflutt og hef svo sem ekkert verið að troða mér fram hér en fólk hringir í mig þaðan sem ég kom og skilur ekki hvernig ég geti búið hér. Þetta er slæmt til afspurnar og vona ég að fólk hugsi sig vel um. Það sem skólameistari í FUS gerði í dag sennilega vegna greinar er birtist í dag á mbl.is þá flutti hann ræðu en hún dugar lítið ein og sér. Tökum höndum saman Sellfossbúar og komum vel fram við fólk hvort sem það er hreinræktaður Selfyssingurl eða utanaðkomandi

Móðir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:38

2 identicon

það er einnig unnið eftir þessu kerfi i Vallaskóla á Selfossi. en allt kemur fyrir ekki.

Guðný (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:40

3 identicon

Einelti hefur alla tíð tíðkast á Selfossi í einhverjum mæli, þó kannski ekki með svona öfgakenndum hætti eins og lýst hefur verið undanfarið enda er Selfoss eða Árborg ört vaxandi bæjarfélag. En mér finnst svo skrítið að Selfoss skuli fá svona mikla umfjöllun þegar koma upp "nokkur" mál þegar það er alveg vitað að samskonar einelti og ofbeldi á sér stað í ansi mörgum grunnskólum og jafnvel framhaldsskólum og þá sérstaklega í Rvk. Eins og "móðir" segir hér að ofan að fólk sé farið að spyrja hana "hvernig geturu búið þarna" og eitthvað í þá áttina. Af hverju eru þetta svona miklar fréttir ef þetta gerist út á landi en ekki ef það gerist í Rvk.???

Valgerður (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Samkvæmt Olweusaráætluninni eru gerðar kannanir reglulega í skólunum til þess að reyna að mæla árangurinn af starfinu. Kannanirnar hafa sýnt að þetta er að virka hér, en þetta er eilífðarverkefni og verður ekki unnið með herferðum eða átökum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 14:08

5 identicon

langar að segja smá um Olweusaráætlunina, ég gerði stórt verkefni um þessa áætlun fyrir um það bil ári síðan.  Málið í sambandi við þetta verkefni er að allir kennarar, nemendur, starfsfólk í félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum verða að vera með í þessu, leggja sig 100% fram í að gera þetta. því annars gengur þetta ekki upp. 

Mér finnst þessi grein góð, sama hvort hún er um Selfoss eða Kópasker, eða Reykjavík 

Einelti er líklega í einhverri mynd í hverjum einasta grunnskóla hér á landi.   Mér finnst ekki vera nógu mikið rætt og frætt um einelti, stundum gera börn sér ekki grein fyrir því hvað er smá stríðni og þegar maður er farinn að láta einhverjum einstakling líða illa. Það þarf að vera meiri fræðsla, ég man þegar ég var í grunnskóla þá var þetta ekki mikið rætt, nema jú hann Stefán Karl leikari kom einu sinni í skólann og hélt fyrirlestur, sem var mjög góður og gagnlegur.  En það sem þarf að gerast í þessi litla fallega landi okkar er að setja reglur um grunnskólana að þeir þurfi að hafa einhverja herferð í gangi, allt skólaárið og alltaf, eins og til dæmis Olweus. Og fylgja því fast á eftir! 

En annað er líka að margir foreldrar láta skólana mest megnis um að ala upp börnin sín, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því.  Þannig ég hvet alla foreldra til að gefa sér tíma í að tala við börnin sín, stundum vilja þau ekki íþryngja þeim sem hafa ekki tíma í neitt en hugsa um fjármálin, leita að vinnu, vera í vinnu, um hvernig þeim líður.  Barnið þitt gæti verið lagt í einelti án þess að þú hefðir nokkra hugmynd, eða verið gerandi.  Foreldrar standið á ykkar, ekki láta barnið ykkar fara í skólann með kvíðahnút í maganum, ræðið við kennara og farið með það lengra ef ekkert gerist!

Fríða (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:08

6 Smámynd: Elías Theódórsson

Hugsið ykkur grimmdina að skylda börn með lögum frá Alþingi til að sækja ákveðna byggingu þar þau þurfa að þola andlegt og oft líkamlegt ofbeldi. Það þarf að afnema skólaskyldu og taka upp fræðsluskyldu í staðinn.

Elías Theódórsson, 24.2.2009 kl. 15:35

7 identicon

Tek undir með Valgerði og Fríðu. Ég á ungling í Fsu. og síðast í morgun voru skóli og lögregla með fund fyrir alla nemendur skólans. Þar var farið yfir stöðuna og rætt að ofbeldi er aldrei liðið. Ég er þess fullviss að skólinn gerir allt hvað hann getur til að leysa þetta mál. Unglingurinn minn veit lítið um þessi slagsmál, þetta á sér greinlega stað innan einhverja hópa og sem betur fer er þetta lítill hópur sem um ræðir. Um 1000 nemendur eru í Fsu og erum við þvi að tala um fáa unglinga sem deila. Auðvitað er verið að vinna í þessum málum enda mikið af frábæru starfsfólki innan veggja skólans og yfirmenn miklir sómamenn. Flestir eru nemendurnir til sóma og er ég sem foreldri mjög sátt við skólann. Eins og Fríða kom inn á þá vilja sumir foreldrar kenna skólum um þegar illa gengur hjá börnunum. Lítum okkur nær foreldrar og tökum á þessum málum áður en allt fer í óefni.

Mér finnst þessi grein mjög furðuleg, ég á börn á fleiri skólastigum og vil ég meina að einelti er ekki liðið á Selfossi, það er unnið eftir Olweus áætlun í skólum svo að mínu mati er þessi grein mjög afvegaleiðandi.Kynna sér málið betur höfundur. Góð byrjun:-)

Margrét (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk kærlega fyrir góð innlegg. Þetta er hárrétt hjá Fríðu, Olweus virkar ekki nema allir taki þátt, einnig foreldrar og út á það gengur einmitt áætlunin. Einnig er eftirfylgni með málum nauðsynleg.

-

Elías,  börn í skólum eiga skilyrðislaust sín mannréttindi og þeim á ekki að líða illa í skólanum.

Ég tek undir með Margréti, hugsanlega er þetta blásið upp í fjölmiðlinum, en eitt einelti er einu of mikið, "Líðum ekki einelti" er kjörorð sem á allstaðar að halda í heiðri, líka á vinnustöðum fullorðna fólksins. Einelti í ýmsum myndum getur grasserað á ólíklegustu stöðum.

-

Það verður aldrei hægt að útrýma einelti úr samfélaginu en okkur ber siðferðileg skylda til þess að gera allt í okkar valdi til þess að reyna að uppræta það þegar við verðum vör við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband