Forvarnarstarf lögreglunnar

003Hjá embætti lögreglustjórans á Eskifirði starfa tvær ungar konur sem lögreglumenn, önnur er nýtekin til starfa og er pólsk að uppruna og mun vera sú eina á landinu. Mikill fengur er í pólskumælandi lögregluþjóni, því hér á Austurlandi eins og annarsstaðar á landinu er töluvert um Pólverja. Hin er íslensk og "Berfirsk" (frá Berufirði Joyful)  að uppruna, en hún  hefur verið nokkur ár í lögreglunni, m.a. í Reykjavík. Hún heitir Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir og hefur ásamt hefðbundnum lögreglustörfum, umsjón með forvarnarstarfi lögreglunnar í grunnskólum í Fjarðabyggð.

Ég hef tekið að mér, í langvinnum forföllum eins kennarans við Grunnskólann á Reyðarfirði, "starfsfræðslu", sem er námsval, fyrir nemendur í 9. - 10. bekk. Í tengslum við það fékk ég Snjólaugu til þess að koma og halda fyrirlestur fyrir krakkana til þess að kynna þeim lögreglustarfið. Óhætt er að segja að Snjólaug hafi slegið í gegn í fyrirlestrinu því krakkarnir voru afar áhugasamir um starfið og spurðu margra spurninga. Snjólaug kom vel undirbúin með "power-point show" og fór vítt og breytt yfir starf lögreglunnar og krakkarnir voru sammála um að það er ótrúlega fjölbreytt.

001

Hér er Snjólaug í kennslustofu 10. bekkjar í Grunnskóla Reyðarfjarðar


mbl.is Ekki refsað fyrir að geyma fíkniefni í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband