Færsluflokkur: Menntun og skóli

Samanburðartilraun

Sonur minn er í 8. bekk grunnskóla (12-13 ára) og fékk þessa spurningu í heimaverkefni. 

Rétt eða rangt?:

Samanburðartilraun er tilraun gerð samhliða annari tilraun þar sem aðeins einn þáttur, sem kallast breyta, greinir á milli.

Og svarið þið nú!

findX

Þessi spurning kom einnig í heimaverkefni hjá honum. Ég var nú ekki lengi að finna svarið við henni Cool

 


September - staðlota

Nú er að hefjast þriðja staðlotan í ökukennaranáminu. Í þetta sinn "aðeins" 4 dagar, frá miðv.d. til laugard. Ég legg í hann keyrandi í dag en þetta er ca. 8 klt. keyrsla ef maður stoppar lítið. Ég hitti fólk Grundaskóla á Akranesi í fyrramálið varðandi umferðarfræðsluna í grunnskólum. Það verður spennandi að hitta fólkið en Grundaskóli er móðurskóli Umferðarfræðslunnar.

untitled

 


Pólitískar njósnir í ME?

phpThumbDóttir mín er á 3. ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Verkefnið hjá henni í ensku 503 þessa dagana er að gera ritgerð um pólitískan mun á Demókrötum og Repúblikönum í bandarískum stjórnmálum. Tilefnið eru forsetakosningarnar sem framundan eru. Nemendur þurfa að flytja ritgerðina í fyrirlestrarformi fyrir bekkinn og síðan eiga að vera umræður á eftir. Punktarnir sem kennarinn er að fiska eftir, eru eftirfarandi:

  1. Hvaða máli skiptir það fyrir restina af heiminum, hver vinnur forsetakosningarnar?
  2. Finna youtube myndband sem lýsir frambjóðendunum best.
  3. Hver er skoðun þín?

Hverskonar fjárans verkefni er þetta eiginlega? Það er e.t.v. í lagi að biðja nemendurna að gera einhverskonar fræðilega úttekt á muninum á stefnuskrám þessara tveggja flokka, en þetta lyktar af pólitískum njósnum. Og þetta er enska 503!  

Ég ætla mér að mótmæla þesari ósvinnu strax eftir helgina.

 


"If you have no point, use PowerPoint"

Þessa setningu hef ég eftir Gunnari E. Finnbogasyni, kennara við Háskóla Íslands á menntavísindabraut og kennara míns í ökukennaranáminu  í námskrárfræðum.

Þegar hann var spurður af nokkrum nemendum í ökukennarabekknum, hvort við ættum að nota PowerPoint "slides how" í kynningu okkar á verkefninu "námskráráætlun" fyrrir septemberlotuna, þá svaraði hann með þessum hætti, en jafnframt með bros á vör.  Hann tók það fram að PowerPoint fyrirlestrar væru oft og tíðum áhugaverðir og vel framsettir.

Hvað um það , ég notaði PowerPoint Presentation á verkefni mínu, eins og næstum allir í bekknum, um gerð kennsluáætlunar fyrir ökukennara sem ætlar að nota fimmta tíma sinn með ökunemanum í æfingu við hringtorg. Áhugavert verkefni og ég held að mér hafi gengið þokkalega vel.


Ágúst - lota

Á mánudaginn hefst hjá mér águst - lota, 11.-19. í ökukennaranáminu í HÍ. Æskuvinur minn sem siglir á millilandaskipi, hringdi í mig þegar hann var staddur á Eskifirði um daginn að sækja fiskimjöl fyrir laxa og loðdýrabændur í Noregi.

Ég skutlaðist eftir honum og bauð honum í kaffi og þegar hann vissi að ég væri á leiðinni suður og yrði í rúma viku, spurði hann hvar ég gisti. Ég sagði honum að það væri óráðið og sennilega væri ég of seinn að panta mér verkalýðsíbúð, auk þess sem mér finndist verðlagið á íbúðunum hafa hækkað skelfilega mikið eftir að Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar sameinaðist Afli. Vinurinn tók þá upp lykla af íbúð sinni í Krummahólunum og rétti mér, sagði að mér væri velkomið að gista í íbúðinni hans, hann væri hvort eð er á sjónum á meðan. "Skilaðu bara lyklunum til fósturföður míns þegar þú ferð", sagði hann.

Eftir að ég flutti austur á Reyðarfjörð úr borginni árið 1989, hefur samband okkar eðlilega minnkað en Jói vinur minn hefur greinilega ekkert breyst á þessum árum. Það er gott að eiga góða vini.


26 ökukennaranemar

Við erum samtals 26 í bekknum, 15 karlar og 11 konur. Ég held að ég sé elstur, 48 ára gamall. Það eru flestir á aldrinum 30-40 ára, fáeinir undir og yfir. Þau 10 sem bættust í hópinn eftir undirbúnings og inntökuprófið okkar hinna, eru öll með kennsluréttindi úr KHÍ og öll, utan eins til tveggja eru starfandi kennarar. Flestir koma af höfuðborgarsvæðinu en við erum þó tvö sem erum fulltrúar Austurlands í náminu. Tveir lögreglumenn eru í hópnum og tveir leigubílsstjórar, hinn er nafni minn úr Reykjavík.

Ein bekkjarsystir mín sagðist hafa rekist á bloggið mitt þegar hún gúgglaði ökukennaranám. Það þarf að útbúa einhverskonar síu á þessar leitarvélar svo þær komi ekki stöðugt með einhverjar blogg-síður þegar maður slær inn einhverju leitarorði. Það er nú ekki eins og eitthvað merkilegt sé að finna á þessu bloggi. Joyful

P.s. Með "þessu bloggi" er ég að tala um bloggið almennt, ekki bara þetta blogg Errm


KHÍ að verða að HÍ

Ég er nemi á menntavísindasviði í Háskóla Íslands. Þetta hljómar ágætlega.... og það hljómar merkilegt Cool. Ég stóðst sem sagt inntökuprófið í gær WizardSick Hehe... ég tók því nú bara rólega í gærkvöldi og fór með kunningja mínum upp í Elliðavatn. Við tókum nokkur fluguköst í Helluvatni en urðum ekki varir. Það virtist ekki mikið líf í vatninu og krían hnitaði marga hringi og stóð stundum kyrr í loftinu dágóða stund, án þess að stinga sér.

Ég sagði í fyrirsögninni að KHÍ sé að verða að HÍ. Fyrir þá sem ekki vita þá eru þessar menntastofnanir að sameinast nú í sumar og verða báðar undir merkjum HÍ. Í næstu skólatörn hjá okkur, í ágúst, verðum við ökukennaranemarnir búnir að fá póstföng hjá @hi.is

En nú er skóli framundan hjá mér til 24. júní. Ég á ekki von á því að blogga mikið þessa daga. Hendi þó inn einhverju fyrir ykkur til að kjammsa á LoL ... ykkur örfáu en sauðtryggu lesendur mína. WizardWhistlingJoyful


Próf nálgast

 Það er verið að troða í gamla tuskuhausinn, ýmsum gagnlegum upplýsingum þessa dagana upp í KHÍ. Próf úr þessum fyrsta áfanga ökukennaranáms er á miðv.dag. Nettur spenningur í gangi.

Þetta hér að neðan er EKKI úr kennslufræði í KHÍ, en ég gæti hins vegar átt svarið í dæminu. Blush

 


Ökukennaranám

Á sunnudag eða mánudag held ég suður til náms og verð í höfuðborginni næstu 3 vikurnar. Ég er að hefja ökukennaranám en það er 30 eininga nám á háskólastigi og fer kennslan fram hjá KHÍ. Fyrst þarf ég að taka inntökupróf af því ég hef ekki stúdentspróf né neina háskólamenntun. Fyrsta vikan fer sem sagt í nokkurskonar fornám og fögin eru uppeldis- og kennslufræði og náms- og þroskasálfræði.

Ég neita því ekki að ég er töluvert spenntur að hefja nám en 20 ár eru síðan ég sat síðast á skólabekk, í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. Kröfurnar eru miklar í ökukennaranáminu og lágmarkseinkunn er 7. Ef ég fer ekki með skottið á milli lappanna eftir inntökuprófið, þá er ljóst að ég þarf að fara um 20 sinnum á næstu tveimur árum til Reykjavíkur og dvelja 3 daga í senn á skólabekknum en að öðru leyti er þetta fjarnám.

Námið er rándýrt en það kostar 1 miljón kr. fyrir utan ferðakostnað sem verður ærinn fyrir mig. Enginn ökukennari er á Reyðarfirði og ég sé fyrir mér að þetta gæti orðið ágæt aukavinna með leigubílaakstrinum og vinnunni í grunnskólanum. Veit einhver um ódýrt húsnæði fyrir mig, 3 daga í mánuði, næstu tvö árin? Happy

cza0675l

 


Um hótanir barna

Í starfi mínu sem forstöðumaður skólasels í grunnskóla hef ég þurft að tilkynna bæði skólastjórnendum og foreldrum barna að þau hafi haft ítrekað í alvarlegum hótunum við skólafélaga sína. Þar komu byssur og sprengiefni við sögu. Börnin sögðu mér þetta þegar ég tók þau á eintal vegna einhvers ósættis.

Ég get ekki sagt að ég hafi verið beinlínis hræddur um að þau gerðu hótanir sínar að veruleika, 7-8 ára börnin, en eftir að þau sögðu mér frá fyrirætlunum sínum og lýstu því nokkuð nákvæmlega hvernig þau ætluðu að framkvæma þær, þá var mér öllum lokið. Það sem sló mig þó mest, var að þessir atburðir gerðust með nokkurra vikna millibili og áætlunin var eins, nánast orðrétt í seinna skiptið. T.d. hvernig byssu átti að nota o.fl. Ég tók þetta til marks um það að börnin höfðu íhugað þetta vel.

Svo hlutir lýsa auðvitað vanlíðan barnsins, sem þarf að vinna með. Það þarf að hafa vakandi auga með svona nokkru. 

 


mbl.is Lögreglan rannsakar veffærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband