Fjármunum vel varið

Eitt alvarlegt umferðarslys kostar þjóðfélagið tugi miljóna króna, jafnvel á annað hundrað miljóna í verstu tilfellunum og þá er eftir mannlegi harmleikurinn sem ekki verður metinn til fjár. Það þarf því ekki að forða ýkja mörgu frá þeim hörmungum sem þessi slys valda til þess að vega upp þær 367 miljónir sem fara í þessi verkefni.

Svokölluð núll-stefna hefur verið tekin upp, en það er áætlun sem miðar að því að útrýma banaslysum í umferðinni. Markmiðið er auðvitað göfugt þó það sé óraunhæft. En hugsunin á bak við það er að með rannsóknum og mati á orsökum umferðarslysa, sé reynt að útiloka ákveðna áhættuþætti sem geta verið slysavaldar. Þar er t.d. ölvunarakstur stór áhættuþáttur og mannlegt vald (lögreglan) getur vissulega minnkað þá hegðun í umferðinni. Einnig er hraðakstur nokkuð sem hægt er að sporna gegn með auknu eftirliti.

Hraðakstur er ávani sem auðvelt er að venja sig af, en sumir þurfa harkalegar áminningar til þess að láta af þeim ósið.

 

car-accident


mbl.is 367 milljónir í umferðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband