Færsluflokkur: Bloggar
Mannauðsstjóri hjá ESS support service frá byrjun árs 2005 til þessa dags. Umsjón með starfsmannamálum, ráðningar, þjálfun starfsfólks, fagleg ráðgjöf, aðstoða framkvæmdastjóra og sérverkefni.
Forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. -Aðalmaður í umhverfisráði Fjarðabyggðar og stjórnar- og framkvæmdaráðsmaður hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Svona lýsir Guðmundur R. Gíslason sér á bloggsíðu sinni. Hann er þessi með sólgleraugun á myndinni.
Það vakti óneitanlega athygli þegar menningarnefnd Fjarðabyggðar afgreiddi og samþykkti umsókn hans um 60.000 kr. styrk til þess að standa straum af kostnaði við hugarfóstur hans á tónlistarsviðinu, nefnilega útgáfu geisladisks og hljómleikahalds til kynningar á honum. Þessi forni forystumaður hinnar landsþekktu hljómsveitar Sue Ellen fer hugvitssamlega að því að feta grýtta slóð listamannsins.
Guðmundur R. Gíslason tilheyrir L- lista bræðingnum, sem saman stendur af vinstrisinnuðu fólki, undir styrkri stjórn Smára Geirssonar frá Litlu Moskvu (Norðfirði). L-listinn skipar sex manna meirihluta með tveimur framsóknarmönnum. Níu manns eru í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
Bloggar | 27.10.2007 (breytt kl. 05:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað er hægt að segja um svona aðgerðir? Og svo halda dýraverndunarsinnar að þeir fái almenning á band með sér. Svona svipað og Saving Iceland hópurinn vegna umhverfisverndar.
Yea, right!
![]() |
15.000 minkum hleypt úr búrum í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2007 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einhvern tíma á sjöunda eða áttunda áratugnum voru fréttir um að ársúrkoman hefði verið undir meðallagi 2-3 ár. Sérfræðingar lýstu áhyggjum sínum á þverrandi vatnsbúskap og til vandræða gæti horft, m.a. í sumum virkjunum. Þá var ekki í tísku að vera á móti vatnsaflsvirkjunum og menn höfðu því raunverulegar áhyggjur.
Í dag horfir til betri vegar. Úrkomuauðinn skal ekki vanmeta.
![]() |
Bætist í úrkomu en þó ekki slegið októbermet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2007 (breytt kl. 14:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 26.10.2007 (breytt kl. 01:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þegar ég sá fréttina um daginn, að Dr. Watson hefði látið út úr sér ummæli sem höfðu þær afleiðingar að hann varð að aflýsa fyrirlestri í Englandi út af honum og í kjölfarið ákveðið að setjast í helgan stein, þá datt mér helst í hug óhapp. Að hann hefði misst þetta út úr sér á óheppilegan máta. En svo mun víst ekki vera.
Umræða á þessum nótum er auðvitað eldfim en ég velti því fyrir mér hvert heimurinn stefnir ef ekki má segja skoðanir sínar. Nasisminn er bannaður og það má ekki afneita helförinni. Í sjálfu sér er ég alveg sammála því.... en samt. Hvert leiðir ritskoðun af þessu tagi heimsbyggðina? Ég sé fyrir mér alheimsskrifstofu sérfæðinga sem fylgjast með því hvað er heppilegt að tjá sig um og hvað ekki.
En aftur að Dr. Watson. Fleira hefur hann sagt í gegnum tíðina sem vakið hafa hörð viðbrögð. Hann hefur oft sagt á fyrirlestrum og í viðtölum að hann sé fylgjandi genetískri skymun og "genetic engineering", (genafikti) og réttlætir það með þeirri fullyrðingu að heimska sé sjúkdómur. Þá allra heimskustu ætti að lækna. Væntanlega með því að láta þá aldrei fæðast.
Einnig sagði hann eitt sinn að fegurð væri hlutur sen hægt væri að hafa stjórn á með genafikti og sagði af því tilefni: "Fólk segir að það sé hræðilegt ef við gerum allar stúlkur fallegar. Ég held að það yrði frábært!".
Gaman að kallinum.
![]() |
Watson sest í helgan stein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.10.2007 (breytt kl. 03:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 25.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórir vel stæðir eldri menn, spiluðu gjarnan golf saman, en þeir áttu allir ágætis hús á Flórída. Einn þeirra segir upp úr eins manns hljóði úti á golfvellinum:
"Hugsið ykkur hvað það væri yndislegt að vakna á jóladagsmorgunn, velta sér fram úr rúminu án nokkurra andmæla, fara beint út á golfvöll til félaga sinna og taka hring".
Félögum hans fannst þetta stórsnjöll hugmynd. "Gerum þetta", sögðu þeir nánast allir í kór. "Þetta verður forgangsatriði". "Finnið út leið til þess að geta verið mættir hér snemma á jóladagsmorgunn".
Nokkrum vikum síðar rennur upp fyrirheitni dagurinn, bjartur og fagur að venju og þeir eru allir fjórir mættir á golfvöllinn.
Sá fyrsti segir: "Ó boy, þessi golfhringur er að kosta mig heila formúgu. Ég keypti handa frúnni þvílíkan demantshring, að hún getur ekki haft augun af honum.
Þá segir annar karl: "Þetta kostaði mig líka alveg helling. Konan er heima núna að plana siglingu sem ég gaf henni. Hún er að drukkna í bæklingum um karabíska hafið".
Sá þriðji segir: Já, mín kona er heima að dást að nýja bílnum sínum og að lesa bæklinga um hann.
Þeir snúa sér nú allir að fjórða gaurnum sem horfir á þá vorkunnar augum: "Ég trúi því ekki að þið séuð að eyða svona miklu fé í þetta! Ég bara vaknaði í morgunn, sló konuna létt á rassinn og sagði "Góðan daginn elskan mín og gleðileg jól. Þetta er frábær dagur fyrir annaðhvort kynlíf eða golf.
Konan syfjulega: "Taktu peysu".
Bloggar | 24.10.2007 (breytt kl. 17:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er almennt talsmaður þeirra hugmynda að öll innanbúðarmál eigi að leysa innanbúðar. Það hefur ekki síst átt við innan íþróttafélaga.
Ég held að ég sé ekki sá eini sem sá það fyrir löngu síðan að Eyjólfur Sverrisson var ekki að gera sig sem landsliðsþjálfari. Og þegar leikmenn þjálfarans sjá það líka, þá er stutt í pirring og leiðindi. Þess vegna á að grípa inn í ferlið miklu fyrr. Mönnum hættir til að nálgast málið út frá einhverri tilfinningasemi, Eyjólfur sé svo góður drengur o.s.frv.
Eyjólfi er lítill greiði gerður, hvað þá sómi sýndur, með því að láta hann halda áfram starfi sínu. Ólafur Jóhannesson er sagður áhugasamur. Var það kannski þess vegna sem hann hætti með FH í haust? Ég er persónulega ekki hrifinn af að fá Ólaf í landsliðsþjálfarastöðuna. En allt er betra en núverandi ástand.
Losum Eyjólf úr þeirri martröð sem hann er í. (They shoot horses, don´t they?)
![]() |
Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.10.2007 (breytt kl. 14:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sá þetta inn á einkamál. visir.is. (já, já, ég kíki þangað inn fyrir forvitnis sakir, ca. einu sinni í mánuði) Ekkert má maður nú. Þó maður kíki nú á það sem sveitungar manns eru að bardúsa öðru hvoru. Þessi eru hugsanlega nágrannar mínir.
Bloggar | 24.10.2007 (breytt kl. 04:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 23.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 947680
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Það er ekki hægt að lækna ekkertið
- Viðreisn gætir eigin hagsmuna
- Karlmannatíska : BARBOUR haust og vetur 2025 - 26
- Drónaárásir sem kveikja ótta
- Ritlaun listamanna í áskrift
- Heimsbókmenntirnar heilla
- Lagfærum fyrst grunninn ekki selja "hættu-leysi" með gáleysi RSV Beyfortus
- Leið til friðar - er hún fær?
- Hvað segir Evrópusambandið um þetta?
- Það er ekki gyðingahatur að krefjast að Ísraelsstjórn fari að alþjóðalögum