Færsluflokkur: Bloggar

Hvað með hann sjálfan?

829_prestastefnaBiskupi Íslands er eðlilega brugðið þegar honum finnst vegið að sinni egin stofnun. Hann segir að þjóðkirkjan hafi verið beitt þrýstingi vegna málsins um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist.

Kenningarnefnd kirkjunnar ályktaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu;

"..að Þjóðkirkjan standi áfram við hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu og því ekki gert ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband".

"Hins vegar er mælt með því að prestum verði heimilt að staðfesta samvist ef lögum um hana verði breytt þannig að slíkt verði mögulegt. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði er hann flutti tillöguna að þarna væri mun lengra gengið en þekktist í nálægum löndum, eða krafa væri gerð um".

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands  sýndi af sér fádæma hroka og smánaði lýræðið þegar hann var í embættiserindum á Fljótsdalshéraði fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var á þeim tíma sem Kárahnjúkaframkvæmdin var rétt í þann veginn að detta inn. Tiltölulega fámennur en vel skipulagður hópur stóð fyrir mótmælum og miklum greinaskrifum í blöð. Birt voru viðtöl við allskonar frægt fólk og fræðinga. Holskefla áróðurs reið yfir landið og í skoðanakönnun voru skyndilega um 70% landsmanna á móti fyrirhuguðum framkvæmdum. Það tók reyndar ekki nema nokkrar vikur að vinda ofan af þessum múgæsing. Þegar upplýsingar bárust um ýmis atriði þá hröpuðu vinsældir mótmælendanna. Málflutningur þeirra hafði beðið ítrekað hnekki og trúverðugleikinn var fyrir bí.

En Herra Karli Sigurbjörnssyni fannst ástæða til að leggja mótmælendum lið á þessum krítíska tíma, með yfirlýsingum sínum um hvað honum finndist það mikil fásinna að fórna hluta náttúrunnar fyrir þessa virkjun.

Öllum er frjálst að hafa sína skoðun og kjósa af sinni sannfæringu. En þegar hitamál eru í gangi í þjóðfélaginu, þá verður andlegur trúarleiðtogi þjóðarinnar að gæta sín á því að vera ekki að blanda sér í dægurþras almúgans. Athyglin sem embætti hans vekur, á ekki að nýta í pólitískum tilgangi. Ef það er gert þá er "ómaklega vegið að lýðræðinu". Biskup hefur áhyggjur af því að ómaklega sé vegið  að þjóðkirkjunni. Kannski er hægt að læra eitthvað af þessu.

Ps. Þess má geta að Biskup var gagnrýndur í blaðagreinum fyrir að predika pólitískan áróður, þegar hann gekk á Guðs vegum. Hann svaraði þeirri gagnrýni jábræðrum sínum til ánægju en öðrum til furðu.


mbl.is Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundrað og einn náttúrubarn

Nature%20012

 

Vítt og breitt um landið eru náttúrubörn. Þau lifa í sátt við umhverfi sitt en standa frammi fyrir því vandamáli að meiga ekki björg sér veita. Þetta á ekki bara við um trillukarla í litlum sjávarplássum. 

En svo er fullt af 101 náttúrubörnum, sem dvelur úti í náttúrunni og dreifbýlinu á tyllidögum og frídögum. Það birtast gjarnan viðtöl við þau í fjölmiðlum. Ég sé þau fyrir mér í lopapeysu og með frekar tætingslegt hár, væntanlega af allri útiverunni. Það drýpur af þeim réttlætiskenndin, tærleikinn og hollustan. Og sjálfbærnin, ekki gleyma henni.

Raunveruleikabörnin horfa á þetta. Sum verða reið, önnur sár og sum bæði.

Fólk af Suð-Vesturhorninu hefur beitt sér fyrir því að möguleikum Austfirðinga til þess að lifa af auðlindum svæðisins sé fækkað um einn. Það er dálítið mikil fórn, ég myndi segja um 33,3% af auðlindunum. Einn hlutinn eru sjávarauðlindir, annar eru fallvötnin og jarðvarminn, þriðja er mannauðurinn. Tilraunina til valdbeitingarinnar réttlæta andstæðingar, t.d.  framkvæmdanna við Kárahnjúka, með því að segja að verið sé að fórna einhverju ómetanlegu gagnvart ófæddum kynslóðum. Það er þeirra skoðun, hvað getur maður sagt?

En það eru bara ekki allir á þeirri skoðun. Þeir sem vilja skynsamlega nýtingu náttúrunnar hljóta að vera í yfirgnævandi meirihluta allra hugsandi manna. En það er örlítill meiningarmunur á því hvað fólk kallar "skynsamleg nýtingu". Báðir hafa sitthvað  til síns máls, svo þetta er væntanlega spurning um meirihlutavilja almennings um hvað gert skuli.

Þegar þeir sem telja sig sérstaka sendiherra sjónarmiða um óafturkræf umhverfisspjöll, standa frammi fyrir því að sjónarmið þeirra eru í minnihluta, þá verða þeir að sætta sig við niðurstöðuna eins og allir lýðræðisþenkjandi menn gera, og ættu að gera með glöðu geði. Ný baráttumál bíða handan við hornið og svoleiðis mun það vonandi alltaf verða. En megi skynsemin, í víðasta skilningi þess orðs, ávalt sigra að lokum.


Hálfsögð frétt

"Það magn koltvísýrings sem úthöfin drekka í sig hefur minnkað, að því er vísindamenn greina frá.  Telja þeir að þetta geti verið áhyggjuefni, og aukið hlýnunina í andrúmslofti jarðarinnar ef úthöfin taka við minna magni gróðurhúsalofttegunda. Ástæða sé til að ætla að með tímanum mettist úthöfin af gróðurhúsaefnum sem losnað hafi af mannavöldum".

Frekari skýringar á þessu fylgir ekki fréttinni og einhvern veginn er maður engu nær. Hverskonar fréttamennska er þetta eiginlega?


mbl.is Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaverk

443062A

Það jafnast auðvitað ekkert á við handverk skaparans, en þetta er örugglega tilkomumikil sjón og verður gaman að renna þarna uppeftir til þess að skoða þetta. Að maður tali nú ekki um að keyra yfir stífluna. Hvenær skyldi verða opnað fyrir það?


mbl.is Vatn rennur á yfirfalli Kárahnjúkastíflu í farveg Jöklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekinn á teppið

Didier Drogba ætlar ekki að ræða framtíðarmál sín frekar í bili.Það er augljóst að  Didier Drogba hefur verið tekinn á teppið hjá forráðamönnum Chelsea. Honum hefur verið gert ljóst að engir möguleikar væru á að hann færi þetta keppnistímabil og allt svona tal hjá honum væri einungis til þess fallið að skemma enn frekar andann í annars tættu liði.

En í tilefni fyrirsagnar þessa pistils, vissuð þið það að þetta orðatiltæki "að vera tekinn á teppið" er upprunnið frá móðurafa forsætisráðherrans, Geirs Haarde? Steindór gamli þurfti stundum að eiga við bílstjóra sína orð á skrifstofu sinni á Steindórsplaninu. Á gólfinu var teppisrenningur sem mennirnir stóðu á þegar hann las yfir þeim.


mbl.is Drogba sér eftir ummælum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnattrænn populismi

 Einar Sveinbjörnsson Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingu er með athyglisverða pistla hér á Moggablogginu um mynd Al Gore "The Inconvenient Truth". Hann fer í gegnum nokkrar rangfærslur í myndinni og segir sitt álit á þeim. Sjá HÉR

 

Þegar svona margar rangfærslur eru í "fræðslumynd", sem fær Óskarsverðlaun og höfundurinn Nóbelsverðlaun, þá finnst mér verið að gengisfella vísindin niður í einhvern populisma. Framleiðendur svona mynda gætu allt eins sagt:

"Hendum inn nokkrum kenningum og kryddum með ímyndun og ágiskun. Pottþétt formúla fyrir verðlaun og athygli....og peninga".

Á netsíðu sem auglýsir mynd Gore´s á DVD, hef ég feitletrað það sem vakti sérstaka athygli mína. Kynningarteymi Al Gore hefði átt að fá öll verðlaunin hans, þau gerðu gæfumuninn. 

The vast majority of scientists agree that global warming is real, it’s already happening and that it is the result of our activities and not a natural occurrence.1 The evidence is overwhelming and undeniable.

We’re already seeing changes. Glaciers are melting, plants and animals are being forced from their habitat, and the number of severe storms and droughts is increasing.

The number of Category 4 and 5 hurricanes has almost doubled in the last 30 years.2

 

Malaria has spread to higher altitudes in places like the Colombian Andes, 7,000 feet above sea level.3

 

The flow of ice from glaciers in Greenland has more than doubled over the past decade.4

 

At least 279 species of plants and animals are already responding to global warming, moving closer to the poles.5

If the warming continues, we can expect catastrophic consequences.

Deaths from global warming will double in just 25 years -- to 300,000 people a year.6

 

Global sea levels could rise by more than 20 feet with the loss of shelf ice in Greenland and Antarctica, devastating coastal areas worldwide.7

 

Heat waves will be more frequent and more intense.

Droughts and wildfires will occur more often.

 

The Arctic Ocean could be ice free in summer by 2050.8
More than a million species worldwide could be driven to extinction by 2050.9

 

Takið endilega þetta próf HÉR (Ég fékk 10 á því Wink)

 


Þjórsá í eðlilegum farvegi

Þegar gert er umhverfismat, þá eru ákveðnir þættir metnir og þeir þættir eru ekki valdir af einhverju handahófi. Ég man þegar ég renndi yfir umhverfismat álversins í Reyðarfirði hve ótrúlega margir hlutir voru teknir þar til skoðunnar. Ekki var bara um umhverfismat á náttúrunni, heldur einnig mat á samfélaginu. Hugsanleg félagsleg vandamál sem gætu komið upp með fjölgun íbúa og hvernig bregðast skyldi við þeim.

Einn af fjölmörgum þáttum í umhverfismati er áhættumat. Það verk er ekki unnið með handahófskenndum hætti eins og sumir andstæðingar virkjunar í neðri hluta Þjórsár reyna nú að segja þjóðinni. Þeir reyna einnig að beina sjónum almennings að því að tiltekið fyrirtæki sem vann að matinu eigi hagsmuna að gæta um að þarna verði virkjað og þess vegna sé ekkert að marka matið. Að Verkfræðistofan VST falsi niðurstöður rannsókna sinna um hugsanlega hættu af stíflurofi. Þetta er eitthvað svo "Saving Iceland" legt. Ótrúverðugt, fyrir utan það náttúrulega að vera mjög alvarlegar ásakanir. Kynning VST á áhættumatinu er HÉR

Í litlu samfélagi eins og Íslandi verður alltaf hægt að finna einhversstaðar hagsmunatengsl. Erfitt yrði t.d. að finna stórt verkfræðifyrirtæki sem ekki hefði hugsanlega einhverja hagsmuni af sórframkvæmd, eins og af einu stykki álveri. Ef færa ætti verkefni um umhverfismat í hendur erlendra óháðra aðila, þá kæmu ásakanir um að eitthvert leynimakk í reykfylltum bakherbergjum í London og NY.

Með öllum stórum framkvæmdum eru eftirlitsmenn allskonar og jafnvel eftirlitsmenn til að hafa eftirlit með þeim.

594_urridafoss

Hér er mynd af Urriðafossi í Þjórsá. Snoturt vatnsfall, en ekki nógu snoturt til þess að laða að ferðamenn, hingað til. Ekki er hægt að nota þá afsökun að aðgengi hafi verið erfitt, eða að fólk hafi ekki vitað af þessu. Nei, þetta er bara ekki eitthvað sem venjulegt fólk myndi kalla einstakt og ómetanlegt. En nú þegar á að virkja þarna, þá reka andstæðingar framkvæmdarinnar upp ramakvein. Lýsingarorðin sem notuð eru um þessa meintu gersemi eru þannig að finna verður upp nýyrði um það sem okkur venjulega fólkinu finnst vera virkilega einstakt og ómetanlegt.

Einhverjar tillögur?


mbl.is Áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun kynnt fyrir íbúum Flóahrepps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 tommur

Eftir hörmungar fótboltalandsliðsins ætla ég að henda hérna inn einum á ensku, ekki veitir af að brosa aðeins. 

This one had most of the state of Michigan laughing for 2 days and a very embarrassed female news anchor who will, in the future, likely think before she speaks. What happens when you predict snow, but don't get any? We had a female news anchor who, the day after it was supposed to have snowed and didn't, turned to the weatherman and asked: "So Bob, where's that 8 inches you promised me last night?" Not only did HE have to leave the set, but half the crew did too, they were laughing so hard!

 

Mig minnir reyndar að ég hafi séð þetta einhvern tíma á youtube LoL


Liechtenstein varð fyrir áfalli

Byrjunarliðið sem lék gegn Lettum á laugardaginn.Landslið Liechtenstein var fyrir áfalli um miðjan síðari hálfleik þegar þeir skoruðu mark. Eyjólfur Sverrisson hefur margítrekað lent í vandræðum með lið sitt þegar það skorar því þá hafa okkar menn fallið of mikið aftur og eftirleikur andstæðinga okkar verið auðveldur. En liðsmenn smáríkisins Liechtenstein sýndu úr hverju þeir eru gerðir, því eftir þetta kjaftshögg sem þeir urðu fyrir,þá tvíefldust þeir og bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Aldrei var að sjá á leik þeirra að það hvarflaði að þeim að falla aftur og pakka í vörn. Þeir hafa fundið töfralausn á vandamálinu.

Hvað er hægt að segja eftir svona hörmung? Eyjólfur er samt ekki af baki dottinn því hann telur sig vera búinn að sjá hvað er að hjá íslenska liðinu. "Ég að hætta? Nei, það er mikið verk eftir óunnið", sagði Eyjólfur í leikslok. Þessi góði drengur er í skelfilegri afneitun á það sem blasað hefur við íslensku þjóðinni undanfarin misseri. Eyjólfur sagði að það þyrfti að nýta hið góða úr leikjunum við Spánverja og N-Íra um daginn, því það hefðu verið svo ljómandi góðir leikir. Ég hefði ekki einu sini trúað því upp á systur mína, á sextugs aldri sem aldrei hefur fylgst með fótbolta, að láta svona ummæli frá sér fara um þessa umræddu leiki.

Við spiluðum ellefu á móti tíu í rúman klukkutíma á móti Spánverjum, á heimavelli og lágum í nauðvörn allan síðari hálfleikinn og máttum þakka fyrir að hanga á jafnteflinu. Við áttum slakan dag á móti N-Írum á heimavelli og vorum stálheppnir að vinna á sjálfsmarki undir blálok leiksins. Já... tökum það með okkur í næstu leiki.

Ég hef sagt það áður og segi það enn; annan þjálfara takk! Þó leikmennirnir beri sök líka inná vellinum, þá er það Eyjólfur sem velur þá ítrekað í liðið. Auk þess þá er mér til efs að þeir spiluðu svona illa ef þeir hefðu einhverja trú á því sem þjálfarinn er að gera og leggur upp með. Þetta er niðurbrotið lið sem á sér ekki viðreisnar von með þennan kaftein í brúnni.

Willum, þjálfari Valsmanna telur að agaleysið í leik liðsins inni á vellinum hljóti einnig að vera í umgjörðinni utan vallar. Hvað eru leikmenn að gera daginn fyrir leik? Hvernig er andlegum undirbúningi háttað fyrir átökin? Skilja mátti á Willum að hann vissi meira en hann vildi segja. Hvað er í gangi?

Gauja Þórðar aftur sem landsliðsþjálfara eða hæfan og reynslumikinn erlendan þjálfara.

Eyjólfur


mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir froðusnakkar

Gætu verið bræður, og eru það auðvitað, í leik og starfi.

Mér er minnisstætt þegar Barði Jóhannsson gekk út úr viðtalsþætti Guðmundar á einhverri sjónvarpsstöðinni, þegar Guðmundur spurði hann "hvort hann væri nokkuð samkynneigður".  Með kjánalegri uppákomum í íslensku sjónvarpi.

Guðmundur Steingrímsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður...Tvíeikið Dagur og Guðmundur eru sniðnir fyrir hvorn annann


mbl.is Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband