Fyrirgefningin

"Þegar ég var ungur, þá bað ég til Guðs um reiðhjól. En svo áttaði ég mig á því að Guð vinnur ekki þannig. Þá stal ég hljóli og bað til Guðs um fyrirgefningu".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú kannt að bjarga þér. 

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar minn, ég vona að nýjar fréttir af Alcoa Reyðaráli og uppsagnaraðferðum þeirra veki þinn stálminnuga koll aðeins til umhugsunar. Það hlýtur að vera óskemmtilegt að lenda í svoleiðis meðferð. Vonandi biðja fulltrúar Alcoa þessar konur fyrirgefningar.

Sigurður Hrellir, 26.10.2007 kl. 12:59

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef nú reyndar ekki séð þetta í fjölmiðlum, þessar uppsagnir, en hafði þó heyrt einhvern ávæning af þessu. Þú talar um uppsagnaraðferðir. Hefur þú einhvern tíma hitt fólk sem er ánægt með uppsögn sína?

Í þessu tilfelli sem og öllum öðrum, samkvæmt starfsreglum fyrirtækisins, (og flestra fyrirtækja að ég held) er leitað ítrustu leiða til þess að finna sáttaflöt á málinu. Fólk er ekki rekið bara sisona.

En gammarnir bíða þolinmóðir eftir að komast í eitthvað til þess að gogga í.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 13:50

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Fyrst þú spyrð Gunnar, þá held ég að sumir forstjórar hætti með bros á vör þó þeim sé sagt upp störfum, svo lengi sem þeir ganga út með digran starfslokasamning í vasanum. Svo eru líka til fjölmörg dæmi um fólk á venjulegum kjörum sem fá uppsagnarbréf og val um að vinna út uppsagnarfrestinn, allt á kurteisislegum nótum.

Ég hef sem betur fer mjög sjaldan heyrt af "alvöru" atvinnurekendum sem beita svipuðum aðferðum og Alcoa, nema helst ef viðkomandi starfsmaður hefur orðið uppvís af stórfelldu svindli, þjófnaði eða vítaverðu kæruleysi.

Þú segir að fólk sé ekki rekið bara sisona. Ég átti heldur ekki von á þessu alveg strax. Það hlýtur að teljast mjög óskynsamlegt af Alcoa að láta svona lagað fréttast og varla búið enn að ráða í öll störf. Hins vegar þori ég að fullyrða að ýmis ófögur mál munu líta dagsins ljós á næstu árum sem sýna þeirra rétta eðli. En á meðan verða gammarnir bara að lifa á þeim fáu brauðmolum sem til falla.

Sigurður Hrellir, 26.10.2007 kl. 15:38

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða aðferðir ertu að tala um Hrellir minn? Þú segist ekki hafa átt vona á þessu alveg strax. Hvað ertu að tala um? Einhverjar kjaftasögur eða hefurðu heimildir fyrir einhverju misjöfnu í þessu máli? Komdu nú með einhver haldbær rök máli þínu til stuðnings. Mínar heimildir segja að mikið hafi verið reynt til að ná sáttum í málinu. Um einhverja samstarfsörðugleika var að ræða.

Ekki nota sömu aðferðirnar og andstæðingar Kárahnjúkavirkjunnar hafa notað hingað til. Það hefur ekki reynst þeim vel.

Í áætlunum Alcoa er gert ráð fyrir töluverðri starfsmannaveltu fyrstu  1-2 árin. Það hefur reynslan einfaldlega kennt þeim.  Vaktavinna á misjafnlega við fólk o.þ.u.l. Starfsmannaveltan hjá Alcoa á Reyðarfirði er þó einungis helmingurinn af því sem ráð var fyrir gert. Hlutfall kvenna er hvergi hærra í heiminum hjá sambærilegu fyrirtæki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 15:58

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyrði í svæðisútvarpinu haft eftir formanni starfsgreinasambandsins Afli, að ekki hafi verið staðið að umræddum uppsögnum með eðlilegum hætti. Fullyrðingar þær sem hann kom með, afneitaði Erna Indriðadóttir upplýsingafulltrúi Alcoa með öllu en sagði þó að svo óheppilega hafi viljað til að láðst hafi að gefa viðkomandi starfsmönnum skriflega aðvörun, en þeim hafði verið gefin munnleg aðvörun. Verklagsferlið varðandi uppsagnir er nú í endurskoðun hjá fyrirtækinu í framhaldi af þessu atviki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband