Færsluflokkur: Bloggar
Í Dag kl. 17.00 verða haldnir tónleikar í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Flutt verður Requiem eftir Gabriel Fauré (1845-1924) Myndin að ofan er portrait af Fauré, máluð af John Singer Sargent, um 1889. Flytjendur verksins eru Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásam Glerárkirkjukór frá Akureyri og nokkrum félögum úr kirkjukórum á Austurlandi. Ég nýt þeirra forréttinda að vera einn af nokkrum félögum úr kirkjukór Reyðarfjarðar til að syngja þetta frábæra verk. Einsöngvarar og einleikarar koma einnig fram, m.a. Gillian Hayworth á óbó, skólastjóri Tónlistarskólans á Reyðarfirði. Hreint frábær óbóleikari.
Flest þekktustu tónskáldin sömdu Requiem (minningarverk) eftir pöntun, en ekki Fauré, því eins og hann orðaði það sjálfur: " I wrote it for the pleasure of it". Requiem verk eru oft há-dramatísk og jafnvel drungaleg en þetta verk er hátíðlegt og jafnvel gleðilegt.
Ég hlakka óskaplega til að flytja þetta verk ásamt þeim mörgu frábæru tónlistarmönnum sem fylla munu sviðið í Eskifjarðarkirkju í dag. Ég skora á alla tónlistarunnendur að láta þennan menningarviðburð ekki fram hjá sér fara.
Góða Skemmtun!
Ps. Sennilega hefur Fauré ekki orðað þetta svona á ensku, því hann var franskur (ég bara kann ekki frönsku )
Bloggar | 3.11.2007 (breytt kl. 11:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nítján ára stúlka frá Búlgaríu og 24 ára Rúmeni hafa flottustu rassa í heimi að mati dómnefndar í rassafegurðarsamkeppni sem undirfatafyrirtækið Triumph efndi til. Greint var frá niðurstöðum í gær, og hlutu sigurvegararnir tíu þúsund evrur í verðlaun og samning um fyrirsætustörf fyrir Triumph.
Rassar, það er misjafnt hvað höfðar til karla og kvenna. Einhversstaðar las ég að konur horfðu fyrst á rassinn á karlmönnum ef þær væru í kynferðislegum hugleiðingum. Karlar eru ýmist rassa eða brjóstamenn, eða bæði.
Þessi keppni hjá Triumph er sjálfsagt einhverjum feministanum þyrnir í augum, en þær geta þó huggað sig við það að karlpeningurinn fær sína "niðurlægingu" líka
![]() |
Flottustu rassarnir valdir og sýndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2007 (breytt kl. 15:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér finnst það svolítið merkilegt að sjá suma blogga um þessa frétt og segja að Paul Tibbets, flugstjóri á B-29 sprengjuflugvélinni sem notuð var til að varpa kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima, hafi verið vondur maður. Vondur maður af því að hann sér ekki eftir þessu og missir ekki svefn vegna þessa.
Paul Tibbets kom mér fyrir sjónir sem góðlegur og vel gefinn gamall maður í viðtali sem ég sá við hann. Hann talaði um brjálæði strtíðsins og þær miklu mannfórnir sem af þeim hlytist, ekki síst hjá saklausum borgurum. Paul Tibbets er ekki holdgerfingur kjarnorkusprengjunnar, ekki heldur Albert Einstein sem kom að þróun hennar, né heldur Harry Trumann Bandaríkjaforseti sem þó er sá eini sem í raun væri hægt að draga til ábyrgðar fyrir þessum voðaatburði í mannkynsögunni. En þó Truman tæki að lokum einn ákvörðunina um að varpa þessum sprengjum þá var sú ákvörðun ekki tekin vegna duttlunga hans. Fjöldi manna kom að ákvörðuninni og þetta var niðurstaðan.
Kjarnorkuárásirnar á Hirosíma og Nagasaki voru ekki gerðar af mannvonsku, heldur í góðri trú um að þetta væri það rétta. Jesú sagði þegar hann hékk á krossinum: "Guð, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra". Ég held að Bandaríkjamenn hafi í raun ekki vitað hvað þeir voru að gera. Auðvitað vissu þeir að það yrði mikið mannfall og mikil eyðilegging, en ekki svona hrikalegt og þeir vissu heldur ekki hve geislavirknin yrði hroðaleg í kjölfarið. Ekki í þeim mæli sem hún varð. Sumir segja að mannfall hefði orðið meira ef stríðið hefði dregist frekar á langinn, bæði meðal óbreyttra borgara og hermanna.
Örstutt saga um brjálæði stríðsins í Evrópu:
Bretum tókst að ráða dulmál þjóðverja þegar orustan um Bretland stóð sem hæst. Þegar Bretum var ljóst að meiriháttar loftárásir voru fyrirhugaðar á Coventry, sem var hernaðarlega mikilvæg borg, þá gerðu þeir engar ráðstafanir gagnvart því. Ef þeir hefðu gert það, þá hefðu Þjóðverjar uppgötvað að þeir hefðu ráðið dulmálið. Winston Churchill forsætisráðherra tók þá ákvörðun að þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt var mikið mannfall meðal óbreyttra borgara í Coventry, þá væri mikilvægi þess að Þjóðverja grunaði ekki neitt, meira virði en þau mannslíf. Engum var gert viðvart, engum vinum hlíft. Tugir þúsunda féllu.
Þessi ákvörðun var ekki tekin af mannvonsku.
![]() |
Flugstjórinn á Enolu Gay látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 1.11.2007 (breytt kl. 03:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Rjúpnaveiðimenn hljóta að vera þverskurður af þjóðfélaginu eins og aðrir hópar. Og þverskurðurinn er einfaldlega þannig, að ákveðinn hluti er óheiðarlegur og aðrir minna.
Það er þekkt að sumir veiðimenn virða hvorki bannsvæði né banntíma á veiðum. Reyndar finnst manni stundum eignarréttur á afréttum vera vafasamur, en það er annað mál.
![]() |
Formaður Skotvís: Veiðimenn eru mjög löghlýðinn hópur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Exxon Valdes olíuflutningaskipið strandaði á Prins Williamsundi í Alaska árið 1989, þá hlaust af því versta olíumengunarslys sögunnar. Tiltölulega hrein og óspillt strandlengja varð fyrir verulegum skakkaföllum og enn má finna merki um olíu á afmörkuðu svæði næst strandstaðnum. Reyndar þarf að grafa eftir henni í fjörusandinum en öll mengun sem slík er löngu horfin og hefur ekki lengur áhrif á lífríkið. Dýra og fuglastofnar urðu fyrir raski og höfðu menn einna helst áhyggjur af sæljónum á svæðinu. Sæljónið er eina dýrategundin þarna sem ekki hefur jafnað sig að fullu á þessum 19 árum frá því slysið átti sér stað. En stofninn siglir þó hraðbyri að fyrri stærð.
Vísindamenn og ýmsir sérfræðingar í umhverfismálum voru áberandi í fjölmiðlum þegar fjallað var um atburðinn, í mörg ár og fram á þennan dag. Lýsingar þeirra á tjóninu sem af þessu hlaust voru vægast sagt dramatískar og þeir fullyrtu hver á eftir öðrum að lífríkið á svæðinu yrði mörg hundruð ár að jafna sig. Og á svæðinu næst strandstaðnum yrði ekkert kvikt að sjá næstu 40 árin.
Annað hefur komið á daginn. Þó reyna margir umhverfisfræðimenn að sverta ástandið og vilja túlka niðurstöður rannsókna "vafanum" í hag. Það er þekkt aðferð en stundum misnotuð. Það þjónar líka hagsmunum íbúa á svæðinu að draga ekki úr skaðanum. Þeir standa í málaferlum við Exxon olíufélagið um 2,5 miljarða skaðabótakröfu. Olíufélagið maldar í móinn og segir að þeir hafi eytt umtalsverðu fé til hreinsunarstarfa. Reyndar svolítið sérstök rök hjá þeim. Þeir skemmdu og eyðilögðu, þrifu svo mestan skítinn eftir óhappið og vilja draga kostnað við það frá meintu tjóni íbúa á svæðinu. Ekki alveg að gera sig, finnst mér.
En staðreyndirnar í dag tala sínu máli. Svæðið hefur jafnað sig á innan við tuttugu árum að langmestu leyti og eftir önnur tuttugu ár verður þar allt eins og aldrei hafi neitt gerst.
En allskyns sjóðir voru stofnaðir, hjálparsamtök o.fl. í kringum þetta slys og enginn skyldi vanmeta vald þeirra peninga sem flæða um slík battarí. Það er heill iðnaður sem nærist á hörmungum.
![]() |
Mál Exxon vegna mengunarslyss fyrir hæstarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.10.2007 (breytt kl. 17:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Festu og aga í varnarleikinn og miðjuspilið og annan markvörð takk! Einnig þarf landsliðsþjálfarinn nýji að koma skikk á hugarfar leikmanna liðsins. Vissulega eiga atvinnumenn okkar að hafa gaman af því að hittast og spila landsleiki, en það þarf að gera þá kröfu til þeirra, að þeir nálgist verkefnið hverju sinni af alvöru, líkt og þeir gera þegar þeir leggja sig alla fram fyrir félög sín. Ef þeir gera það ekki með landsliðinu, þá á að hleypa öðrum að sem tilbúnir eru til þess.
En um leið og ég óska Ólafi Jóhannessyni velfarnaðar í nýju starfi, þá vil ég segja að ég hef ekki nokkra trú á honum. Það þarf svona "Alfreðs" týpu Gíslasonar í jobbið og Ólafur er enginn Alfreð.
![]() |
Ólafur Jóhannesson: Ég ræð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég þakka Guði að ég á ekkert af þessum börnum. Ég óska ykkur góðs dags og megið þið þakka fyrir að þetta er ekki ykkar barn.
Þú skalt vinna eins og að þú þarfnist ekki peninga.
Þú skalt elska eins og þú hafir aldrei verið særður hjartasári.
Og þú sklat dansa eins og þegar enginn horfir á þig.
Friður!
Bloggar | 29.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þó Þjóðverjar séu ríkjandi heimsmeistarar í handbolta þá er ekki víst að þeir séu verðugir titilsins í dag. Pólverjar koma sterklega til greina sem sterkasta landsliðið í heiminum um þessar mundir. Þeir hafa hægt og bítandi verið að þokast upp styrkleikalistann (sem reyndar er ekki til, ólíkt í fótboltanum). Fyrir um 3-4 árum síðan, var Ísland klárlega með betra landslið en Pólverjar en þeir hafa siglt fram úr okkur hin allra síðustu ár. Þeir spiluðu úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni sem haldin var í Þýskalandi, við heimamenn. Þjóðverjar reyndust sterkari í þeirri viðureign og hömpuðu titlinum.
Mín styrkleikaröð er þessi: (Hann miðast við fullskipað lið okkar manna)
1. Pólland
2. Þýskaland
3. Króatía
4. Frakkland
5. Spánn
6. Ísland
7. Svíþjóð
8. Danmörk
9. Noregur
10. Ungverjalnd
![]() |
Pólverjar lögðu Svía með einu marki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Maður hélt kanski að Svíarnir væru að dala eftir að gullaldarlið þeirra leið undir lok, með Faxa og co innanborðs. En það virðist eitthvað vera í sænska mentalitetinu sem fleytir þeim áfram. Hroki segi ég en þá er ég um leið að segja að hroki sé jákvæður. Það þarf auðvitað að vera einhver blanda af sjálfsöryggi og raunsæi til þess að ná langt í íþróttum.
Vonandi verður arftaki Eyjólfs í fótboltanum með einhvern snefil af hvoru tveggja.
![]() |
Svíar og Pólverja leika til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.10.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 947680
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Heimsbókmenntirnar heilla
- Lagfærum fyrst grunninn ekki selja "hættu-leysi" með gáleysi RSV Beyfortus
- Leið til friðar - er hún fær?
- Hvað segir Evrópusambandið um þetta?
- Það er ekki gyðingahatur að krefjast að Ísraelsstjórn fari að alþjóðalögum
- 32 féllu í loftárásum ísraelska hersins í Gasaborg í nótt
- Læmingjar á ferð
- Heilsuhætta af læknum og verndun barna okkar ...
- Baráttan gegn bílnum
- En rússnensku skipin
Alveg finnst mér það stórmerkilegt að vinstrimenn hópist stöðugt, á síðustu og bestu tímum, í kringum málstaði sem er á skjön við heilbrigða skynsemi. Einhvern tíma þóttust sósíallistar eiga verkalýðinn á kröppum kjörum sem skjólstæðinga sína. Stóðu vörð um kaup þeirra og kjör og yfir höfuð um alla þeirra hagsmuni. Nú á að ota að honum dýrari matvælum og banna honum að vinna í verksmiðjum. Þetta segi ég í ljósi þeirrar staðreyndar að VG (aðallega) hefur sérstakan áhuga á að "styrkja" lífrænan landbúnað og að koma í veg fyrir frekari virkjanir og álver á landinu, sem þó stuðlar einmitt að því að efla byggð, annan iðnað, verslun og þjónustu í nágrenni sínu.
Það gætir dálítils misskilnings hjá næpuhvíta nýaldarfólkinu og vinstri sósíallistunum í sambandi við hollustuna við lífrænt ræktað grænmeti. Það að nota skordýraeitur við ræktun gerir grænmetið ekki óhollt. Það að nota tilbúinn áburð gerir grænmetið ekki óholt heldur. Það sem gerist hins vegar þegar ræktað er við bestu fáanlegar aðstæður m.t.t vaxtarhraða og framlegðar, er að ýmis vítamín og snefilefni sem eru eftirsóknarverð eru ekki í eins miklum mæli í grænmetinu og ávöxtunum og þegar vaxtarhraðinn er minni.
Þess vegna eigið þið, sem sækist eftir hollustunni, bara að borða t.d. tvo tómata af venjulega ræktuðum, á móti einum og hálfum af lífrænt ræktuðum. Með því sláið þið tvær flugur í einu höggi: Fáið meira af bætiefnum og vítamínum og það er meira af peningum eftir í veskinu. Svo getið þið á tyllidögum, ef þið endilega viljið, snobbað fyrir hverju öðru í grillveislunum með lífræna dótinu.
Sumir segja að hið lífrænt ræktaða sé bragðbetra. (Og ég held reyndar að það geti alveg verið rétt í einhverjum tilvikum) Gott og vel, ef ykkur finnst það þá kaupið þið bara lífrænt ræktað. Ekki ætla ég að banna ykkur það. En ég kæri mig hins vegar ekki um að skattfé borgaranna sé varið í neyslustýringu, lífrænt ræktuðu til góða.