Golf á jóladagsmorgunn

Fjórir vel stæðir eldri menn, spiluðu gjarnan golf saman, en þeir áttu allir ágætis hús á Flórída. Einn þeirra segir upp úr eins manns hljóði úti á golfvellinum:

"Hugsið ykkur hvað það væri yndislegt að vakna á jóladagsmorgunn, velta sér fram úr rúminu án nokkurra andmæla, fara beint út á golfvöll til félaga sinna og taka hring".

Félögum hans fannst þetta stórsnjöll hugmynd. "Gerum þetta", sögðu þeir nánast allir í kór. "Þetta verður forgangsatriði". "Finnið út leið til þess að geta verið mættir hér snemma á jóladagsmorgunn". 

Nokkrum vikum síðar rennur upp fyrirheitni dagurinn, bjartur og fagur að venju og þeir eru allir fjórir mættir á golfvöllinn.

Sá fyrsti segir: "Ó boy, þessi golfhringur er að kosta mig heila formúgu. Ég keypti handa frúnni þvílíkan demantshring, að hún getur ekki haft augun af honum.

Þá segir annar karl: "Þetta kostaði mig líka alveg helling. Konan er heima núna að plana siglingu sem ég gaf henni. Hún er að drukkna í bæklingum um karabíska hafið".

Sá þriðji segir: Já, mín kona er heima að dást að nýja bílnum sínum og að lesa bæklinga um hann.

Þeir snúa sér nú allir að fjórða gaurnum sem horfir á þá vorkunnar augum: "Ég trúi því ekki að þið séuð að eyða svona miklu fé í þetta! Ég bara vaknaði í morgunn, sló konuna létt á rassinn og sagði "Góðan daginn elskan mín og gleðileg jól.  Þetta er frábær dagur fyrir annaðhvort kynlíf eða golf.

Konan syfjulega: "Taktu peysu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

  Mjög góður

Jóhann Elíasson, 25.10.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband