Hlaut að gerast

Mynd 436944Ég er almennt talsmaður þeirra hugmynda að öll innanbúðarmál eigi að leysa innanbúðar. Það hefur ekki síst átt við innan íþróttafélaga.

Ég held að ég sé ekki sá eini sem sá það fyrir löngu síðan að Eyjólfur Sverrisson var ekki að gera sig sem landsliðsþjálfari. Og þegar leikmenn þjálfarans sjá það líka, þá er stutt í pirring og leiðindi. Þess vegna á að grípa inn í ferlið miklu fyrr. Mönnum hættir til að nálgast málið út frá einhverri tilfinningasemi, Eyjólfur sé svo góður drengur o.s.frv.

Eyjólfi er lítill greiði gerður, hvað þá sómi sýndur, með því að láta hann halda áfram starfi sínu. Ólafur Jóhannesson er sagður áhugasamur. Var það kannski þess vegna sem hann hætti með FH í haust? Ég er persónulega ekki hrifinn af að fá Ólaf í landsliðsþjálfarastöðuna. En allt er betra en núverandi ástand.

Losum Eyjólf úr þeirri martröð sem hann er í. (They shoot horses, don´t they?)


mbl.is Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband