Forseti bæjarstjórnar hlýtur styrk

Mannauðsstjóri hjá ESS support service frá byrjun árs 2005 til þessa dags. Umsjón með starfsmannamálum, ráðningar, þjálfun starfsfólks, fagleg ráðgjöf, aðstoða framkvæmdastjóra og sérverkefni.

Forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. -Aðalmaður í umhverfisráði Fjarðabyggðar og stjórnar- og framkvæmdaráðsmaður hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi. 

 author_icon_12854

 Svona lýsir Guðmundur R. Gíslason sér á bloggsíðu sinni. Hann er þessi með sólgleraugun á myndinni.

Það vakti óneitanlega athygli þegar menningarnefnd Fjarðabyggðar afgreiddi og samþykkti umsókn hans um 60.000 kr. styrk til þess að standa straum af kostnaði við hugarfóstur hans á tónlistarsviðinu, nefnilega útgáfu geisladisks og hljómleikahalds til kynningar á honum. Þessi forni forystumaður hinnar landsþekktu hljómsveitar Sue Ellen fer hugvitssamlega að því að feta grýtta slóð listamannsins.

Guðmundur R. Gíslason tilheyrir L- lista bræðingnum, sem saman stendur af vinstrisinnuðu fólki, undir styrkri stjórn Smára Geirssonar frá Litlu Moskvu (Norðfirði). L-listinn skipar sex manna meirihluta með tveimur  framsóknarmönnum. Níu manns eru í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi helvítis asni sem er þarna frá XD er bara öfundsjúkur.... enda hefur sá tiltekni aðili ekkert að gera í pólitík og hefur margoft sýnt það að hann er bara barnalegur og hefur ekekrt þarna að gera..... ehld að hann ætti að reyna að þroskast, bara barn sem hefur ekkert að gera í pólitík. Getur einhver sagt mér hvað hann sér merkilegt við þennan ómerkilega fulltrúa!!

kv

nobbari

Nobbari (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Af ofangreindri athugasemd að dæma, hefði ég haldið að "Nobbari" væri 15-17 ára reiður unglingur sem vildi verja sitt heimafólk. En svo sagði mér innfæddur Austfirðingur að þetta gæti alveg verið fullorðinn Norðfirðingur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Já það er ótrúlegt hvernig fólk getur hagað sér, væri kannski mátulegast á þennan einstakling að draga nafnið fram í dagsljósið. 

Aumingjaskapur viðkomandi er yfirgengilegur.

Sé að þessi einstaklingur hefur gert víðreist um internetið í morgun en örfáuum mínútum eftir að hann skilur þessar fáránlegu staðhæfingar sínar hér eftir er nánast orðrétt sama klausa inn á bloggi Björgvins Vals.

Pöddurnar leynast víða! 

Gunnar R. Jónsson, 28.10.2007 kl. 17:06

4 identicon

Já þið getið reynt að verja þennan KRAKKA.... hann er lítið annað en illa upp alinn pabbadrengur sem heldur að hann komist upp með allt..

Nobbari (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér er skapi næst að fjarlægja athugasemdir "Nobbara", en ég ætla að líta á þær sem sjaldgæft sýnishorn af lágkúru og leyfa þeim að standa, ungum til fróðleiks. Getur haft uppeldislegt forvarnargildi að benda ungviðinu á þennan sora.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband