Færsluflokkur: Ferðalög
Sumarið 2007 kom ég til Krakow í suður Póllandi. Skammt utan við borgina er Auschwits og heimsókn mín þangað er án efa ein eftirminnilegasta stund sem ég hef átt á erlendri grundu. Ég tók mikið af myndum og bloggaði um þessa lífsreynslu, sjá hlekk:
Í Krakow er einnig sögusvið frægrar verðlaunamyndar Steven Spielberg, frá árinu 1993, Shindler´s list. Ég heimsótti verksmiðju Oskars Shindler sem nú er safn og einnig gyðingagettóið í borginni en um atburði þar hafa verið skrifaðar margar bækur og gerðar kvikmyndir. Ég bloggaði einnig um heimsókn mína á þessa staði.
Gyðingagettóið í Krakow og Schindlers List
Stúlkurnar hentu sér á rafmagnsgirðingarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 22.1.2015 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var nýlega staddur á grísku eyjunni Krít í sumarleyfi. Við hjónin ákváðum að fara í gönguferð um Samaria gljúfrið , sem hefur verið þjóðgarður í um 50 ár.
Eftir um 80 mínútna rútuferð frá Sirios Village hótelinu í Chania, vorum við komin í 1250 m. hæð, en þaðan hófst göngutúr dagsins niður Samaria gljúfrið og alla leið til sjávar, um 15 km leið. Á bak við rútuna má sjá Hvítufjöll (e. White mountains). Fararstjórinn kallaði þennan ljósa lit fjallanna; "Limestone", sem ég hygg vera kalksteinn, en hann veðrast fremur auðveldlega af völdum vatns.
Þarna var hitinn kl. 8 að morgni um 15 gráður og manni fannst það eiginlega frekar svalt eftir að hafa fengið nokkra daga til að venjast 26-30 stiga hita. Hitastigið hækkaði þó fljótt eftir því sem neðar dró í gljúfrinu. Aðgöngumiðinn í gljúfrið kostaði 5 evrur, eða 812 íslenskar krónur. Allir borguðu þetta gjald með glöðu geði, enda sjá allir að fénu er varið til að standa straum af kostnaði við að þjónusta svæðið með t.d. salernisaðstöðu og öryggisgæslu.
Fallhæð fyrstu þriggja kílómetra göngunnar er um 1000 metrar og því er stígurinn (ef stíg skyldi kalla) í óteljandi hlykkjum niður snarbrattan gljúfurvegginn. Hitinn var aldrei óbærilegur í gilinu, því ágæt gola strauk vangan reglulega og tré og fleira gáfu ágætan skugga víðast hvar. Hvíldarstaðirnir (rest-stoppin) voru á um hálftíma fresti í brattasta og erfiðasta hluta gljúfursins. Á þeim var ferskt rennandi vatn úr fjallalæk, til ókeypis neyslu fyrir þyrsta göngugarpa. Bekkir og borð voru í skugga krónumikilla kastaníu og furutrjáa. Bannað er að reykja í gljúfrinu, nema á hvíldarstöðunum vegna eldhættu.
Fararstjórinn enskumælandi, hin gríska Georgia, varaði okkur við ýmsum hættum á leiðinni og að gera bara eitt í einu á göngunni, þ.e. til dæmis þegar maður gengur, þá er maður BARA að ganga, en ekki að skoða líka eða taka myndir. Það er ekki gott að slasa sig í gljúfrinu, því nokkurn tíma tekur að koma fólki til bjargar, þar sem ómögulegt er að koma vélknúnum farartækjum við. Ef þú slasast... þá er þetta "sjúkrabíllinn", asninn sem kemur þér til bjargar. Eflaust finnst mörgum þetta rómantískt en raunveruleikinn er fljótur að kippa fólki niður á jörðina þegar slys ber að höndum.
Spaugarar hafa sett þetta sprek undir, eins og það varni því að kletturinn velti niður hlíðina.
"Stórkostleg hætta!! Gangið hratt framhjá"
Þetta "öryggisnet" fyrir fallandi grjóti veitti enga sérstaka öryggistilfinningu
Slökkvistöð framundan
... engin slökkviliðsstjóri. Hér verða allir að hjálpa til ef eld ber að höndum.
Víða var stórkostlegt útsýni
Oft var "stígurinn" bara óljós slóði í stórgrýttri urð uppþornaðs árfarvegar. Hamraveggirnir eru allt að 400 metra háir.
Hví skyldi ekki vera hægt að bjóða upp á svona ferðir í Hafrahvammagljúfur neðan Kárahnjúkastíflu? Kláfur niður stífluvegginn norðanmegin og stigi upp einhversstaðar neðar á fallegum stað.
Það er með ólíkindum hvernig tré ná að skjóta rótum. Hér vex kastaníutré út úr klettavegg. Seint verður það að voldugu tré, trúi ég.
Þarna takast eiginlega á stálin stinn, þó þetta sé tré og grjót
Krítversk villigeit í útrýmingarhættu (Krí-krí), á griðarstað í Samaria- gljúfrinu. Þessi varð á vegi okkar, ráðvilt og óttasleginn þegar hún sá okkur, en skokkaði svo í burtu léttfætt en fótviss í urðinni.
Hvíldarstaður, (rest-stop). Elstu furur gljúfursins eru um 2000 ára gamlar. Þegar þessi spíraði úr jörð, var Jesú í vöggu, ekki svo langt frá þessum stað.
Mörg fögur blómin vöktu áhuga ljósmyndara
Hvítufjöll eru kalksteinsfjöll sem auðveldlega veðrast í rigningum. Hér má sjá upp eitt hliðargljúfrið.
Ýmsar skemmtilegar jarðmyndanir má sjá í gljúfrinu. Krít er gömul eldfjallaeyja á flekamótum Afríku og Evrópu en fjöll eyjunnar eru þó að mestu fellingafjöll, líkt og Alparnir.
Hér má sjá nærmynd af einu hraunlaganna. Þykktin er u.þ.b. 7-8 cm.
Hér er gljúfrið farið að þrengjast all svakalega
Mjósti hlutinn, 3-4 metrar, 400 metrar upp
Þegar göngunni loks lauk, 6 klukkutímum eftir að hún hófst, varð þreyttum ferðalöngum þetta fögur sjón.
Við gátum varla beðið með að skutla okkur í silfur tæran og svalan Líbíu- sjóinn og skola af okkur ferðarykið og svitann...
... fyrst eina af þessum einbeitta ljósmyndara, og svo útí... Splash!!! mmm..
Greiða gjaldið með glöðu geði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 12.7.2013 (breytt kl. 14:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég heimsótti Akranes um liðna helgi og tók þessar myndir við það tækifæri.
Akranes, Skipaskagi, Skaginn, dregur nafn sitt af jörðinni Skaga.
Stækka má myndirnar með því að smella á þær þrisvar.
Listaverk til minningar um sjóslysið mikla árið 1905 sem lesa má um á efstu myndinni. Keilir á Reykjanesi og varðskipið Þór í bakgrunni.
Gamli vitinn var byggður 1918 og var í notkun til 1946
Nýi vitinn (1946) 24 m. hár. Myndin er tekin úr gamla vitanum
Ferðalög | 24.10.2012 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ók frá Reyðarfirði til Reykjavíkur í gærkvöldi og hef sjaldan séð eins stórkostlega fallegan stjörnuhiminn. Við Vík í Mýrdal var mikið norðurljósahaf í norðri og þegar ég kom vestur fyrir Vík og upp veginn yfir Reynisfjall, birtust skyndilega 4 gangandi vegfarendur við veginn. Mér brá mjög því fólkið var ósýnilegt þar til rétt áður en ég kom að því.
Ég er nokkuð viss um að þetta voru erlendir ferðamenn í norðurljósaskoðun. Endurskinsmerki hefðu verið við hæfi og spurning hvort ferðamálayfirvöld þurfi ekki að kynna þau fyrir ferðamönnum sem koma til landsins í svartasta skammdeginu.
Slysahætta í Norðurljósaskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 18.10.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór til Kanada og Bandaríkjanna í byrjun júní með starfsfólki Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þetta var skólaheimsókn en farið er í slíka ferð á u.þ.b. 5 ára fresti. Þessar ferðir eru fræðandi og uppbyggjandi fyrir starf grunnskólans, bæði fyrir kennara en einnig annað starfslið skólans.
Flogið var til Minneapolis og þaðan tekin rúta til Winnipeg, tæplega 800 km. leið en gist var í smábænum Alexandria í Minnesota á norðurleiðinni en í Grand Forks í N-Dakota í bakaleiðinni.
Þrennt kom mér dálítið á óvart í ferðinni. Það fyrsta hve stór og fjölmenn Winnipeg er. Annað, hve lítil og fámenn Gimli er og það þriðja hve Íslendingabyggðirnar voru og eru fjölmennar og blómlegar í Norður Dakota.
Hópurinn naut leiðsagnar Jónasar Þórs, sagfræðings og var það í alla staði frábært að hafa þann hafsjó af fróðleik um sögu Íslendinga í Vesturheimi á þessu ferðalagi.
Í Thingvalla Township, í Pembinasýslu í Norður Dakóta, er kirkjugarður en hin merkilega kirkja þar brann til kaldra kola fyrir nokkrum árum síðan."The church and community that surrounded it was also known locally as Eyford"(Wikipedia).Kirkjugarðurinn er skammt frá "Íslendingaþorpinu" Mountain. Altaristafla kirkjunnar var stytta af Jesú Kristi eftir Bertel Thorvaldsen og er nú það eina sem eftir stendur og á myndinni hér að neðan er leiðsögumaður okkar við styttuna, Jónas Þór, ásamt heimamanni sem er af alíslenskum ættum.
Nánast öll nöfn á legsteinum í garðinum eru alíslensk en svo var einnig í öðrum kirkjugarði skammt frá, í "Gardar" (í Görðum)
Káinn hvílir þarna og myndbandið hér að neðan sýnir örlitla minningarstund sem hópurinn átti en Jónas Þór var duglegur að kynna fyrir okkur kveðskap Káins í rútunni, okkur til mikillar ánægju. Hildur Magnúsdóttir, kennari, fékk þann heiður að skála fyrir hönd hópsins við Káinn.
Þess má geta að Baggalútsmenn gáfu út plötu, "Sólskinið í Dakóta", tileinkaða Káinn og Íslendingabyggðunum í N-Dakóta. Mörg frábær lög eru á plötunni og titillagið er í uppáhaldi hjá mér. Mér skilst að erfitt sé að fá diskinn í búðum en hægt er að kaupa hana hér: http://www.tonlist.is/Music/Album/340612/baggalutur/solskinid_i_dakota/
Ferðalög | 24.7.2012 (breytt kl. 05:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég keyrði suður til Reykjavíkur í dag (þriðjudag) og sá þessi hreindýr við bæinn Hlíð í Lóni og þreif upp myndavélina. Þarna má glögglega sjá að hreindýrin eru ekki "girðingavæn" og tjón bænda getur orðið tilfinnanlegt vegna ágangs þeirra.
Þegar ég hafði ekið í um 5 mínútur frá hreindýrunum, fór að kafsnjóa.
Eftir nokkurra mínútna akstur úr fannferginu í Lóni. Suðursveitin skartaði sínu fegursta, Þórbergssetur í forgrunni Öræfajökuls. Svona breytist veðrið hratt á Íslandi.
Ferðalög | 9.5.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á þetta á fótbolti.net
Hrikalega flott. Takið eftir að smábátahöfnin er hönnuð eins og merki félagsins.
Þeir segja "Puplic opening" árið 2015. Mig grunar samt að pöpullinn muni ekki hafa efni á sumarfríi sínu á eyjunni
Ferðalög | 23.3.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á þetta myndband í framhaldi af því að skoða heimasíðu Gimli í Manitoba, Kanada, en þangað ætla ég að ferðast í byrjun júní í sumar.
Skemmtilegt amerískt myndband frá 6. áratugnum.
Óveður og hálka á Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 21.3.2012 (breytt kl. 09:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var á ferð í höfuðborginni um helgina og keyrði suðurleiðina, heim á Reyðarfjörð. Þess má geta að nánast er jafnlangt frá Rvík til Reyðarfjarðar, hvort sem farin er norður eða suðurleið. Ef ég man rétt er norðurleiðin um 15 km. styttri, en þó er hún ívið seinfarnari, því suðurleiðin er láglendisleið, ef undan er skilin Hellisheiðin.
Ég tók slatta af myndum á leiðinni og skelli nokkrum hér á bloggið.
Rústir Eden í Hveragerði
Það er skrítið að horfa þarna yfir
Töluvert brim var í Vík í Mýrdal. Það er ótrúlega stutt frá söluskálanum til sjávar... og styttist enn. Þessi útlendingur mundaði vél sína, líkt og ég.
Fleiri bættust í hópinn. Þó brimið væri máttugt og hávaðinn mikill, var nánast logn.
Þrídrangar. Vantar ekki einn "dranginn" í súpugatið?
Lómagnúpur hefur alltaf heillað mig. Þarna er farið að skyggja og ég þurfti að nota þakið á bílnum fyrir þrífót. Öræfajökull í baksýn.
Tekið í vesturátt frá Lómagnúpi. Í hvaða vatni er spegilmyndin?
Ekkert vatn... svart þakið á bílnum.
Ferðalög | 10.10.2011 (breytt kl. 22:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Her i Groningen i Hollandi var um lidna helgi svokollud "Bleik helgi", en thad mun vera arviss vidburdur her a sumrin. Gamli midbaerinn var allur skreyttur bleikum blodrum og fanum og tonleikar med samkynhneigdum tonlistarmonnum var a "Grote markt", adal torgi baejarins.
"Homomannenkor", eda Hommakorinn, var med skemmtilega songdagskra ur gomlum og nyjum songleikjum, m.a. fra seinnistridsarum, auk nokkurra "Homo-hits", s.s. Y.M.C.A og einnig toku their log med ABBA. Flottur kor undir stjorn kornungs kvenstjornanda. A bak vid korinn var svo heil ludrasveit sem tokst agaetlega ad skapa "Big-band" stemningu.
Radhusid vid Grote Markt skartadi bleikum fana.
Hommakorinn var i banastudi og thad skiladi ser til mannfjoldans a torginu. Allir voru skaelbrosandi og i solskinsskapi, tho solina vantadi thennan daginn.
Skrudganga og syngjandi listamenn a vorubilspollum.
Thad er sennilega gott ad hafa gasblodrusolumanninn med goda ballest, a.m.k. i upphafi dags.
Groningen er mesta hjolaborg Evropu.
Meira ad segja http://www.martinikerk.nl/ , hin virdulega og glaesilega kirkjubygging vid Grote Markt, var einnig skreytt i tilefni Bleiku helgarinnar, eins og sja ma a thessari mynd.
I naesti bloggi syni eg myndir af fjoldabrudkaupi samkynhneigdra kvenna vid altari kirkjunnar. Uppabuinn prestur sa um athofnina.
Ferðalög | 6.7.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946001
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Svona lítur áhöfnin út á nýju " RÍKIS-SKÚTUNNI":
- Ef gamla samfylkingin er
- Fyrstu tuttugu dagar desember 2024
- Æsifrétt dagsins
- -nanoafnanoafnano-
- Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
- Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Sniðganga, ríkissksókari sniðgengur starfsmann sinn.
- Jólasveinarnir
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ