Færsluflokkur: Ferðalög

I left my heart in San Francisco

Frisco 302

Union Square í San Francisco er miðsvæði hótela, veitinga og verslunarreksturs í borginni. Myndina tók ég af svölum veitingastaðarins Cheese Cake Factory (gaman að skoða slóðina) af efstu hæð Macy´s, þekkts stórmarkaðs í USA.

Á myndinni má sjá Levi´s gallabuxnabúð,  "móðurverslun" allra Levi´s verslana í heiminum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í San Francisco og þetta er elsta og stærsta verslunin. Að sjálfsögðu keypti ég mér gallabuxur þarna, enda helmingi ódýrari en á Íslandi.

Torgið fékk nafn sitt af  Union_Army , her Norðurríkja Bandaríkjanna í borgarastyrjöldinni 1861-1865, en svæðið var notað til liðssafnaðar o.þ.h.

Frisco 551

Frisco 552

Fyrirsögnin á blogginu er fengin úr lagi sem  Tony_Bennett gerði ódauðlegt fyrir San Francisco og e.t.v. ekki síst fyrir sjálfan sig. Lagið er þó tiltölulega lítt þekkt á Íslandi og heyrist sárasjaldan "hér á landi á" eins og dægurlagaskáldið kvað.

En Tony Bennett var fleira til lista lagt en að syngja, því hann hannaði og málaði hjörtu, sem komið er fyrir í hornum torgsins. Þannig gat hann sagst hafa skilið hjarta sit eftir í San Francisco, í orðsins fyllstu merkingu.

Frisco 337

Frisco 339

Frisco 343

Frisco 344

Frisco 538

Frisco 539

Skýjakljúfarnir í San Francisco eru sumir hverjir komnir til ára sinna, sumir 70-90 ára gamlir. Svo eru nýrri innan um sem skapa miklar andstæður í byggingalist.

Frisco 546

Stuðlaberg að hætti Guðjóns Samúelssonar?

Frisco 547

Gamalt og nýtt.

Frisco 549

 

Frisco 351

Pálmatré eru víða í borginni en þau eru þó ekki í náttúrulegu umhverfi sínu, því borgin er of norðarlega til þess. Þau þrífast samt vel því þarna frýs aldrei og meðalhiti yfir köldustu vetrarmánuðina er 8-12 gráður.


Sausolito

Framhald af skólaheimsóknarbloggi til Larkspur.

Frisco 458

Aðeins örfáir kílómetrar eru á milli smábæjanna Larkspur og Sausolito í Marin sýslu. Eftir skólaheimsóknina var ákveðið að spóka sig aðeins um í Sausolito.

Frisco 459

Aðeins verið að átta sig á staðháttum.

Frisco 493

"Down town" Sausolito.

 California var upphaflega spænsk nýlenda en tilheyrði síðar Mexíkó þar til fylkið varð hluti USA um miðja 19. öld. Spænskra áhrifa gætir víða í fylkinu, t.d. í staðarnöfnum og í arkitektúr, eins og sjá má á þessari mynd.

Frisco 464

Gengið með ströndinni og svipast um eftir veitingastað. Bláa húsið framundan varð fyrir valinu.

Frisco 470

Að sjálfsögðu borðuðum við úti í góða veðrinu á þessum huggulega stað.

Frisco 478

Þrátt fyrir að ég hafi ferðast nokkuð mikið og þyki gott að borða, hef ég aldrei fengið mér risa-humar. Þegar ég sá hann á matseðlinum, stóðst ég ekki mátið. Raunar var hann ekkert svo stór... hálfgerður "mini-risa-humar" Joyful En hann var ljómandi góður.

Þó San Francisco svæðið sé þekkt fyrir góða sjávarréttaveitingastaði, þá er humar í sjálfu sér ekki í þeim pakka, því hann kemur frá austurströndinni. Aðall vesturstrandarinnar er skelfiskur.

Frisco 481

Tekið hraustlega til matar síns. Þorsteini Arasyni, skólastjóra á Seyðisfirði, líkaði flatfiskurinn vel.

Frisco 465

Útsýnið var flott frá veitingastaðnum. Fyrir miðri mynd má sjá Alcatraz bera í Bay Bridge. Miðbær San Francisco til hægri.

Frisco 467

"Zoomið" í botni, 200 mm. Cool

Frisco 485

Að loknum indælum miðdegisverði.

Frisco 489

Úlallala!... sælgætisbúð

Frisco 490

Sælgæti... og mikið af því, að hætti Ameríkana Joyful

Frisco 492

Má til með að láta þessa flakka með Tounge

Frisco 500

Þarna var mikið af litlum sætum verslunum. Þetta er heilsárs jólaverslun og margt geysilega fallegt þarna inni.

Frisco 506

Þessi var að gifta sig og stillti sér upp fyrir mig

Frisco 507

Skólastjórinn og aðstoðarskólastjórinn á Eskifirði, glaðir í lund, í mini-bussinum á leið til baka í ferjuna.

Frisco 508

Húsnæði er mjög dýrt í Sausolito og Larkspur og sennilega í sýslunni allri. Bílstjórinn okkar sagði að leiguverð á tveggja herbergja íbúðum í húsunum í hlíðinni væri 2.500$ á mánuði (tæpar 300 þúsund kr.)

Bílstjórinn kom frá Króatíu fyrir 10 árum síðan. Ég spurði hann hvort ekki hefði verið erfitt fyrir hann að fá atvinnuleyfi. Hann sagðist hafa unnið "Græna kortið" í lotteríi.

Frisco 515

Frisco 514

Ennþá var smá tími til að ná ferjunni til baka og bílstjórinn tók krók og sýndi okkur bryggjuhverfi. Húsin er lítil en rándýr... ef við hefðum áhuga á að kaupa. Bestu húsin kosta 500.000 dollara, eða um 55 millur.

Frisco 529

Ánægjulegri skólaheimsókn að ljúka. Gott að tilla sér aðeins meðan beðið er eftir ferjunni.

Frisco 535

Hinn hraðskreiði farkostur okkar.


Skólaheimsókn, Tamalpais High, síðari hluti

Þegar komið var í land í Larkspur, tók á móti okkur yfirmaður menntamála í sýslunni. Hann leiddi okkur í halarófu að bílaplaninu við bryggju-terminalinn, en þar biðu okkar tveir mini-bussar sem óku með hópinn rakleiðis til Tamalpais High School. Skólinn ber nafn hæsta fjalls Marin County; "Tamalpais"(785 m.) Nafnið er komið frá frumbyggjum sýslunnaar, Miwok indíánum.Frisco 451

Ef skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla hér á Íslandi og þó víðar væri leitað, myndu teikna upp og ímynda sér hinn fullkomna skóla, með umhverfi og öllu tilheyrandi, þá yrði útkoman ekki flottari en Tamalpais Union High School. Þetta er sannkallaður "Fantasy School" og það sem meira er, þetta er almenningsskóli, ekki einkaskóli með rándýrum skólagjöldum.

Tvennt er það helst sem gerir það að verkum að skólarnir í Marin County eru eins vel búnir og raun ber vitni. Í fyrsta lagi eru meðaltekjur fólks í sýslunni háar og það skilar sér auðvitað í "sýslukassann". Í öðru lagi eru viðhorf íbúanna til menntunarmála afar jákvæð og Tam High Foundation , sem tekur á móti styrkjum og frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum, nýtur góðs af því.

 Frisco 450

Skólastjórinn, Tom Drescher, (í hvítu skyrtunni fyrir miðri mynd) leiddi skólastjórnendur á Austurlandi í allan sannleika um skólann. Yfirmaður menntamála sýslunnar er lengst til hægri.

Frisco 436

Hópurinn við aðalinngang skólans.

Frisco 445

Snyrtimennska og flott hönnun er aðalsmerki hins sýnilega skóla. Innviðirnir, þ.e. skólastarfið sjálft er sömuleiðis aðdáunarvert. Skólinn samanstendur af nokkrum byggingum og álmum frá mismunandi tímum.

Frisco 428

Miðsvæðið á "campusnum"

Frisco 447

Hér gengur austfirski hópurinn inn í leiklistarálmuna. Öll valfög, s.s. leiklist, myndlist, tónlist, íþróttir o.s.f.v. eru gjaldfrjáls. Allir í skólanum hafa jafna möguleika til náms, óháð stétt og stöðu.

Frisco 448

Hópurinn var beðinn um að læðast og hafa algjört hljóð, því æfing var í fullum gangi í "leikhúsinu".

Frisco 418

Eitt af valfögum við skólann er bifvélavirkjun. Einnig eru undirbúningskúrsar fyrir lögfræði í skólanum o.fl.

Frisco 419

Umsjónarmaður vélvirkjadeildarinnar er þessi kona í rauðu skyrtunni. Hún er hámenntuð og með margar háskólagráður í faginu og hefur m.a. unnið hjá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna. "Menntamálaráðherrann"í Marin County, í hvítu skyrtunni.

Frisco 420

Frisco 422

Það hafði lengi verið draumur kennarans að fá gamlan "alvöru" klassískan amerískan kagga í kennslustofuna. Sá draumur hafði nýlega ræst þegar við komum í heimsókn. Mig minnir að þetta sé Mustang ´69.

Aðföngin (bílarnir) eru gjarnan í eigu nemenda eða foreldra þeirra, eða kennara við skólann, sem fá þá viðgerð og viðhald frítt en borga kostnað við varahluti. Sömuleiðis gefst eldri borgurum í Larkspur kostur á að koma með bíla sína til viðgerðar og margir nýta sér það.

Frisco 429

Skólastjórinn með fyrirlestur við eina álmuna.

Frisco 427

Aðstaða til íþróttaiðkunar í skólanum er ótrúlega flott. Það hefur skilað sér í verðlaunaliðum m.a. í sundi, körfubolta, ruðningi og fótbolta. (Soccer)

Hinar ýmsu byggingar og álmur á skólalóðinni, bera nöfn fyrrum kennara skólans sem þóttu skara fram úr. Aðalbyggingin heitir t.d. "Wood Hall", í höfuð fyrsta skólastjórans, en skólinn var stofnaður árið 1908. Íþróttahúsið heitir "Gustafsson´s Gym"(Gus Gym).

IMG00135-20100910-1134scoreboardtrack

 

 

 

 

 

Frisco 438

Við fengum að kíkja inn í nokkrar kennslustofur. Eðlis og efnafræði.

Frisco 443

Náttúrufræði.

Frisco 441

Í tónlistardeildinni höfðu nemendur smíðað ýmis hljóðfæri á frumlegan hátt. Hér eru tvær gerðir af strengjahljóðfærum.

Frisco 442

Hljómkassinn á þessum "gítar" er þvottabali!

Frisco 425

Frímínútur.

Frisco 444

Mötuneytið. Mikil áhersla er lögð á holla og góða fæðu.

Frisco 411

Minningarskjöldur á aðalbyggingu skólans, um fyrrum nemendur sem féllu í Seinni heimsstyrjöldinni, en þeir voru 55 talsins. Velunnarar skólans gáfu skjöldinn skömmu eftir stríðið, ásamt nýrri skólaklukku, sem sést á efstu myndinni í þessu bloggi.

Þessi skólaheimsókn var virkilega ánægjuleg. Þarna sáum við rjómann...  með skreytingu, á bandarískum "High School". Skólastjórinn sagði okkur ítrekað að þetta væri alls ekki dæmigerður bandarískur skóli og í raun væru skólarnir í Larkspur, einstakir á bandaríska vísu, fyrir gæði, aðstöðu og metnað,... og velvilja og örlæti íbúanna í bænum.

Að heimsókninni lokinni, höfðum við rúma tvo tíma til að skoða okkur um í sýslunni og ferðinni var heitið til nágrannabæjarins Sausalito, sem er í um 6 km. fjarlægð frá Larkspur. Blogga um það síðar.

frisco-kort

Larkspur er efst í vinstra horninu


Skólaheimsókn, fyrri hluti, San Quentin fangelsið

Í ráðstefnuferð Skólastjórafélags Austurlands til San Francisco, var m.a. farið í skólaheimsókn til Larkspur í Marin County. Larkspur er um 12.000 manna bær en í sýslunni allri búa um 250.000 manns. Golden Gate brúin liggur til Marin County, sem er 5. ríkasta sveitarfélag Bandaríkjanna.

Ákveðið var að taka ferju yfir til Larkspur og var siglingin afar ánægjuleg.

Frisco 366

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ferjuhöfnin er við enda Market Street , í um 15-20 mínútna göngufæri frá Union Square . Píramídalagaður skýjakljúfurinn, Transamerica Pyramid hægra megin á myndinni, olli miklum deilum þegar hann var byggður 1969-1972. Mörgum þótti hann ljótur og úr takti við aðrar byggingar í miðborginni. Í dag eru íbúar borgarinnar stoltir af honum, einmitt fyrir það að byggingin er öðruvísi og einstök. Svona getur sýn fólks og smekkur á umhverfi sitt, breyst í tímanns rás.

Frisco 373

Ferjan var hraðskreið og við giskuðum á að við værum á 25-30 mílna hraða. Miðborgin og Bay Bridge í baksýn. Dagsumferð um brúna er um 270.000 bílar!

Frisco 372

Golden Gate brúin, Marin County-megin. Alcatraz er hægra megin.

Frisco 385

Frisco 387

Útsýnið á siglingunni var fallegt og ekki spillti veðrið.

Frisco 389

Þegar siglt er inn í höfnina í Larkspur, blasir eitt frægasta og stærsta fangelsi Bandaríkjanna við; San Quentin.

Frisco 392

Frisco 393

Ekkert lífsmark var að sjá í eða við fangelsið. Engu var líkara en byggingin væri minnisvarði um eitthvað sem var, en svo er ekki. Þarna eru menn teknir af lífi með eitursprautu og í Wikipedia segir: "As of 2001, San Quentin's death row was described as "the largest in the Western Hemisphere".   Fangar á "dauðadeildinni" voru í desember 2008, 637 talsins. Meira að segja fangelsin í Texas státa ekki af svo fjölmennum dauðadeildum. Crying

Frisco 394

Sú hlið fangelsisins sem snýr að hinum ríka og snyrtilega smábæ, Larkspur, þar sem yfir 80% íbúanna eru af N-evrópskum uppruna, er máluð snyrtilega. Viðhald annarra hliða er verulega ábótavant. Það mætti kalla þetta "Pótemkin-tjöld".

Gaschamber800px-SQ_Lethal_Injection_Room

 

 

 

 

 

 

 

 

Á árunum 1893 til 1937 voru 215 menn teknir af lífi með hengingu í San Quentin, en þá var sú aftökuaðferð lögð niður og gasklefinn tók við (myndin til vinstri).

196 menn mættu skapara sínum í þessum fjögurra fermetra klefa, en þegar gasið þótti ekki lengur nógu "mannúðlegt"árið 1995, var tekin upp eitursprautuaðferðin. Gasklefanum var breytt til þeirra nota, eins og sést á myndinni til hægri. Frá 1996 til 2006 var að meðaltali einn maður á ári "sprautaður", samkvæmt Wikipedia.


Golden Gate

Golden Gate brúin í San Francisco, er ein þekktasta brú veraldar. Hún tengir borgina við Marin County en sundið á milli fékk þetta nafn; "Golden Gate", um miðja 19. öld þegar svæðið við flóann byggðist hratt vegna "gull-æðisins".

Frisco 150

Austfirðingar í myndatöku við Golden Gate.

Brúin var rúm fjögur ár í byggingu og var tekin í notkun árið 1937. Margt nýstárlegt var við þessa brúarsmíð, á þess tíma mælikvarða og þótti hún í raun einstakt verkfræðiafrek. Hún tilheyrir flokki svonefndra "hengibrúa"og hafið á milli brúarstöplanna var það lengsta í heimi í 27 ár. Í dag er þetta haf, 9. lengsta í veröldinni og ennþá það næst lengsta í Bandaríkjunum. Akashi-Kaikyo- brúin á núgildandi heimsmet, en hún var smíðuð árið 1998. Tölur um stærð brúarinnar má sjá hér (lengd, breidd, hæð og þyngd).

Byggingin til vinstri er "Fort Point" virkið, byggt í kringum 1850.

Frisco 153

Miklum vandkvæðum þótti bundið að brúa Golden Gate af nokkrum ástæðum og voru þær helstar að þarna er mikið dýpi og mjög miklir straumar, auk þess sem vindhviður geta orðið afar sterkar. Lengi vel var sagt að sundið væri óbrúanlegt.

Ný viðmið voru sett vegna öryggismála við byggingu brúarinnar sem hófst árið 1933. Orðatiltækið "Safety first",kom þá fyrst fram á sjónarsvið og er enn í dag kjörorð í bandarískum öryggismálum. Dauðaslys voru óhugnanlega algeng á þessum tíma, t.d. við byggingu skýjakljúfa, en nú skyldi gerð bragabót á því. Allir starfsmenn voru skyldaðir til að vera með öryggishjálma og í öryggislínum þar sem við átti. Auk þess var strengt öryggisnet, þannig að ef einhver fél útbyrðis, þá bjargaði netið. 19 menn áttu líf sitt að launa öryggisnetinu og urðu þekktir sem “Half-Way-to-Hell Club”.

Þegar byggingu brúarinnar var u.þ.b. að ljúka, hafði aðeins eitt dauðaslys átt sér stað, sem þótti einstakt við svona stóra framkvæmd. En þá dundi ógæfa yfir. Stillans sem festur var á annan brúarstöpulinn, gaf sig með 10 mönnum. Öryggisnetið hélt ekki þunganum og rifnaði og allir mennirnir létu lífið.

Viðtöl á myndbandi við tvo gamla menn sem unnu við smíði brúarinnar og gamlar ljósmyndir, má finna hér

Frisco 152

Við Golden Gate brúnna, mættu þessir brimbrettakappar til að nýta sér ölduna.

Frisco 156

Ekki er hægt að segja að kjöraðstæður væru þarna fyrir "surfing"

Frisco 158

Annar kappinn kominn út í og hinn bíður átekta eftir öldunni.

Frisco 160

Mennirnir syntu töluvert langt út og riðu svo öldunni að óblíðri ströndinni og létu sig falla rétt áður en þeir lentu í stórgrýtinu.


Systurnar sjö í San Francisco

Frisco 189

Í jarðskjálftanum mikla í San Francisco árið 1906, kviknuðu miklir eldar í borginni og allur miðbærinn brann. Stór hluti þeirra íbúa sem fórust í þessum náttúruhamförum urðu eldinum að bráð.

Í kvosinni milli skýjakljúfanna í baksýn og hæðarinnar sem myndin er tekin á, var breiðasta stræti San Francisco á þessum tíma. Breidd strætisins kom í veg fyrir að eldurinn breiddist út og eyðilegði þetta merkilega hverfi, sem byggt er í "viktoríönskum stíl" seint á 19. öld.

Þessi sjö hús í forgrunni eru kölluð "Systurnar sjö"og þykja bæði falleg og og eiga sér merkilega sögu. Húsin er lítil og ef einhver hefur áhuga, þá er endahúsið til vinstri til sölu. Verðið er 450 milj. ískr.

Frisco 190

Þessi hæð er eitt fallegasta íbúðahverfi sem ég hef séð.

Frisco 177

Frisco 180

Frisco 181

Þessi hús hafa verið notuð sem leikmynd í nokkrum Hollywood myndum, t.d. Tootsie . Leikarinn Robin Williams á heima í Hverfinu, ásamt fleirum frægum og ríkum. 


Vísindasafnið í San Francisco

Frisco 240

Safnið er staðsett í Golden Gate Park, sem er risastór garður, nokkrir kílómetrar á kant. Garðurinn er á flatlendi og það tekur um hálftíma að komast þangað með strætó, frá miðbænum. Ég giska á að fjarlægðin sé samt ekki meiri en 10 km. Safnið er vinstra megin á myndinni.

Borgin er byggð á afskaplega bröttum hólum og hæðum og margir hafa eflaust litið hýru auga á svæðið sem garðurinn þekur. En þrátt fyrir að Kaninn sé eins og hann er, þá má hann eiga það að hann er ekki alvitlaus. Tounge

Frisco 244

Þessi mynd er tekin í átt frá safninu.

Frisco 248

Þegar inn var komið, blasti þessi beinagrind risaeðlu við okkur. Maður væri frekar varnarlaus gagnvart svona kvikindi, ef maður mætti því á röltinu. Errm

Frisco 256

Sum klaufdýrin í Afríku eru engin smásmíði. Þessi er t.d. miklu stærri og þyngri en íslenski hesturinn.

Frisco 251

"Við erum öll Afríkumenn". (Myndirnar stækka ef smellt er á þær tvisvar)

frisco

Vinstra megin er nútímamaðurinn en hinn er Neanderdalsmaður.

Frisco 300

Í safninu er stór glerkúla og inni í henni er alvöru regnskógur með tilheyrandi loftslagi... sem var auðvitað afskaplega heitt og rakt. Þar flögra um ýmsir smáfuglar og stór og litskrúðug fiðrildi. Undir kúlunni er risastórt fiskabúr sem sést í, utan við kúluna til vinstri. Við áttum eftir að fara í skoðunarferð "undir" fiskabúrið.

Frisco 266

Inni í "regnskóginum".

Frisco 267

Séð niður, úr regnskóginum.

Frisco 269

Þarna er baneitraður froskur; "jarðarberja-eiturörvafroskur", í lauslegri þýðingu. sem varla er stærri en þumalfingur. Indíánar í Suður- Ameríku smyrja eitrinu úr froskinum á örvaodda sína.

Frisco 260

Þarna glyttir í fólk undir tjörninni í regnskóginum.

Frisco 275

Og hér erum við svo komin "í neðra".

Frisco 282

Margir rangalar voru þarna niðri og misstórir gluggar út um allt.

Frisco 286

Þessi fiskur er um 10 cm að stærð. Stærstu fiskarnir voru um 2 metrar að lengd, en þeir voru ekki fagurlitaðir eins og þeir smærri.

Frisco 278

Marglittur... í draumkenndu svifi í undirdjúpunum.

Frisco 294

Að utan lítur efsti hluti regskógarkúlunnar svona út.

Við enduðum heimsókn okkar í vísindasafnið, með því að fara í bíó. Bíótjaldið var íhvolft loftið í um 300 manna sal. Sætin voru hrikalega þægileg eftir að hafa rölt um safnið í tæpa 3 tíma. Maður lá næstum láréttur í dúnmjúku sætinu og horfði upp í loft. Myndin var stórkostleg og fjallaði um upphaf lífsins í heiminum... upphaf vetrarbrautanna... frá "miklahvelli", til nútíma á jörðinni okkar. Þessum örsmáa heimi, í óravíddum alheimsins.


Fisherman´s Wharf í Frisco

Frisco 109

Önnur af tveimur skoðunarferðum sem ég fór í með skólastjórnendum af Austurlandi á ferð okkar til San Francisco, var að "Bryggju #39", (Pier 39) Fisherman´sWharf. 

Þarna er gríðarlegt úrval af veitingahúsum sem sérhæfa sig í sjávarréttum af ýmsu tagi.

Frisco 110

Hópurinn skellti sér inn á einn veitingastaðinn og fengum okkur "Súpu í súrdeigsbrauði". Við Ásta fengum okkur skelfisksúpu, en Hilmar og Halldóra fengu sér mexíkóska baunasúpu.

Frisco 114

Í þessu bryggjuhverfi er einnig fjöldi smáverslana sem selja ferðamönnum minjagripi af ýmsu tagi.

Frisco 113

Þarna var einnig sölustandur með baðsölt í mörgum litum... og lyktum. Konurnar í hópnum féllu að sjálfsögðu fyrir þessu. Joyful

Frisco 117

Búð fyrir örvhenta. Þarna var margt fyndið að sjá.

Frisco 126

Á "Pier 39" er einnig frægt "Sæljónastæði". Þessir trépallar eru þarna sérstaklega fyrir sæljónin. Engu var líkara en þarna væru margar tegundir sæljóna, svo ólík voru þau að stærð, lit og í feldgerð, en mér skilst að þau séu bara svona misjöfn eftir aldri og kyni.

Frisco 128

Þó ekki værum við þarna á "High season"ferðamannatímabili, þá var mikill mannfjöldi í Fisherman´s Wharf og sæljónin voru vinsæl.

Frisco 132

Á leið okkar í rútunni til Golden Gate brúarinnar frá Fisherman´s Wharf, benti leiðsögumaður okkur á þennan mann. Ég rétt náði að smella af honum mynd út um gluggann. Í Wikipedia segir:

World Famous Bushman  "David Johnson, also known as the World Famous Bushman, is a homeless man who has been scaring passers-by along Fisherman's Wharfin San Franciscosince 1980"

Þegar fólk gengur í grandaleysi sínu fram hjá þessum runna, stekkur hann fram, stundum með óhljóðum. Þeir sem standa álengdar og fylgjast með, gefa honum peninga fyrir skemmtunina. Í Wikipedia er vitnað í Bush-manninn og segist þessi "heimilisleysingi"hafa í góðum árum, allt að 7 miljónir ÍSKR í tekjur.

Á tímabili réði hann sér"lífvörð" til að verja sig gegn fólki sem ekki var skemmt yfir uppátæki hans.

Næst er blogg um Golden Gate.


Togvíravagnar og brekkurnar í Frisco

Frisco 219

San Francisco er byggð á 36 hæðum (hills). Brekkurnar eru margar hverja ótrúlega brattar og eins gott að þarna er aldrei hálka. Þessar brekkur hafa verið vinsælar "leikmyndir" í bandarískum hasarmyndum þar sem bílaeltingaleikir koma við sögu.

Ég spurði leiðsögumann sem við höfðum einn daginn, hvort einhverjar sérstakar brekkur væru vinsælli en aðrar í bíómyndunum og svarið var að þær væru nokkrar á tiltölulega litlu svæði. Þessi hér að ofan er örugglega ein af þeim. Joyful

"Cable cars"(Togvírsvagnar?) er sérstakt fyrirbrigði í San Francisco og í brekkunni miðri, má sjá einn slíkan. Vagnarnir hafa verið í samfelldri notkun síðan 1873.

"The best known existing cable car system is the San Francisco cable car systemin the city of San Francisco, California. San Francisco's cable cars constitute the oldest and largest such system in permanent operation, and it is the only one to still operate in the traditional manner with manually operated cars running in street traffic."(Wikipedia)

(Myndirnar eru skemmtilegri til skoðunar, ef smellt er tvisvar sinnum á þær)

Frisco 209

Frisco 210

Við "Market street" er nyrðri endi brautarinnar fyrir togvírsvagninn. Brautin liggur svo suður yfir ásinn á efstu myndinni, til hins fræga bryggju og veitingahúsahverfis; "Fishermans Wharf". Blogga um það hverfi síðar.

Þegar vagninn er kominn á brautarenda, er honum snúið með handafli á hringlaga palli. Ferðamenn bíða í löngum röðum eftir því að komast í ferð með þessum "dráttarklár".

Frisco 217

Bremsubúnaðurinn er þessi gormur með bremsuklossa. Honum er stjórnað með stóru handfangi af vagnstjóranum.

Frisco 212

Farþegarnir streyma um borð. Vagnstjórinn, þessi með derhúfuna, heldur um hinar löngu stjórnstangir.

Frisco 216

"Togvírinn", gengur stanslaust þó vagnarnir séu stopp. Vírinn er á stærð (þykkt) við trollvír á togara. Sérstakt hljóð heyrist frá vírnum, einhverskonar "úúúú", sem verður áberandi í kvöldkyrrðinni.


Chinatown

Frisco 307

Chinatowní San Francisco er elsta og frægasta Kínahverfið í N-Ameríku (frá 1840) og var lengi vel það fjölmennasta, en í dag mun það vera Kínahverfið í New York.

Myndina hér að ofan tók ég af hliðinu inn í aðalgötu hverfisins. Hún er um 2 km. að lengd og nokkrar hliðargötur tilheyra einnig Chinatown. Hverfið er nánast eins og kínversk nýlenda og menningin er allt öðruvísi um leið og komið er inn fyrir hliðið.

T.d. er þjónustulundin í afgreiðslum verslananna ekki af sama toga og utan hverfisins, en Ameríkanar eru snillingar á því sviði. Sumt af afgreiðslufólkinu þarna talaði mjög bjagaða og illskiljanlega ensku.

Frisco 325

Aragrúi verslana og veitingahúsi er í aðalgötunni og þar eru vörur og þjónusta ýmiskonar, ódýrari. T.d. kostaði herraklipping aðeins 10 dollara þarna en í verslunarmiðstöðvum utan hverfisins var verðið 35-40 dollarar.

Frisco 311

Aðalgatan liggur utan í brekku og að neðanverðu er ekki margt sem minnir á Kína. Hér er horft í átt að fjarmálahverfinu í San Francisco.

Frisco 321

Minjagripir, silkivörur og skartgripir eru meðal helstu verslunarvara þarna.

Frisco 313

Ásta fékk sér fallega kápu, "China style".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband