Viđ leiđi Káins í Norđur-Dakota, myndband

Ég fór til Kanada og Bandaríkjanna í byrjun júní međ starfsfólki Grunnskóla Reyđarfjarđar. Ţetta var skólaheimsókn en fariđ er í slíka ferđ á u.ţ.b. 5 ára fresti. Ţessar ferđir eru frćđandi og uppbyggjandi fyrir starf grunnskólans, bćđi fyrir kennara en einnig annađ starfsliđ skólans.

Flogiđ var til Minneapolis og ţađan tekin rúta til Winnipeg, tćplega 800 km. leiđ en gist var í smábćnum Alexandria í Minnesota á norđurleiđinni en í Grand Forks í N-Dakota í bakaleiđinni.

Ţrennt kom mér dálítiđ á óvart í ferđinni. Ţađ fyrsta hve stór og fjölmenn Winnipeg er. Annađ, hve lítil og fámenn Gimli er og ţađ ţriđja hve Íslendingabyggđirnar voru og eru fjölmennar og blómlegar í Norđur Dakota.

Hópurinn naut leiđsagnar Jónasar Ţórs, sagfrćđings og var ţađ í alla stađi frábćrt ađ hafa ţann hafsjó af fróđleik um sögu Íslendinga í Vesturheimi á ţessu ferđalagi.

Í Thingvalla Township, í Pembinasýslu í Norđur Dakóta, er kirkjugarđur en hin merkilega kirkja ţar brann til kaldra kola fyrir nokkrum árum síđan."The church and community that surrounded it was also known locally as Eyford"(Wikipedia).Kirkjugarđurinn er skammt frá "Íslendingaţorpinu" Mountain. Altaristafla kirkjunnar var stytta af Jesú Kristi eftir Bertel Thorvaldsen og er nú ţađ eina sem eftir stendur og á myndinni hér ađ neđan er leiđsögumađur okkar viđ styttuna, Jónas Ţór, ásamt heimamanni sem er af alíslenskum ćttum.

119 (640x427)

Nánast öll nöfn á legsteinum í garđinum eru alíslensk en svo var einnig í öđrum kirkjugarđi skammt frá, í "Gardar" (í Görđum)

Káinn hvílir ţarna og myndbandiđ hér ađ neđan sýnir örlitla minningarstund  sem hópurinn átti en Jónas Ţór var duglegur ađ kynna fyrir okkur kveđskap Káins í rútunni, okkur til mikillar ánćgju. Hildur Magnúsdóttir, kennari, fékk ţann heiđur ađ skála fyrir hönd hópsins viđ Káinn.

Ţess má geta ađ Baggalútsmenn gáfu út plötu, "Sólskiniđ í Dakóta",  tileinkađa Káinn og Íslendingabyggđunum í N-Dakóta. Mörg frábćr lög eru á plötunni og titillagiđ er í uppáhaldi hjá mér. Mér skilst ađ erfitt sé ađ fá diskinn í búđum en hćgt er ađ kaupa hana hér:       http://www.tonlist.is/Music/Album/340612/baggalutur/solskinid_i_dakota/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Káinn var aldrei giftur og hafđi aldrei átt barn, en var barnavinur.

Hér er gullfalleg vísa hans um Stínu litlu Geir.

Síđan fyrst ég sá ţig hér,

sólskin ţarf ég minna;

gegnum lífiđ lýsir mér

ljósiđ augna ţinna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 24.7.2012 kl. 05:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir ţetta, Haukur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2012 kl. 06:39

3 identicon

Hér kemur svo ein eftir Káinn

Lesiđ hef eg lćrdómsstef,

ţótt ljót sé skriftin,

og síst eg efa sannleikskraftinn

ađ sćlla er ađ gefa en ţiggja á kjaftinn.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 24.7.2012 kl. 19:21

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kímniskáldiđ í essinu sínu

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2012 kl. 19:29

5 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Fékk ţann heiđur fyrir tveim árum ađ skála viđ Káinn, undir minningarlestri Jónasar. Ţetta var dásamleg stund og ferđin í alla stađi frábćr. Náđi Íslandingadeginum í Mountain og einnig Gimli.

Heimili Káins var lengst af beint á móti Thingvallakirkju, í rjóđrinu hinu meginn viđ veginn. Hann átti ţví heima mitt á milli tveggja stćđstu byggđarkjarna Íslendingabyggđarinnar í ND, Mountain og Gardar.

Ţađ má margt gott skrifa um ţetta skáld, ţó hér á landi hafi kannski veriđ mest haldiđ á lofti hversu drykkfeldur hann var. Ţá sögu ţekkja ţó ekki ţeir sem voru honum samtíma á sléttum ND. Ţar var hann ţekktari fyrir dugnađ og einstaka barngćsku, ţó vissulega hann fengi sér stundum í staup.

Kveđskapur Káins er einstakur. Glettni og grín skín ţar í gegn og oftar en ekki fékk hann "mektarmenn" upp á móti sér vegna ţess. Ţá er einstakt ađ skođa hvernig hann blandar saman enskum orđum inn í kveđskap sinn.

Gunnar Heiđarsson, 26.7.2012 kl. 09:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband