Færsluflokkur: Sakamál
Þeir segja að leitin hafi forvarnargildi
Það er nú meiri forvörnin! Nær væri að segja að þetta rándýra "show" hefði upplýsandi gildi fyrir þá sem ekki vilja vera nappaðir með "jónu" í vasanum. Nú vita þeir hvernig ber að haga sér.
Markmiðið með fíkiniefnaeftirliti hlýtur að vera að sporna við og uppræta fíkniefnaneyslu. Er að nást árangur í því? Svarið er stutt og laggott "Nei". Kostar fíknienfnaeftirlit mikla peninga? Og svarið er "Já, mjög mikla".
Forvarnar og meðferðarstarf er það sem leggja þarf áherslu á en þegar ég tala um "forvarnarstarf", þá er ég ekki að tala um rándýrt hunda-show. Einn fyrirlesari í sal skólans, fagmaður í forvarnarstarfi á sviði fíkniefnamála, skilar meiri árangri en svona sirkus með tilheyrandi raski og ónæði.
Fíkniefnaleit í Tækniskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 11.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Það verður hlutverk mitt á næstunni að leita allra ráða til þess að ökunemendur mínir hagi sér ekki með þeim hætti sem pilturinn gerði samkvæmt viðtengdri frétt.
En þetta er ekki einfalt mál.
Ungi ökumaðurinn getur hagað sér óaðfinnanlega í ökunáminu og í æfingakeyrslunni. Hann stenst öll próf um andlega og líkamlega getu til að aka bifreið og þá er hann kominn með ökuskírteini.
Ákveðinn áhættuhópur ungra ökumanna (og þar eru karlmenn í miklum meirihluta), lenda í fleiri og alvarlegri slysum en aðrir jafnaldrar þeirra. Hraðakstur er þar efstur á blaði sem orsakavaldur. Það er ökukennarans að meta nemandann því ökunám verður alltaf að stórum hluta einstaklingsmiðað nám.
Ég ætla ekki að fara í nánari skilgreiningar á áhættuhópum en segi þó það að innsæi ökukennarans er mikilvægur þátttur í matinu á nemandanum. Það veltur á því innsæi hvort ökukennaranum þyki ástæða til að tala við foreldra nemans, með það fyrir augum að fá frekari gögn um viðkomandi, með samþykki foreldranna að sjálfsögðu.
Þarna getur efinn legið
Tekinn á 147 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 3.12.2009 (breytt kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lögreglumenn standa víðast hvar saman, ekki síst í Bandaríkjunum en þar eru þó nokkrir lögregluþjónar drepnir á ári hverju við skyldustörf sín. "Hell breaks loose" innan lögreglunnar ef félagi þeirra er myrtur og ofurkapp er lagt á að hafa uppi á morðingjanum. Öllu er kostað til.
Umræddur löggumorðingi, Maurice Clemmon, í viðtengdri frétt er skólabókardæmi um sorglegt lífshlaup blökkumanns í Bandaríkjunum sem leiðst hefur út í glæpi kornungur, gripinn fyrir rán og dæmdur í ævilangt fangelsi, aðeins 17 ára gamall. HÉR má lesa ágrip af sögu hans.
Ég held að lögreglumönnunum sem skutu Clemmon, hafi ekki verið sérlega umhugað um að ná honum lifandi. Eflaust hafa skipanir yfirmanna þeirra verið á þá lund að "reyna" að ná honum ómeiddum. Með þessu er ég í raun að segja að Maurice Clemmon hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga.
Engin rannsókn mun leiða slíkt í ljós... og öllum mun verða slétt sama.
Meintur morðingi skotinn til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 1.12.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Minni fólks sem þurft hefur að bera vitni fyrir dómi, er ekki óbrigðult. Gerðar hafa verið rannsóknir á þessu og það hefur komið í ljós ótrúlegur munur á upplifun fólks á sama atburðinum.
Sumstaðar hefur lögreglan teiknara á sínum snærum til að draga upp mynd af meintum afbrotamönnum, samkvæmt minni vitnis. Ýmsar skondnar myndir hafa komið út úr því, sjá HÉR
Ah... þessi. Ég man eftir honum
.... líka þessum
.... og þessum
Það er kannski rétt að tattóvera glæpamenn, svo teiknarar lendi ekki í hremmingum?
Ég man eftir einum "góðkunningja" lögreglunnar í Reykjavík sem hafði látið tattóvera stjörnu á kinnina á sér. Maðurinn hafði hlotið fjölda dóma fyrir ávísanafals o.fl.
Fljótlega eftir tattúið uppgötvaði maðurinn að það var ekki það sniðugasta sem hann hafði gert, m.t.t. starfsvettvangs síns. Þá datt honum það snilldarráð í hug að setja plástur yfir stjörnuna þegar hann var í "vinnunni"
Teiknar Manhattan út frá minni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 28.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ekki talsmaður langra fangelsisdóma almennt, nema e.t.v. vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Stundum þarf samfélagið að verja sig gegn hættulegum mönnum. Ég tel að hið gamla hugtak, "betrunarvist", eigi ekki við um þann gjörning að einangra fólk frá samfélaginu, án þess að einhverskonar meðferð fylgi í kjölfarið.
Það á ekki að líta á fangelsisdóma sem "hefnd samfélagsins" á afbrotamönnum. Að senda þá í "Glæpaskóla Ríkisins", með fríu fæði og húsnæði, er ekki góð fjárfesting. En samfélag heiðarlegs fólks hlýtur að fagna því ef hægt er að snúa mönnum til betri vegar. Það kostar peninga, en þeir skila sér til baka.... margfalt.
Ég geri engar athugasemdir við fangfelsisdóma þeirra sem réðust á lögregluþjónana sem fjallað er um í fréttinni sem ég tengi við. Gegn svona ofbeldisbrotum þarf að bregðast við af hörku. En ég vona að þessum afbrotamönnum verði boðin einhverskonar aðstoð á meðan á fangavistinni stendur.
Í fangelsi fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 28.10.2009 (breytt kl. 15:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir nokkrum árum fóru viðskipti með hass aðalega fram í fríríkinu Kristjaníu í útjaðri miðborgar Kaupmannahafnar. Þá datt danskinum í hug að uppræta hass í borginni og hætta að snúa blinda auganu að fríríkinu.
Auðvitað upprættu þeir ekkert hassið og það vissu allir að myndi ekki gerast, nema þeim sem datt þetta snjallræði í hug. Hinsvegar jókst ofbeldi á götum borgarinnar til muna í tengslum við baráttu glæpamanna um yfirráð yfir markaðinum.
Skotinn í höfuðið í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 17.10.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þann 9. 0któber 2008, skrifaði ég ÞENNAN pistil sem í dag er fréttaefni erlendra fjölmiðla, sléttu ári síðar.
Ef ég hefði kafað aðeins faglegar ofaní málið, væri ég kannski handhafi einhverra blaðamannaverðlauna
Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 11.10.2009 (breytt kl. 15:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumar konur kikna í hnjáliðunum þegar þær sjá karlmenn í einkennisbúningi. Það er ekki eins algengt hjá karlpeningnum.... að sjá konur í búningi. Samt örugglega eitthvað um það... hjúkkan...hmmm
Heitari lönd en klakinn okkar, bjóða auðvitað upp á meiri möguleika í klæðavali fyrir lögregluþjóna.
Hver vill vera óþekkur við þennan lögregluþjón?
Má bjóða þér líkamsleit?
Berrassaðar löggur á hlaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 22.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hin fræga bíómynd Adrian Lyne, " Lolita " , vakti töluverða athygli á sínum tíma. Sumum fannst tilhlýðilegt að sýna hneikslun sína og vandlætingu. Aðrir dáðust að myndinni sem listaverki með afar sérstæðri sögu.
Þetta lesbíska samband tónlistarkennarans og ungu stúlkunnar, gæti einnig ratað á bók og í kvikmynd.
Ekki spurning
Fangelsi fyrir samband við nemanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 21.9.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glæpamenn í efnahagsbrotadeildinni eru gjarnan nefndir "Hvítflibbaglæpamenn". Þegar þessir gaurar fara á stjá, þá er oft um miljarða að tefla. Þjóðfélagið þarf sérstaka vernd gagnvart svona mönnum og það ber að fagna allri þeirri erlendu aðstoð sem við getum fengið. Það er sama hvaðan gott kemur, jafnvel þó frá Bretum sé.
Rannsókn í samvinnu við SFO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 13.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni