Færsluflokkur: Sakamál

Viðskipti og fjármál = sakamál

Eins og flestir vita er um nokkra bogg-flokka að ræða hér á Moggablogginu. Einn þeirra kallast "viðskipti og fjármál". Annar kallast "sakamál" og nú setur maður flestar bloggfærslur um bankahrunið í þann flokk.

Enn annar flokkurinn kallast "Stjórnmál og samfélag". Sennilega fer maður að nota sakamálflokkin undir stjórnmálabloggið líka.

Hvernig liti það út ef bandarískir stjórnmálamenn yrðu uppvísir að því að vera í fjárhagslegum tengslum við Mafíuna þar í landi? Tengslum sem næmi tugum, hundruðum og jafnvel miljörðum króna?

Flokksmenn mínir, Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín og sennilega fleiri... og einnig fólk í öðrum flokkum, eiga ekki að koma nálægt pólitísku starfi fyrir almenning. Þau eiga bara að einbeita sér að fjármálabraski.


mbl.is Glitnir: „Skýstróks-áætlunin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Bubbi nú?

"Stærsta bankarán sögunnar" Mig minnir að þetta hafi verið fyrirsögn með stríðsfréttaletri í baugsmiðlunum og höfð eftir Jóni Ásgeiri þegar ríkið yfirtók 75% af hlutafé bankans í upphafi hrunsins.

Þetta var hárrétt hjá "götustráknum", en ránið átti sér bara stað mun fyrr og ræninginn var ekki ríkið, heldur hann sjálfur.

Hvað segir Bubbi Morthens nú?


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldrifjaðir og forhertir glæpamenn

hvítflibbarEf einhver hefði sagt við mig í upphafi hrunsins að Hreiðar Már, Magnús Guðmunds, Sigurður Einarsson, Björgólfsfeðgar og sennilega miklu fleiri af toppmönnunum í íslenska bankakerfinu, væru kaldrifjaðir og forhertir glæpamenn, hefði ég sagt að það væri bull og vitleysa. Annað virðist komið á daginn.

Um Jón Ásgeir gegnir öðru máli, hann er "götustrákur".... eins og Davíð Oddsson orðaði pent.


mbl.is Höfða mál gegn Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpirnir byrjuðu 2005!

white_collar_crimeÞað að glæpsamlegt athæfi þessara manna hafi byrjað árið 2005... kannski fyrr, hver veit, bendir til þess að mennirnir séu í grunninn óheiðarlegir. Árið 2005 var allt í blóma og engin teikn á lofti um að bankarnir væru að sigla í vandræði. Eftir því sem mér skilst var það ekki fyrr en 2006 sem síga fór á ógæfuhliðina, þó engan hér á landi grunaði það, a.m.k. ekki stjórnmálamönnunum okkar, nema Davíð Oddsyni, hann varaði við þessu.

En auðvitað vissu stjórnendur og eigendur bankanna hvað klukkan sló árið 2006.... kannski fyrr. Ég hef ákveðinn skilning á því að bankamennirnir hafi farið á taugum nokkrum mánuðum fyrir hrun og tekið óskynsamlegar og jafnvel glæpsamlegar ákvarðanir þegar hyldýpið blasti við. Ekki að það hafi verið réttlætanlegt á nokkurn hátt, en menn undir miklu álagi hugsa stundum óskýrt og missa glóruna.

 En skjalafals og markaðsmisnotkun í velgengni sýnir að þessir menn eiga sér engar málsbætur og í væntanlegum dómsmálum yfir þeim, eiga þeir því að fá sínar refsingar í samræmi við það.


mbl.is Framburður stangaðist verulega á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófar að nóttu

Þessi bloggfærsla mín kemur viðtengdri frétt ekkert við að öðru leyti en því að hún varðar nýbakaða foreldra, en ég ákvað að tengja færsluna við fréttina í þeirri von að ef margir lesa þetta, þá er e.t.v. örlítil von þó veik sé, að málið upplýsist.

Þannig var að sl. nótt var öllum dekkjum á fólksbíl mágs míns stolið fyrir utan heimili hans að Ásakór í Kópavogi. Dekkin voru ný sumardekk á álfelgum og tjónið er mjög tilfinnanlegt fyrir hann og fjölskyldu hans, ekki undir 400 þúsund krónur.

Mágur minn greindist með MS-sjúkdóminn fyrir um ári síðan og var frá vinnu í marga mánuði en fyrir Guðs blessun hefur hann náð sæmilegri heilsu á ný þó vissulega sé óvissa með framhaldið. Hann er nú í fæðingarorlofi ásamt konu sinni en þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um mánuði síðan.

3

Svona var aðkoman í morgun þegar hann kom að bílnum.

1

Svona líta felgurnar út: Felgur, VW Vision 18x8". Dekkin eru IronMan 235/40/R18

Ef einhver sér svona felgur, væntanlega nýkomnar undir bíl eða verða það fljótlega, þá væri ljúft ef þið létuð viðkomandi vita: Örn Ingi, sími 849 6845. Felgurnar eru ekki nýjar en dekkin eru það.

Ömurlegt að lenda í þessu.

Ps. Mér þykir merkilegt að lögreglan sem kölluð var á staðinn strax í morgun, skyldi ekki athuga hvort fingraför væru á bílnum í kringum brettin. Þeir reiða nú ekki allir með vitið í þverpokum, þjófarnir GetLost og ég hefði haldið að lögreglunni ætti að vera kunnugt um það.


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilvirkt kerfi í Kína

15247738Eftir að kínverskur maður hafði stungið átta börn til bana í Fuijan héraði í síðasta mánuði, hefur dauðadómi hans þegar verið fullnægt með riffilskoti í hnakkann. Þeir eru ekkert að sluksa við þetta, Kínverjarnir

 

Hnífaárásir í leikskólum í Kína hafa verið óhugnanlega tíðar að undanförnu og það hlýtur að segja sig sjálft að fólk sem gerir svona hluti er varla heilt á geði. Geðsjúkdómar virðast ekki gera fólk í Kína ósakhæft.

kínaÁ myndinni hér til hliðar er æfing í gangi en útvaldir böðlar æfa sig í tvo daga fyrir hverja aftöku. Tveir til þrír lögreglumenn eru við hvern sakborning. Sakborningurinn er beðinn um að hafa munnin opinn, rétt áður en aftakan er framkvæmd því ef kúla fer út um munninn, verður aftakan ekki eins sóðaleg.

Buxnaskálmar sakborninga eru gjarna bundnar saman með snæri, því algengt er að hinn dauðadæmdi losi saur og þvag, rétt fyrir og stundum eftir aftökuna.

HÉR má lesa viðtöl við kínverska böðla o.fl. sem málið varða. Átakanleg lesning. 

Hér má sjá nokkrar ljósmyndir af aftöku. VARÚÐ, alls ekki fyrir viðkvæma  Crying

Í fyrra lýsti Hæstiréttur í Kína því yfir að þeir hyggðust fækka dauðadómum en árið 2008 voru að meðaltali  4,7 manneskjur líflátnar í landinu á degi hverjum. Reyndar eru tölur um líflátna ríkisleyndarmál í Kína, en Amnesty International áætlar þessa tölu.

Viðurlög við 60 tegundum afbrota í Kína er dauðarefsing, m.a. vegna skattsvika og fjársvikamála. Sömuleiðis fær einn og einn mótmælandi í landinu, hnakkaskotið náðuga.


mbl.is Kínverji stakk 28 leikskólabörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennileg birtingarmynd forræðishyggjunnar

jdun611lÉg vil byrja á að taka fram að ég er algjörlega andvígur dauðarefsingum.

Ég skil þó reiði aðstandenda fórnarlamba morðingja, sérstaklega foreldra barna. Það er ekkert rangt, skrítið eða slæmt við þær tilfinningar að foreldrið vilji að morðingi barns þeirra, hljóti a.m.k. sömu örlög, þ.e. gjaldi fyrir með lífi sínu. Þetta eru eðlilegar og mannlegar tilfinningar.

Við eigum hins vegar sem samfélag að láta skynsemina ráða, þ.e.a.s. ef við viljum vernda mannréttindi. Það er hroðalegur glæpur að taka saklausan mann af lífi og auk þess er það ekki á mannanna ábyrgð að ákveða hver lifir og deyr.

Það er hægt að færa mörg rök gegn dauðarefsingu en öll rök með henni stranda strax á grundvallaratriði í mínum huga: "Þú skalt ekki morð fremja".

En þá að forræðishyggjunni varðandi þessa viðtengdu frétt.

Nú vilja einhverjir ákveða hvað hinum dauðadæmda er "hollast" á banastundinni: Að fá kúlu í hjartastað eða að fá lamandi eitursprautu í æð. Þeir vilja taka ákvörðunarréttinn af einstaklingnum sem málið varðar.

Ég myndi velja kúluna.


mbl.is Valdi að verða skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeittur brotavilji

Þetta kallar maður einbeittan brotavilja!

 


mbl.is Bauð samfanga vinnu við vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott afgreiðsla

080915ArrestedSvona á að taka á þessu. Prik fyrir sýsla á Selfossi.

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint Joyful

 


mbl.is Vísað úr landi eftir afplánun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki á ábyrgð forstjórans

Umferðarlagabrotið er alfarið á ábyrgð rútubílstjórans en ekki forstjóra fyrirtækisins, eins og hann heldur fram í fréttinni.
mbl.is Rútubílstjóranum ókunnugt um hraðatakmarkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband