Færsluflokkur: Sakamál
Ég sá á fréttastöðinni Fox News í gær frétt um að 12 feta slanga sem var "gæludýr" á heimili í Bandaríkjunum, hefði sloppið úr búri sínu um miðja nótt og skriðið upp í rúm tveggja ára stúlkubarns. Þar vafði slangan sér um háls stúlkunnar og kirkti hana. Hugsanlegt er að maðurinn sem átti slönguna og er fósturfaðir stúlkunnar, fái allt að 25 ára fangelsisdóm.
Í fréttinni kom fram að um 40 manns deyja árlega í Bandaríkjunum af völdum gæludýra af þessu tagi.
Dýrin mín stór og smá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 3.7.2009 (breytt kl. 15:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mannréttindi á að virða í hvívetna í öllum málum en réttindum fylgja líka skyldur. Ein höfuðskylda allra einstaklinga er að koma heiðarlega fram og það hefur Mansri Hichem ekki gert. Ef veita á þessum manni hæli á grundvelli þess að hann hóti að svelta sig til bana, þá má búast við holskeflu allskyns glæpalýðs viðsvegar að úr veröldinni sem kemur hingað skilríkjalaus. Linkind í svona málum er fljót að fréttast og nóg er af fólki sem er á flótta undan réttvísinni.
Fullyrðing sem stenst engan veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 13.5.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rétt áður en Bifreiðastöð Steindórs var seld bílstjórum hennar, að mig minnir 1982, keyrði ég nokkrar helgar á stöðinni og eftir að hún var seld þá keyrði ég þar í tæp tvö ár í fullu starfi. Þegar ég hætti þá hét ég því að keyra aldrei leigubíl aftur.
Fyrstu 2-3 mánuðirnir í leigubílsstjórastarfinu voru svakalega spennandi fannst mér, rétt rúmlega tvítugum manninum. En svo fór sjarminn af þessu og það varð skelfilega þreytandi að vera alltaf að vinna þegar flestir aðrir voru í fríi. Nokkur atvik frá þessum tíma eru mér ógleymanleg.
Eitt sinn fór ég með mann úr miðbænum og upp í Breiðholt. Þegar ég renni að blokkinni þá biður maðurinn mig að hinkra augnablik því hann þurfi að skjótast aðeins inn. Maðurinn kom aldrei til baka. Þetta gerðist einstaka sinnum og stundum tók maður eitthvað í pant ef maður treysti ekki viðkomandi. Úr og veski voru vinsælustu pant-hlutirnir en í dag eru það gsm-símar.
Nokkrum dögum seinna er ég pantaður vestur í bæ og þegar farþeginn sest í aftursætið þá sá ég að þetta er sami gaurinn og stakk mig af áður. Ég ákvað að segja ekki orð en hélt af stað áleiðis á áfangastað mannsins og á leiðinni hugsaði ég hvernig best væri að tækla málið. Þegar ég er að keyra austur Tryggvagötuna þá beygði ég skyndilega til vinstri að miðborgarlöggustöðinni í Tollhúsinu og stoppaði fyrir framan dyrnar. Ég snéri mér þá að manninum aftur í og sagði við hann að annaðhvort borgaði hann það sem hann skuldið mér strax, eða ég myndi leiða hann inn á stöðina. Svipurinn á manninum var "priceless" þegar hann góndi opinnmynntur á mig. Hann tók í fáti upp veskið sitt og muldraði einhverja afsökunarbeiðni um leið og hann týndi í mig seðlana og sagðist alls ekki vilja blanda lögreglunni í málið því hann væri nefnilega á skilorði. Þegar maðurinn hafði borgað, vísaði ég honum út og fékk mér kaffi á stöðinni.
Boðskapur sögunnar er: Þú skalt ekki stela..... frá leigubílstjóra
Með þýfið í leigubíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 21.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þær eru stundum skemmtilegar sögurnar af heimskum glæpamönnum og ekki eru þær síðri sögurnar af löggum sem reiða ekki vitið í þverpokum.
Ég hef þó mikla samúð með lögregluþjónunum á Suðurnesjum sem létu handjárnaðan eiturlyfjasmyglara sleppa frá sér. Þetta er skelfilega neyðarlegt fyrir þá, svo ekki sé meira sagt.
Hér koma nokkrar myndir af löggum í stuði.
Enn leitað að Belganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 3.4.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mannlaust hús, hvort sem það er iðnaðarhúsnæði eða annað, en notar helling af rafmagni. Hmmmm..... hvað getur verið í gangi?
Ég reikna ekki með að það varði við lög um persónuvernd að lögreglan skoði rafmagnsnotkun einstaklinga og fyrirtækja.
Margir vilja lögleiða notkun marihjúana. Kannski verða svona pakkar í híllum næstu Vínbúðar í framtíðinni.
Stórfelld kannabisræktun stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 27.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Svaka árangur hjá löggunni, halda sumir. En í raunini enginn árangur. Þessar handtökur og famgelsisdómar í kjölfarið, skapa svigrúm fyrir nýja "bændur" og sölumenn.
Tíma og fjármunum lögreglunnar væri betur varið í annað en að eltast við þetta, t.d. í glæpavakt í miðbæ höfuðborgarinnar og meira umferðareftirlit. Meiri pening í forvarnir og meðferðarstarf er betra, það skilar raunverulegum árangri.
Önnur stór verksmiðja upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 20.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er búið að dæma manninn og refsingin er ævilöng. Hinn viðbjóðslegi dómstóll götunnar, og þá sérstaklega sjálfskipaðir dómarar hér á blogginu, dæmdu manninn strax sekan.
Fyrir þeim dómurum er dómur Hæstaréttar væntanlega marklaus.
Sóknarprestur sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 19.3.2009 (breytt kl. 18:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á árunum 1982 -84 var ég leigubílstjóri á Steindóri og keyrði mennina tvo sem dóu í slippnum, oft á þeim árum. Mennirnir voru í mjög mikilli eiturlyfjaneyslu á þeim tíma og ég man að fréttin um lát þeirra kom mér og kollegum mínum ekki á óvart og enginn efaðist svo ég viti til um að þeir hefðu tekið sitt egið líf. Vinnubrögð lögreglunnar eru hins vegar ámælisverð og að rannsóknargögnum um málið hafi verið haldið frá aðstandendum mannanna er óskiljanlegt.
Svo virðist sem margir gangi út frá því sem vísu að dauði mannanna hafi borið að með öðrum hætti en sjálfsvígi og telja jafnvel að lögreglan hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Ég skil ekki hvernig fólk getur komist að síkri niðurstöðu. En einhver handvömm hefur greinilega átt sér stað við rannsókn málsins og það réttlætir að sjálfsögðu að málið sé skoðað á ný. En það er einkennilegt að gefa sér það fyrirfram að niðurstaða úr rannsókn nú, verði önnur en úr þeirri fyrri.
Það verður athyglisvert að fylgjast með framvindu málsins og ég vona að aðstandendur mannanna verður sáttir að þeirri vinnu lokinni. Það er ástæða til að hrósa fólkinu fyrir að gefast ekki upp allan þennan tíma og það er skömm að því að fólkið skuli hafa þurft að þjást vegna málsins. Nógur er harmleikurinn samt.
Andlátið skoðað aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 14.3.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar hinar miklu hækkanir á áfengi riðu yfir fyrrihluta desember , þá spáði ég þessu.... og það eru vísbendingar um að ég hafi haft rétt fyrir mér
Sjá HÉR
Lokuðu bruggverksmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 18.1.2009 (breytt 19.1.2009 kl. 00:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8 ára gamall drengur í Bandaríkjunum myrðir föður sinn af yfirlögðu ráði og særir annan. Það þykir frétt í landi tækifæranna að drengurinn skuli metinn ósakhæfur af sálfræðingi. Saksóknari hefur áhyggjur. Hann hefur áhyggjur af því að ef dómari úrskurði drenginn ósakhæfan, því þá muni fórnarlömbin aldrei sjá réttlætinu fullnægt.
Ætli sé nokkur leið að koma vitinu fyrir þessa menn?
Níu ára ekki sakhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 31.12.2008 (breytt kl. 00:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir