Teiknað eftir minni

Minni fólks sem þurft hefur að bera vitni fyrir dómi, er ekki óbrigðult. Gerðar hafa verið rannsóknir á þessu og það hefur komið í ljós ótrúlegur munur á upplifun fólks á sama atburðinum.

Sumstaðar hefur lögreglan teiknara á sínum snærum til að draga upp mynd af meintum afbrotamönnum, samkvæmt minni vitnis. Ýmsar skondnar myndir hafa komið út úr því, sjá HÉR

a96832_a512_victoria-burglar

Ah... þessi. Ég man eftir honum Shocking

a96832_a512_descriptve

.... líka þessum Happy

a96832_a512_madeleine

.... og þessum Whistling

a96831_a511_random2-stupid2

Það er kannski rétt að tattóvera glæpamenn, svo teiknarar lendi ekki í hremmingum?

Ég man eftir einum "góðkunningja" lögreglunnar í Reykjavík sem hafði látið tattóvera stjörnu á kinnina á sér. Maðurinn hafði hlotið fjölda dóma fyrir ávísanafals o.fl.

Fljótlega eftir tattúið uppgötvaði maðurinn að það var ekki það sniðugasta sem hann hafði gert, m.t.t. starfsvettvangs síns. Þá datt honum það snilldarráð í hug að setja plástur yfir stjörnuna þegar hann var í "vinnunni" LoL

 

 


mbl.is Teiknar Manhattan út frá minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband