Aftaka hafði verið ákveðin

Lögreglumenn standa víðast hvar saman, ekki síst í Bandaríkjunum en þar eru þó nokkrir lögregluþjónar drepnir á ári hverju við skyldustörf sín. "Hell breaks loose" innan lögreglunnar ef félagi þeirra er myrtur og ofurkapp er lagt á að hafa uppi á morðingjanum. Öllu er kostað til.

516440Umræddur löggumorðingi, Maurice Clemmon, í viðtengdri frétt er skólabókardæmi um sorglegt lífshlaup blökkumanns í Bandaríkjunum sem leiðst hefur út í glæpi kornungur, gripinn fyrir rán og dæmdur í ævilangt fangelsi, aðeins 17 ára gamall. HÉR má lesa ágrip af sögu hans.

Ég held að lögreglumönnunum sem skutu Clemmon, hafi ekki verið sérlega umhugað um að ná honum lifandi. Eflaust hafa skipanir yfirmanna þeirra verið á þá lund að "reyna" að ná honum ómeiddum. Með þessu er ég í raun að segja að Maurice Clemmon hafi verið tekinn af lífi án dóms og laga.

Engin rannsókn mun leiða slíkt í ljós... og öllum mun verða slétt sama.


mbl.is Meintur morðingi skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti hann eitthvað betra skilið?

Matti (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband