Færsluflokkur: Bloggar

"Kjarnorkan er í friðsamlegum tilgangi og hér eru engir hommar"

wedding

"Helförin átti sér aldrei stað".... "Ísrael þarf að þurrka af yfirborði jarðar"..."Allah er góður".

 

muhammad


mbl.is Fjandsamlegar móttökur virtust slá Ahmadinejad út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskunnsemi múslima

Nokkuð hefur borið á umræðu um múslima hér á Moggablogginu undanfarið. Stundum hefur umræðan farið út í tóma vitleysu og heift og hatur hefur skinið í gegn. Það er auðvitað farvegur sem umræðan má ekki fara í.

Sjálfur hef ég ósköp lítið vit á trúarbragðafræði og hef ekki lesið Kóraninn, nema svona slitrur héðan og þaðan. Stundum er sagt að hinir svokölluðu "öfga-islamistar"  túlki kóraninn bókstaflega en hinir "hófsömu" ekki. En undanfarið hef ég farið að efast um að svo sé. Sú kvenfyrirlitning sem fram kemur í Kóraninum og það miskunarleysi sem Múhameð spámaður boðar gagnvart öðrum trúarbrögðum, er eitthvað sem aldrei mun geta samræmst vestrænni menningu. Auðvitað eru til múslimar sem vilja bara iðka sína trú í friði, en ég held að hinir, þessi svokallaði öfga-minnihlutahópur, sé stærri hópur en marga grunar. Og á meðan svo er þá verða múslimar sem vilja lifa í sátt og samlyndi við aðra, fórnarlömb hinna sem vilja það ekki, þ.e. fórnarlömb þess andrúmslofts sem skapast vegna öfganna.

Ég hef verið að lesa undanfarið bókina Ragnarök, eftir Sr. Þórhall Heimisson. Í Kaflanum "Uppgangur Íslams", þar sem fjallað er um orustuna um Medína og mislukkaða árás Quraysh-ættbálksins. Ætlunin var að ganga endanlega frá Múhameð og fylgisveinum hans.  Gyðingar hétu þeim stuðningi en þeir bjuggu nærri Medínu og áttu þar virki. Eftir nokkrar vikur gáfust umsátursmenn hreinlega upp fyrir hitanum og létu sig hverfa.

"Eftir sátu Gyðingar í sínu virki eða virkjum. Nú voru það þeir sem voru umkringdir óvinveittum Aröbum. Vildu þeir semja við Múhameð um að fá að yfirgefa virki sín og halda á brott í friði, en hann neitaði því. Að lokum gáfust Gyðingar upp, opnuðu borgarvirkin og seldu sig á vald Múhameðs og miskunnar hans. Múhameð reyndist ekki miskunnsamur. Hefnd hans var ægileg, en hann lét aðra bera ábyrgðina. Til var fenginn gamall ættarhöfðingi, Sa´dn ibn Muadh, sem hafði særst lífshættulega í umsátrinu. Hann tók þá ákvörðun að drepa ætti alla karlmenn en selja konur og börn í þrælkun. Margir múslimar reyndu að biðja Gyðingum vægðar, enda voru þeir fornir bandamenn íbúa Medínu. Múhameð tók af skarið og sagði: "Þú (Sa´dn ibn Muadh) hefur dæmt samkvæmt úrskurði Allah, sem býr ofar himnunum sjö". Þessi dómur var sem sagt frá Allah kominn að mati Múhameðs. Og þar með var ekki til neins að fara fram á einhverja miskunn. Daginn eftir lét Múhameð grafa mikla gryfju fyrir utan borgarmúrana. Voru síðan allir karlmenn Gyðinga bundnir saman í mörg knippi og hálshöggnir. Að svo búnu var líkum þeirra varpað í gryfjurnar. Talið er að 700 Gyðingar hafi verið myrtir þennan dag. Sýndi Múhameð þannig vald sitt yfir óvinum sínum og sendi þau skilaboð til allra ættbálka Arabíuskagans að engum myndi líðast að gera uppreisn eða víkja sér undan samfélaginu sem hann var að rótfesta.

Það óhugnanlega við þessar aftökur er sú samsvörun sem sjá má með þeim og fjöldamorðum á Gyðingum á tuttugustu öld. Þar voru þeir einnig leiddir að gryfjum og síðan skotnir á gryfjubarminum svo að ekki þyrfti að flytja líkin til".

Ps. Skúli Skúlason er með athyglisverðar færslur um Kóraninn

 

 


Ólína og skítapakkið

Ólína ÞorvarðardóttirFyrir mörgum árum síðan var Ólína Þorvarðardóttir áberandi í Alþýðuflokknum sáluga. Eitthvað gekk henni illa að komast til áhrifa og það líkaði henni afar illa. Þess vegna kvaddi hún flokkinn og flokkssystkyn sín með þeim orðum að í Alþýðuflokknum væri samansafn af fólki sem í daglegu tali kallaðist skítapakk. Þau ummæli hennar voru í stríðsfréttaletri í einhverju dagblaðanna. Mörgum er í fersku minni viðskilnaður hennar við Menntaskólann á Ísafirði en sá farvegur sem það mál fór í er fáheyrður.

Eins og bloggáhugamenn vita, heldur Ólína úti bloggsíðu hér á Moggablogginu og ég hef nokkrum sinnum kíkt þar inn. Oftar en ekki er ég ósammála henni þegar hún fjallar um mál og hef nokkrum sinnum gert athugasemdir hjá henni. Fyrir athugasemd sem ég gerði og sjá má HÉR var ég útilokaður frá frekari athugasemdum við blogg hennar. Mér skilst að fleiri séu í skammakróknum hjá fyrrverandi skólameistaranum. Ég skil ekki svona fólk.


Umfjöllun um heimsókn í Auschwitz

Ég fór í ferðalag til Póllands í sumar, m.a. til Krakow en Auschwits er þar í næsta nágrenni. Ég gerði dálitla ferðadagbók og tók mikið af myndum. HÉR má sjá færsluna um Auschwitz. Það að maðurinn hafði mynd af sér í nasistabúningi, segir mér að hann iðrist einskis. Að öðru leiti finnst mér eltingaleikur við fyrrverandi nasista frekar langsótt, samanber þegar Wisenthal-stofnunin var að eltast við Eðvald Mixon hér á landi.
mbl.is Helfararfórnarlamb bjó við hlið nasista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmeistaramótið í skák

 

N

FLAGNAMEFEDFIDE12345678PTS
1RUSKramnikRUS2769 1½½½½½½4.0
2RUSMorozevichRUS27580 ½0½0½12.5
3INDAnandIND2792½½ 1½½115.0
4RUSGrischukRUS2726½10 ½½½½3.5
5HUNLekoHUN2751½½½½ ½0.½3.0
6ISLGelfandISR2733½1½½½ 1½4.5
7ARMAronianARM2750½½0½10 ½3.0
8RUSSvidlerRUS2735½00½½½½ 2.5

skak

Heimsmeistarmótið í skák fer nú fram í Mexíkó. Sjöunda umferð var tefld á fimmtudag og þar tók forystusauðurinn í mótinu Viswanathan "Vishy" Anand, Alexander Grischuk í bakaríið. Mjög skemmtileg umfjöllun um mótið fæ ég af póstlista ICC ( The Internet Chessclub). Nokkrir stórmeistarar eru þar með skákskýringar í video-formi og HÉR má sjá John Fedorowicz skýra skák "Vishy" og Grischuk. Joel Benjamin, Larry Christiansen, Jon Speelman, Gregory Kaidanov og Nick De Firmian eru einnig með skákskýringar.


Alcoa bekkur í Grunnskóla Eskifjarðar

alcoabekkur

Við grunnskólann á Eskifirði er  starfandi í sérstök deild fyrir börn starfsmanna Alcoa, þar er kennt á ensku og notast við bandarískt námsefni. Í bekknum eru tólf krakkar, fimm frá Kanada og sjö frá Bandaríkjunum. 

Að þessu starfi koma starfsmenn skólans, bandarískt ráðgjafafyrirtæki Alcoa varðandi nám og Alcoa Fjarðaál. Þetta er afar óvenjulegt en að sama skapi áhugavert.   Krakkarnir taka þátt í verklegum tímum með sínum árgangi en læra annað námsefni innan þessarar deildar á ensku.  


Paolo Nutini - Last Request

Paolo Nutini er skoskur og kom fram í þætti Jay Leno á fimmtud.kvöldið.´Lagið sem hann söng þar gaf hann út í fyrra og mér skilst að það hafi orðið töluvert vinsælt, en það fór alveg fram hjá mér. Ég heillaðist alveg upp úr skónum af pilti þegar hann flutti lagið Last Request hjá Leno. Mjög sérstök sviðsframkoma og mikil innlifun. Þegar ég sló honum inn á leitarvél youtube þá fékk ég lagið í nokkrum útgáfum, en enga eins góða og hjá Leno. Ég ætla að láta taka þáttinn upp fyrir mig um helgina ef hann verður endursýndur. Veit annars einhver hvort hægt sé að nálgast Jay Leno þætti á netinu?


Hróðugir yfir árangrinum

Þeir meiga svo sem vera það. En þetta er hvorki áfangi né árangur gegn fíkniefnavandanum. Það er eðlilegt að stjórnendur lögreglunnar berji sér á brjóst í dag því einhvernveginn verður að réttlæta kostnaðinn við fíkniefnaeftirlitið. Ef brot af þeim kostnaði færi í forvarnar og meðferðarúrræði þá myndi fækka svona málum. Þeir vilja það kannski ekkert? Varðskip Landhelgisgæslunnar með skútuna á síðunni í...
mbl.is 50-60 kíló af amfetamíni í skútunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála Coppel

Margir elska að hata Mourinho og svoleiðis karakterar eru yndislegir. Ég mun svo sannarlega sakna hrokagikksins.
mbl.is Coppell: Mikill missir fyrir ensku úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun engu breyta

Lögregluvakt er enn við höfnina á Fáskrúðsfirði. Þessi fíkniefnafundur mun engu breyta um framvindu fíkniefnamála í landinu. Það er ekki verið að gera neitt í vandamálinu. Með þessu er ég ekki að segja að aðgerðin hafi verið óþörf, nema síður sé og lögreglan á heiður skilið fyrir að komast yfir efnin. En vandamálið stendur óhaggað eftir sem áður og niðurstaðan verður sú að eitt nýtt pláss skapaðist fyrir fýkniefnainnflytjanda, a.m.k. á meðan þessir eru frá. Forvarnarstarf og meðferðararúrræði er eina fjárfestingin á þessum markaði sem getur skilað arði.
mbl.is Lögregluaðgerðum að mestu lokið í Fáskrúðsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband