Færsluflokkur: Bloggar
Heimiliskötturinn okkar heitir Dúmbó og er af síamskyni. Hann er stundum full duglegur fyrir minn smekk að færa björg í bú en nánast á hverri nóttu undanfarið hefur hann komið með steik í ofninn. Engu líkara en hann hafi lent í göngu! Ekki raðaði hann músunum svona snyrtilega upp heldur týndi ég þær saman af sólpallinum til myndatöku, svipað og ég geri ef ég fæ veiði sjálfur . Mýsnar eru bara nokkuð vænar, fín meðalvigt.
Mér er nú nokk sama þó eitthvað fækki af músum hér í kring en heldur sárara finnst mér þegar hann kemur með fugla. Nokkrum hef ég náð úr kjafti hanns ósködduðum og sleppt en þá lítur kisi á mig ráðvilltur á svip. Veiða og sleppa er ekki eitthvað sem hann skilur. Í vor kom hann með hrossagauk heim, alheilan og sá var frelsinu fegin þegar ég sleppti honum.
Bloggar | 19.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Krækjan sen ég bendi á hér, sýnir 17 ára stúlku í Írak grýtta til bana fyrir að eiga Súnni-múslimskan strák fyrir kærasta. Sjálf er hún Kurdi og Shíta-múslimi. Kannski hafði þessi myndbútur meiri áhrif á mig en ella, vegna þess að ég á sjálfur 17 ára gamla dóttur. Ég fékk bæði hroll og tár í augun. Ath. alls ekki fyrir viðkvæma: http://qubetv.tv/videos/detail/292
Af hverju eru ekki "hófsamir múslimar" brjálaðir yfir þessu? Mér finnst að það ætti einmitt að vera þeirra hlutverk að afhjúpa þetta brjálæði og hreinsa það orðspor sem af þessari trú fer. En aldrei heyrist múkk í þeim. Sumir segja að þetta hafi ekkert með trúnna að gera, en afhverju kemur þá orðið "Allah" fyrir í hverri setningu þegar þeir fremja ódæðisverk sín? Er það bara kækur og kemur trúnni ekkert við?
Bloggar | 19.9.2007 (breytt kl. 06:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir nokkrum árum var mjög í tísku að kenna slæmum efnaskiptum um offitu og það er eflaust enn svo hjá mörgum. Gerð var vísindaleg rannsókn í Bretlandi á þessu og þar kom í ljós að um 5% offitusjúklinga gætu "hugsanlega" kennt um óeðlilegum efnaskiptabúskap í líkama sínum um offitu sína. Hinir einfaldlega borðuðu of mikið miðað við hreyfingu.
Forvarnarstarf í grunnskólum er eitthvað sem þarf að skoða og það þarf líka að nálgast vandamálið án feimni við sjúklinginn. Ég hef grun um að oft sé farið í kringum þetta eins og köttur færi í kringum heitan graut, af tillitsemi við sjúklinginn, sérstaklega ef hann er barn, en honum er enginn greiði gerður með slíkri meðhöndlun. Það dugar ekkert rósamál og klapp á bakið. Eins þarf að taka foreldra of feitra barna í gegn með fræðslu og námskeiðum jafnvel. Það virðist oft gleymast að foreldrarnir eru ábyrgir fyrir lífsvenjum barna sinna en ekki skólinn eða samfélagið. En samfélagið á samt að borga brúsann fyrir aðstoð við fjölskyldur sem eiga við þetta vandamál að stríða því heilbrigiskerfið myndi hvort eð er þurfa að taka við börnunum í framtíðinni, með mun meiri kostnaði.
![]() |
Í offituaðgerð 13 ára og tæp 200 kg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sonur minn hann Jökull Geir hefur mikinn áhuga á fótbolta eins og pabbi sinn en hann hafði aldrei farið á landsleik. Við bættum úr því feðgarnir og fórum í fótbolta og menningarferð til höfuðborgarinnar í síðustu viku.
Það var fín stemning á vellinum og við vorum fyrir miðju í vestari stúkunni, í góðu skjóli fyrir suð-vestan strekkingi og slagviðri á köflum. Hjá okkur var logn og blíða og ekki dropi úr lofti .
Töluverður slatti af N-Írum var í nyrðri enda eystri stúkunnar og það var gaman að fylgjast með þeim syngja (mest) allan leikinn. Athygli vekur fjöldi ljósmyndara fyrir framan liðin.
Í Reykjavíkurferðinni fórum við feðgarnir vítt og breytt um bæinn. Systir mín elskuleg var svo væn að lána okkur bílinn sinn þessa 3 daga sem við vorum í bænum.
Við skoðuðum m.a. nýja Vodaphonevöllinn og höllina. Gamla Valshjartað mitt tók smá kipp við að sjá þessi glæsilegu mannvirki.
Við fórum einnig í keilu í Öskjuhlíðinni og skoðuðum Perluna og útsýnið þaðan. Og svo sáum við áhugavert safn í kjallara nýs hótels í Aðalstræti. Þar mun landnámsbærinn sjálfur vera fundinn, Reykjavík hans Ingólfs. Þegar ég heyrði fyrst um fund þessa landnámsbæjar, þá voru skiptar skoðanir um hvað skyldi gera. Átti að afturkalla byggingaleyfi hótelsins og hafa á reitnum landnámssafn? Eða gera eins og mér fannst lang sniðugast, að halda áfram byggingu hótelsins en gera ráð fyrir veglegu safni um fundinn í kjallara þess. Sú varð raunin og mér sýnist afar vel hafa til tekist. Ekki vantaði gífuryrðin frá þeim sem lengst til vinstri sitja í stjórnmálum í Reykjavík. Þaðan heyrðust raddir eins og; "Menningarslys!"..."Menningarleg hneisa fyrir Ísland", o.s.fr.v. Einnig heyrðust gagnrýnisraddir um fjármögnun verkefnisins, en það er önnur saga.
Bloggar | 17.9.2007 (breytt kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér er minnisstætt frá því í sumar þegar ég var í Krakow í Suður-Póllandi. Gyðingahverfið þar, sem er hið elsta í heiminum, var algjörlega einangrað í seinni heimsstyrjöldinni með múrvegg og gaddavír. Í gyðingahverfinu var verksmiðja Schindlers (Schindlers List). Pólverjar hafa ekkert gert fyrir þetta safn ef safn skyldi kalla. Þó var hægt að labba inn á skrifstofu Schindlers og í um 150 ferm. sal, voru myndir og ýmsar upplýsingar um Schindler og verk hans.
Það var mjög sérstakt að koma á þennan stað, jafnvel þó safnið sem slíkt hafi verið metnaðarlaust. Töluverður fjöldi ferðamanna kemur á safnið og ef Pólverjar sýndu þessum merka sögulega stað, aðeins meiri virðingu, þá yrði hann að sannkallaðri ferðamannagildru.
Það sama gæti átt við um aftökustaðinn, Bendlerblock í Berlín, en leyfi hefur fengist hjá þýskum stjórnvöldum til þess að taka upp bíómynd um atburðinn með Tom Cruise í aðalhlutverki.
![]() |
Upptökur heimilaðar á aftökustað Claus von Stauffenberg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.9.2007 (breytt kl. 17:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 11.9.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dýrategundin ísbjörn hefur væntanlega verið til í miljónir ára. Loftslagsbreytingar hafa verið tíðar, ísaldir og hlýviðraskeið á víxl. Núverandi hlýskeið er tiltölulega nýbyrjað, 10-11 þúsund ára og á þeim stutta tíma hafa orðið dramatískar veðurfarsbreytingar nokkrum sinnum. T.d. var mun hlýrra á norðurslóðum fyrir um 1000 árum síðan.
Fyrir 10-15 árum síðan sá ég fræðslumynd í sjónvarpinu um ísbirni í Alaska. Þeim hafði fjölgað mikið á einhverju tilteknu svæði og voru orðnir til vandræða í mannabygð. Vísindamenn eru duglegir við að setja ýmis dýr á válista því það skapar þeim atvinnu að fylgjast með þeim. Það kom mér spánskt fyrir sjónir þegar íslenski hrafnastofninn var sagður í hættu fyrir 3-4 árum síðan. Einhverjir spekingar höfðu komist að því að fækkað hafði í stofninum og það varð að fréttaefni. Síðan hef ég hvergi séð á þetta minnst.
Mér er farið að leiðast þessar dramatiseringar á náttúrunni og lífríkinu.
Þegar olíuslysið stóra varð í Alaska 1989, (Exxon Valdez) þá var sagt að tjónið hefði verið ómetanlegt. Fugla og dýralíf yrði áratugi ef ekki árhundruðir að jafna sig. Nýlega sá ég grein um að allt væri löngu búið að jafna sig þar. Fólk rýkur upp til handa og fóta til að bjarga nokkrum tugum eða hundruðum sjófugla við strendur Evrópu ef einhver olíusletta lendir í sjónum, með vísindamenn í broddi fylkingar. Í Danmörku er talið að yfir 1 miljón fugla af ýmsum tegundum láti lífið í umferðarslysum, bara yfir sumarmánuðina og ekki sér högg á vatni.
![]() |
Spá fækkun ísbjarna um 2/3 fyrir miðja öldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.9.2007 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Rússnesk stjórnvöld hafa boðist til að hefja viðræður við Íslendinga um öryggis- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi".
Ég hefði haldið að þetta gætu orðið forvitnilegar viðræður, en ISG lætur ekki svo lítið að svara þessu, enda gat sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor I. Tatarintsev, ekki leynt gremju sinni á að Rússar hafa ekki fengið svör við tilboðinu frá íslenskum stjórnvöldum. Hvernig er svoleiðis framkoma flokkuð á diplómatamáli? Dónaskapur?
Ekki eru margir dagar síðan ISG ákvað að kalla "herlið" Íslendinga heim frá Írak. Þessa ungu stúlku sem gengdi stöðu upplýsingafulltrúa hjá utanríkisráðuneytinu. Verkefni hennar var að ljúka í Írak, svo ekki var seinna vænna fyrir ISG að kalla hana heim. Þá sýndi utanríkisráðherrann snör handtök og uppfyllti þar með skyldu sína sem fyrrverandi stjórnarandstöðuþingmaður. Enginn skyldi geta sagt að hún væri ekki maður orða sinna.
![]() |
Rússar vilja öryggissamstarf við Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.9.2007 (breytt kl. 14:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Saddam Hussein notaði tvífara, sérstaklega ef hann grunaði að það ætti að myrða hann. Handklæðahausarnir geta verið ansi líkir. Þessi vinstra megin var handtekinn í misgripum fyrir nokkrum árum.
Á síðu sem ég "gúgglaði" upp HÉR er samsæriskenning. Hægra augað á Bin Laden á efri myndinni er öðruvísi en á neðri. Frekar langsótt finnst mér. Mörg ár síðan neðri myndin var tekin... og kallinn bara orðin tekin og þreyttur eftir alla útileguna.
![]() |
Al-Jazeera sýndi myndband með bin Laden |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.9.2007 (breytt kl. 22:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Knattspyrnumaður sem hefur misst af öllu undirbúningstímabilinu, fór á sína fyrstu boltaæfingu í 3 mánuði fyrir viku síðan, er í íslenska landsliðinu! Segir það ekki allt sem segja þarf um metnaðarleysi landsliðsþjálfarans? Hvers eiga fullfrískir spilarar að gjalda sem ekki fá tækifæri vegna Eiðs?
Ég hef lengi verið aðdáandi Eiðs Smára en hann hefur valdið mér vonbrigðum undanfarna mánuði, ekki síst í landsleikjum en í þeim hefur komið berlega í ljós hvers vegna hann kemst ekki í Barcelona liðið. Og svo er hann valinn núna! Er kannski verið að selja miða út á hann? Er það metnaðurinn?
Ég tók einnig eftir því í landsleiknum á móti Kanada að Jóhannes Karl var gjörsamlega út á þekju og var augljóslega ekki í neinni leikæfingu, en hann er valinn aftur. Að öðru leiti fannst mér ágætur taktur í liðinu í þeim leik og nýliðarnir báru af. Einnig fannst mér vörnin lofa góðu en Árni Gautur á ekki að vera í þessu liði okkar. Það er einfaldlega ekki að virka. Þó hann sýni takta öðru hvoru þá eru of mörg mörg sem hægt er að skrifa á hans reikning. Teljiði saman mörkin sem hann hefur fengið á sig á undaförnum árum. Ég efast um að nokkur íslenskur landsliðsmarkvörður hafi fengi aðra eins súpu af mörkum á sig og hann, ekki einu sinni sá sem var í markinu í 14-2 leiknum.
![]() |
Eiður Smári: Skil ekki umræðu um áhugaleysi og metnaðarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.9.2007 (breytt kl. 17:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 947681
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bjarni berfætti drap konu sína og var gert að gagna hringinn í kringum Ísland
- Reykjavíkurflugvöllur þá og nú
- Faðirvorið, stytt útgáfa
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, James Comey fyrrum yfirmanni FBI. Nálgun Trumps á málið verið afar sérstök, einmitt sú nálgun gæti leitt til frávísunar málsins á lagagrunni Trump sjálfur hefur reynt að beita í eigin dómsmálum!
- Framganga Þorgerðar
- Fólk er fífl í öllum löndum!!
- ALLIR "OPINBERIR" AÐILAR SAMMÁLA ÞVÍ AÐ FARA ÚT Í FYRIKRRFRAM "DAUÐADÆMDA" FRAMKVÆMD.....
- Bæn dagsins...
- Hlaupið í blindni fram af bjargbrún
- Laufin falla í borginni