Miskunnsemi múslima

Nokkuð hefur borið á umræðu um múslima hér á Moggablogginu undanfarið. Stundum hefur umræðan farið út í tóma vitleysu og heift og hatur hefur skinið í gegn. Það er auðvitað farvegur sem umræðan má ekki fara í.

Sjálfur hef ég ósköp lítið vit á trúarbragðafræði og hef ekki lesið Kóraninn, nema svona slitrur héðan og þaðan. Stundum er sagt að hinir svokölluðu "öfga-islamistar"  túlki kóraninn bókstaflega en hinir "hófsömu" ekki. En undanfarið hef ég farið að efast um að svo sé. Sú kvenfyrirlitning sem fram kemur í Kóraninum og það miskunarleysi sem Múhameð spámaður boðar gagnvart öðrum trúarbrögðum, er eitthvað sem aldrei mun geta samræmst vestrænni menningu. Auðvitað eru til múslimar sem vilja bara iðka sína trú í friði, en ég held að hinir, þessi svokallaði öfga-minnihlutahópur, sé stærri hópur en marga grunar. Og á meðan svo er þá verða múslimar sem vilja lifa í sátt og samlyndi við aðra, fórnarlömb hinna sem vilja það ekki, þ.e. fórnarlömb þess andrúmslofts sem skapast vegna öfganna.

Ég hef verið að lesa undanfarið bókina Ragnarök, eftir Sr. Þórhall Heimisson. Í Kaflanum "Uppgangur Íslams", þar sem fjallað er um orustuna um Medína og mislukkaða árás Quraysh-ættbálksins. Ætlunin var að ganga endanlega frá Múhameð og fylgisveinum hans.  Gyðingar hétu þeim stuðningi en þeir bjuggu nærri Medínu og áttu þar virki. Eftir nokkrar vikur gáfust umsátursmenn hreinlega upp fyrir hitanum og létu sig hverfa.

"Eftir sátu Gyðingar í sínu virki eða virkjum. Nú voru það þeir sem voru umkringdir óvinveittum Aröbum. Vildu þeir semja við Múhameð um að fá að yfirgefa virki sín og halda á brott í friði, en hann neitaði því. Að lokum gáfust Gyðingar upp, opnuðu borgarvirkin og seldu sig á vald Múhameðs og miskunnar hans. Múhameð reyndist ekki miskunnsamur. Hefnd hans var ægileg, en hann lét aðra bera ábyrgðina. Til var fenginn gamall ættarhöfðingi, Sa´dn ibn Muadh, sem hafði særst lífshættulega í umsátrinu. Hann tók þá ákvörðun að drepa ætti alla karlmenn en selja konur og börn í þrælkun. Margir múslimar reyndu að biðja Gyðingum vægðar, enda voru þeir fornir bandamenn íbúa Medínu. Múhameð tók af skarið og sagði: "Þú (Sa´dn ibn Muadh) hefur dæmt samkvæmt úrskurði Allah, sem býr ofar himnunum sjö". Þessi dómur var sem sagt frá Allah kominn að mati Múhameðs. Og þar með var ekki til neins að fara fram á einhverja miskunn. Daginn eftir lét Múhameð grafa mikla gryfju fyrir utan borgarmúrana. Voru síðan allir karlmenn Gyðinga bundnir saman í mörg knippi og hálshöggnir. Að svo búnu var líkum þeirra varpað í gryfjurnar. Talið er að 700 Gyðingar hafi verið myrtir þennan dag. Sýndi Múhameð þannig vald sitt yfir óvinum sínum og sendi þau skilaboð til allra ættbálka Arabíuskagans að engum myndi líðast að gera uppreisn eða víkja sér undan samfélaginu sem hann var að rótfesta.

Það óhugnanlega við þessar aftökur er sú samsvörun sem sjá má með þeim og fjöldamorðum á Gyðingum á tuttugustu öld. Þar voru þeir einnig leiddir að gryfjum og síðan skotnir á gryfjubarminum svo að ekki þyrfti að flytja líkin til".

Ps. Skúli Skúlason er með athyglisverðar færslur um Kóraninn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viðbót úr Ragnarök: "Þessi orusta, þá lítil væri, var úrslitastund í sögu mannkyns. Hefði hún farið öðruvísi þá hefði íslam aldrei orðið til sem heimstrúarbrögð. Stuttu síðar hertók Múhameð Mekku eins og fyrr segir. Þar með hafði hann sameinað Arabíuskagann með ægivaldi sverðsins.

Í meðferð Múhameðs á Gyðingunum við Medínu má líka finna rót þess ofstækis sem hefur fundið sér farveg í heilögu stríði á okkar öld.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef haldið því fram Gunnar, að ekki væri hægt eða ástæða til, að greina á milli "öfgafullra múslima" og"hófsamra múslima". Raunar tel ég beinlínis þversögn felast í heitinu "hófsamir múslimar", því eins og þú réttilega bendir á var Islam frá upphafi öfgafull trúar- og útþenslu stefna.

Mjög fljótlega eftir tíma Múhammeds varð Islam reyndar heimsvaldastefna. Markmið þeirra var að leggja undir sig heiminn allan og sú stefna hefur ekkert breytst. Jihad, sem margir þýða sem heilagt stríð, merkir "útþensla" og var frá upphafi notað yfir landvinningastríð múslima.

Það eina sem þeir múslimar geta gert, sem ekki aðhyllast hryðjuverk í nafni Islam, er að segja skilið við Mánagvuðinn Al-ilah. Með stöðugum málefnalegum þrýstingi á Vesturlöndum og aðstoð við fyrrum múslima, munu opnast flóðgáttir. Hvort þetta fólk gerist Kristið eða eitthvað annað skiptir engu máli. Allt er betra en Islam !

Ég fjallaði meira um þetta hér: Þversögnin: ''hófsamir múslimar''

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.9.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Skúli og Loftur

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband