Færsluflokkur: Bloggar
Fagaðilar vilja eyjaleiðina en pólitíkusar í Reykjavík vilja göng. Mér finnst umræðan um þetta mál kominn í tóma vitleysu. Almenningur gargar og heimtar án þess að hafa neitt fyrir sér um málið á meðan sérfræðingar og fagaðilar Vegagerðarinnar, sem hafa legið yfir málinu mánuðum eða árum saman, hafa komist að þeirri niðurstöðu að eyjaleiðin sé heppilegri. Rökin fyrir niðurstöðu fagaðilana eru helst tvenn: Eyjaleiðin er 9 miljörðum ódýrari og er arðbærari og hún er einnig heppilegri út frá umferðar og öryggismálum.
Spurningin er hvort samgönguráðherra hafi kjark til þess að slá á putta reykvískra pólitíkusa, sem augljóslega vilja fara leið sem aflar þeim stundarvinsælda.
![]() |
Vill ekki tjá sig um Sundabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við erum öruggir áfram þó við töpum fyrir Frökkum. Það er alveg sama hvernig Svíþjóð-Slóvakía fer á morgunn, ef innbyrðis viðureignir þeirra og okkar eru reiknaðar. Fyrir þeirra viðureign er Ísland með 2 stig og 1 mark í plús. Svíar með 2 stig og 5 mörk í plús og Slóvakar með 0 stig og 6 mörk í mínus. Til þess að Slóvakar jafni okkur á markamun, þá þurfa þeir að vinna Svía með 7 marka mun. Þá sitja Svíar eftir með mínus 1 mark, Slóvakar og við með +1 mark. Þannig að fræðilega séð, sama hvernig allt fer, þá erum við komnir áfram.
Við þyrftum að sigra Frakka til að fara með 2 stig í milliriðil og enn betra er að Slóvakar sendi Svía heim, þá förum við áfram með fjögur stig, því Svíaleikurinn okkar dettur út. Ef Svíar vinna Slóvaka og við Frakka, þá eru öll liðin með 2 stig og Slóvakar heim. Þá gæti markatala skipt máli í milliriðlinum uppá framhaldið. Ef við töpum fyrir Frökkum og Svíar vinna Slóvaka, þá förum við áfram með ekkert stig í milliriðil og þá getum við gleymt því að komast í undanúrslit.
![]() |
Guðjón Valur: Batamerki á leik okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2008 (breytt 20.1.2008 kl. 05:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

![]() |
EM: Stórsigur gegn Slóvakíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2008 (breytt kl. 19:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta fann ég á: http://home.att.ne.jp/moon/fischer/ Þarnar er ýmislegt fleira að finna og ekki allt í fermingardrengjastíl. Þar segir m.a. " UBS and the Icelandic government collude to plunder all of Bobby's savings account at UBS", eða í þýðingu: "UBS (svissneskur banki) og íslenska ríkisstjórnin hafa í leynimakki saman, stolið öllu fé af bankareikningi Bobby´s í UBS")
Á þessari síður er því haldið fram að þetta sé eina síðan sem Fischer leggur blessun sína yfir. Einnig er varað við síðum sem bera nafn hans, en svo eru krækjur í þær. Þær síður eru mjög áhugaverðar og lausar við alla "vitleysu".
![]() |
Vildi tefla einvígi við Anand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Í gjörsamlega vitlausum heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það eru e.t.v. ekki allir sem gera sér grein fyrir hve stórt hlutverk Fisher hefur leikið í skákheiminum. Flestir vita jú að hann var stjarna á sínu sviði en áhrif hans á framgang skáklistarinnar, bæði á fræðilega sviðinu á sínum tíma en einnig á vinsældir skákarinnar. Hann braut á bak aftur nánast óvinnandi vígi sovésku skákakademíunnar með leiftrandi sóknarstíl og hann skapaði grundvöll fyrir bestu skákmenn heims utan Sovétríkjanna að lifa á list sinni.
Á þeim tíma, þegar Fisher stóð í stappi um verðlaunafé, þá þótti það eitt og sér bera vitni um sérvisku hans. Hann ruddi brautina á því sviði sem mörgum öðrum. Fisher var auðvitað mikið veikur maður síðustu æviár sín og kannski var hann alltaf veikur, en það breytir því ekki að hann var einstakur snillingur og listamaður. Minning hans mun ávalt lifa.
Ég á skákáhuga mínum Fisher að þakka. Ég heyrði fyrst um Fisher 1971, þá 11 ára gamall. Ég hefði ekki viljað fara á mis við þau kynni, þau hafa gefið mér mikið.
Ég mæli með því að listamaður verði fenginn til þess að gera stóra höggmynd af honum og henni verði fundinn veglegur staður í Reykjavík. Það er það minnsta sem við getum gert.
Skák aldarinnar hefur þessi skák verið kölluð. Þarna er Fischer 13 ára að tefla við reyndan skákmann, Donald Byrne. Hvílík snilld!
![]() |
Bobby Fischer látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2008 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


![]() |
Með leynivopn gegn Svíum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þó ég sé búinn að vera landsbyggðarmaður í tæpa tvo áratugi, þá hef ég alltaf haft fulla samúð með Reykvíkingum í sambandi við að gera þurfi stórátak í vegamálum í kringum höfuðborgina. Það sama verður reyndar ekki sagt um borgarbúa um vegamál á landsbyggðinni, þá heyrist oft um bruðl og kjördæmapot alþingismanna.
Vegagerðin mælir með eyjaleiðinni en REI-listinn vill jarðgöng. Jafnvel þótt eyjaleiðin, að mati Vegagerðarinnar, skili jafngóðum og jafnvel betri árangri hvað umferð og umferðaröryggi varðar og er auk þess heilum 9 þúsund miljón krónum ódýrari. Hvernig getur orðið svona mikill meiningarmunur á stjórnmálamönnum í Reykjavík og sérfræðingum vegagerðarinnar í samgöngumálum?
"Var hún ( eyjaleiðin) eiginlega höfð með í umhverfismatinu fyrir orð Vegagerðarinnar", segir Dagur. Botnar einhver í svona vitleysu? Hver er afstaða minnihlutans í borgarstjórn til málsins? Mér þykja 9 miljarðar slatti af peningum, er ég einn um það?
![]() |
Taka þarf af skarið með Sundabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar talað er um indíána í Ameríku, þá sjá margir fyrir sér Hollywood útgáfuna, þ.e. þá indíána sem hvíti maðurinn var að kljást við þegar hann nam land í Bandaríkjunum. Það eru e.t.v. ekki margir sem vita að áætlaður heildar fjöldi indíána í N- og S-Ameríku fyrir landnám Spánverja, er talinn hafa verið um 16 milj. Lang þéttbýlasta svæðið var í Mexíkó en um helmingur allra indíána var þar.. Þar voru hámenningarþjóðirnar Majar, en menning þeirra var elst, og Aztekar. Eftir því sem Spánverjar þokuðust norðar á bóginn varð byggðin dreifðari og ættbálkar minni. Samkvæmt "Könnunarsögu veraldar" í bókaklúbbi Arnars og Örlygs voru einungis um 1 miljón indíána á því svæði sem nú tilheyrir Bandaríkjunum og um 10% þeirra lifðu í votlendinu við Mexíkóflóann. Sumir þeirra höfðu fasta búsetu og lifðu í þorpum, en aðrir lifðu veiðimannalífi og reikuðu um skóga og sléttur. Lang flestir ættbálkanna í norðri voru friðsamir og morð þekktist ekki meðal margra þeirra. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar hvíti maðurinn tók land þeirra og myrtu þá í stórum stíl, að þeir hófu að svara í sömu mynt.
Í suðri frá Ekvador suður um Perú og Chile fundu spánverjarnir fyrir Inkana, listamenn og verkfræðinga hinna háu Andesfjalla. Áður en fyrstu Evrópubúarnir komu til Suður-Ameríku, réðu Inkar yfir geysistóru ríki. Það var fimm sinnum stærra en Evrópa öll. Rætur vestrænnar menningar liggja fyrir botni Miðjarðarhafs og þegar Rómverjar lögðu nánast alla Evrópu undir sig, þá höfðu þeir mikla yfirburði á öllum sviðum yfir þá þjóðflokka sem þar voru fyrir. Lykill Rómverja að Evrópu var vegagerð um alla álfuna en slíkt hafði auðvitað ekki þekkst þar áður. Konungavegur Inkanna var um 3.000 km. langur. Þótt Rómverjar hefðu lagt veg endanna milli í heimsveldi sínu, frá Jórvík í Englandi til Jerúsalemborgar, hefði hann hvorki jafnast á við veg Inkanna að lengd né hrikaleik. Það sem gerir verkfræðileg afrek Inkanna enn merkilegri er sú staðreynd að þeir þekktu hvorki hjólið né höfðu yfir að ráða verkfærum úr málmi. Auk þess notuðust þeir ekki við dýr til dráttar eða burðar.
Hámenningu indíánanna fylgdu ýmsir miður geðslegir siðir sem löngum hafa verið fylgifiskar vestrænnar menningar, s.s. stríð og valdabarátta, kúgun og þjóðernishreinsanir, trúarofstæki og mannfórnir, pólitík og spilling. Indíánarnir í norðri voru lausir við þennan viðbjóð og lifðu í sátt við náttúruna og hverja aðra að mestu. En þeir voru líka fámennari, sem segir okkur að lífsbarátta þeirra hafi verið erfiðari og frjósemi þeirra væntanlega ekki eins mikil og í suðrinu.
![]() |
Forn Inkaborg fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.1.2008 (breytt kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
F. í Reykjavík 17. jan. 1948. For.: Oddur Ólafsson (f. 11. maí 1914, d. 4. jan. 1977) læknir og Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir (f. 28. apríl 1922) bankaritari. K. (5. sept. 1970) Ástríður Thorarensen (f. 20. okt. 1951) hjúkrunarfræðingur, B.Sc. For.: Þorsteinn Skúlason Thorarensen og k. h. Una Thorarensen, f. Petersen. Sonur: Þorsteinn (1971).
Stúdentspróf MR 1970. Lögfræðipróf HÍ 1976.
Skrifstofustjóri Leikfélags Reykjavíkur 1970-1972. Þingfréttaritari Morgunblaðsins 1973-1974. Starfsmaður Almenna bókafélagsins 1975. Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976-1978 og framkvæmdastjóri þess 1978-1982. Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Skip. 30. apríl 1991 forsætisráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skip. 23. apríl 1995 forsætisráðherra, lausn 28. maí 1999. Fór jafnframt með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið frá 11. til 28. maí 1999. Skip. 28. maí 1999 forsætisráðherra, lausn 23. maí 2003. Skip. 23. maí 2003 forsætisráðherra, lausn 15. sept. 2004. Skip. á ný sama dag utanríkisráðherra; jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands síðan 1991, lausn 27. sept. 2005.
Í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands 1970-1973, formaður 1973. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973-1975. Í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu 1973-1977. Formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1974-1978 og í fræðsluráði Reykjavíkur 1974-1982. Í stjórn Kjarvalsstaða 1974-1982, varaformaður 1974-1978. Í stjórn Almenna bókafélagsins 1975-1989. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1974-1994. Í borgarráði 1980-1991, formaður þess 1982-1991. Í byggingarnefnd Borgarleikhússins 1975-1979 og formaður nefndarinnar frá 1982 til starfsloka hennar. Formaður framkvæmdastjórnar listahátíðar í Reykjavík 1976-1978. Í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar 1979-1982. Formaður stjórnar Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts 1986-1988. Í stjórn Landsvirkjunar 1983-1991. Formaður dómnefndar um samkeppni vegna byggingar ráðhúss í Reykjavík. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989-1991, formaður hans 1991-2005.
Alþm. Reykv. 1991-2003, alþm. Reykv. n. 2003-2005 (Sjálfstfl.).
Forsætisráðherra 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005.
Hefur samið þrjú leikrit fyrir sjónvarp og með öðrum tvö verk fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið og hafði umsjón með fjölmörgum útvarpsþáttum fyrir Ríkisútvarpið 1968-1975. Ritgerð um Geir Hallgrímsson forsrh. í Andvara 1994. Gaf út smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, árið 1997 og Stolið frá höfundi stafrófsins, árið 2002. (Tekið af vef Alþingis)
17, janúar dettur inn eftir nokkrar mínútur þegar þetta er ritað. Ég sá stórskemmtilegt viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson áðan í þætti Egils Helgasonar, Kiljunni. Bók er væntanleg um Davíð og hef ég nú þegar skrifað mig sem kaupanda að henni og hlakka til að fá hana í hendur.
Bloggar | 16.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Önnur betri Dísa, ljóð frá 18. nóvember 1991.
- Óbirtar kannanir
- Varnir Íslands í breyttum heimi
- Smán aumingja.
- Morðingjahópar eru sívinsælir
- Evrópuhreyfingin og hervæðing Íslendinga
- Wall of Fame eða Wall of Shame? Ykkar er valið kæru alþingismenn.
- Verður Candace Owens næst?
- ERU EINVERJAR LÍKUR Á AÐ HÆSTIRÉTTUR TAKI UPP LÖGMÆTI "BÓKUNAR 35" AÐ EIGIN FRUMKVÆÐI?????