Ráðherra í vanda

Kristján Möller. Fagaðilar vilja eyjaleiðina en pólitíkusar í Reykjavík vilja göng. Mér finnst umræðan um þetta mál kominn í tóma vitleysu. Almenningur gargar og heimtar án þess að hafa neitt fyrir sér um málið á meðan sérfræðingar og fagaðilar Vegagerðarinnar, sem hafa legið yfir málinu mánuðum eða árum saman, hafa komist að þeirri niðurstöðu að eyjaleiðin sé heppilegri. Rökin fyrir niðurstöðu fagaðilana eru helst tvenn: Eyjaleiðin er 9 miljörðum ódýrari og er arðbærari og hún er einnig heppilegri út frá umferðar og öryggismálum.

Spurningin er hvort samgönguráðherra hafi kjark til þess að slá á putta reykvískra pólitíkusa, sem augljóslega vilja fara leið sem aflar þeim stundarvinsælda.


mbl.is Vill ekki tjá sig um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

KLM kemur alltaf til með að vera í vanda með það sem er á hans höndum. Ég hélt að það væri erfitt að fá verri samgönguráðherra en var en það tókst í honum. Hann hefur engann áhuga á þessu Sundabrautarmáli, allt of langt frá Siglufirði fyrir hann til að einu sinni vilja líta á það í einhverri alvöru.

Hitt er svo annað að hann er ekki einu sinni búinn að þvo af sér blóðið úr Grímseyjarferjumálinu, sem náði honum vel uppá herðar að þá er hann farinn að ata sig út í Vaðlaheiðargöngum og þá Sundabrautinni enda nátengd mál.

Ragnar Bjarnason, 20.1.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband