Davíð Oddsson sextugur

106-220

F. í Reykjavík 17. jan. 1948. For.: Oddur Ólafsson (f. 11. maí 1914, d. 4. jan. 1977) læknir og Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir (f. 28. apríl 1922) bankaritari. K. (5. sept. 1970) Ástríður Thorarensen (f. 20. okt. 1951) hjúkrunarfræðingur, B.Sc. For.: Þorsteinn Skúlason Thorarensen og k. h. Una Thorarensen, f. Petersen. Sonur: Þorsteinn (1971).
      Stúdentspróf MR 1970. Lögfræðipróf HÍ 1976.
      Skrifstofustjóri Leikfélags Reykjavíkur 1970-1972. Þingfréttaritari Morgunblaðsins 1973-1974. Starfsmaður Almenna bókafélagsins 1975. Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976-1978 og framkvæmdastjóri þess 1978-1982. Borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Skip. 30. apríl 1991 forsætisráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skip. 23. apríl 1995 forsætisráðherra, lausn 28. maí 1999. Fór jafnframt með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið frá 11. til 28. maí 1999. Skip. 28. maí 1999 forsætisráðherra, lausn 23. maí 2003. Skip. 23. maí 2003 forsætisráðherra, lausn 15. sept. 2004. Skip. á ný sama dag utanríkisráðherra; jafnframt ráðherra Hagstofu Íslands síðan 1991, lausn 27. sept. 2005.
      Í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands 1970-1973, formaður 1973. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973-1975. Í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu 1973-1977. Formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1974-1978 og í fræðsluráði Reykjavíkur 1974-1982. Í stjórn Kjarvalsstaða 1974-1982, varaformaður 1974-1978. Í stjórn Almenna bókafélagsins 1975-1989. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1974-1994. Í borgarráði 1980-1991, formaður þess 1982-1991. Í byggingarnefnd Borgarleikhússins 1975-1979 og formaður nefndarinnar frá 1982 til starfsloka hennar. Formaður framkvæmdastjórnar listahátíðar í Reykjavík 1976-1978. Í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar 1979-1982. Formaður stjórnar Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts 1986-1988. Í stjórn Landsvirkjunar 1983-1991. Formaður dómnefndar um samkeppni vegna byggingar ráðhúss í Reykjavík. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989-1991, formaður hans 1991-2005.

      Alþm. Reykv. 1991-2003, alþm. Reykv. n. 2003-2005 (Sjálfstfl.).
      Forsætisráðherra 1991-2004, utanríkisráðherra 2004-2005.

      Hefur samið þrjú leikrit fyrir sjónvarp og með öðrum tvö verk fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið og hafði umsjón með fjölmörgum útvarpsþáttum fyrir Ríkisútvarpið 1968-1975. Ritgerð um Geir Hallgrímsson forsrh. í Andvara 1994. Gaf út smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, árið 1997 og Stolið frá höfundi stafrófsins, árið 2002. (Tekið af vef Alþingis)

17, janúar dettur inn eftir nokkrar mínútur þegar þetta er ritað. Ég sá stórskemmtilegt viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson áðan í þætti Egils Helgasonar, Kiljunni. Bók er væntanleg um Davíð og hef ég nú þegar skrifað mig sem kaupanda að henni og hlakka til að fá hana í hendur.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Til hamingju, Davíð! Einstakur maður með ótrúlega hæfileika sem heil þjóð hefur fengið að njóta.

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er óhætt að óska þjóðinni allri til hamingju með Davíð um leið og við óskum honum sjálfum til hamingju með daginn!

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 00:02

3 identicon

Innilega til hamingju með daginn Davíð!

Ingunn (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 07:34

4 identicon

Ekki eru menn sparir á hólið fyrir Davíð, menn búnir að gleyma eða vilja ekki muna eftir afrekum hans, hann nú gat talað kreppu inná þjóðina einnig tók hann og Halldór sem nú hrökklaðist úr embætti með skömm, þá ákvörðun að láta Island verða virk hernaðarþjóð, allir muna nú eftir baugsmálinu sem Davíð  lét fara af stað og var hann ekki kosinn maður ársins árið sem hann hætti, þarf að segja fleira???

Ævar Oddur Ævarsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband