Slatti af peningum aukalega

Dagur B. Eggertsson.Þó ég sé búinn að vera landsbyggðarmaður í tæpa tvo áratugi, þá hef ég alltaf haft fulla samúð með Reykvíkingum í sambandi við að gera þurfi stórátak í vegamálum í kringum höfuðborgina. Það sama verður reyndar ekki sagt um borgarbúa um vegamál á landsbyggðinni, þá heyrist oft um bruðl og kjördæmapot alþingismanna.

Vegagerðin mælir með eyjaleiðinni en REI-listinn vill jarðgöng. Jafnvel þótt eyjaleiðin, að mati Vegagerðarinnar, skili jafngóðum og jafnvel betri árangri hvað umferð og umferðaröryggi varðar og er auk þess heilum 9 þúsund miljón krónum ódýrari. Hvernig getur orðið svona mikill meiningarmunur á stjórnmálamönnum í Reykjavík og sérfræðingum vegagerðarinnar í samgöngumálum?

 "Var hún ( eyjaleiðin) eiginlega höfð með í umhverfismatinu fyrir orð Vegagerðarinnar", segir Dagur. Botnar einhver í svona vitleysu? Hver er afstaða minnihlutans í borgarstjórn til málsins? Mér þykja 9 miljarðar slatti af peningum, er ég einn um það? 


mbl.is Taka þarf af skarið með Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Nákvæmlega. Spyrjum 150,000 skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu þessarar spurningar: Hvort viltu heldur, Sundabraut í göngum eða Sundabraut ofanjarðar og 60,000 í vasann?

Birnuson, 18.1.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband