Færsluflokkur: Bloggar
Ég var einmitt að velta þessum möguleika fyrir mér í þar síðasta bloggi, hvaða möguleika Íslendingar ættu á ÓL sæti. Þeir virðast bara þó nokkrir samkvæmt fréttinni sem ég kræki við.
Þá er það næsta spurning: Er Alfreð tilbúinn að halda áfram?
![]() |
Kemst Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Maður nokkur kom að Gullna hliðinu og Lykla Pétur stendur þar með sindaregistrið í hendinni og flettir í gegnum það en lokar svo bókinni og spyr manninn hvort hann hafi gert einhver góðverk um ævina.
"Ja... ég man eftir einu", segir maðurinn. "Og hvað var það"?, spyr Lykla Pétur.
"Ég var á ferðalagi og sá þá hóp skugglegra manna í mótorhjólagengi sem höfðu króað unga konu af og voru að ógna henni. Ég gekk til þeirra og sagði þeim að láta konuna í friði en þeir hlustuðu ekki á mig. Þá gekk ég að stærsta gaurnum í hópnum sem var hrikalega illilegur og allur tattóveraður og gaf honum kinnhest. Svo velti ég hjólinu hans um koll og sleit svo hringinn úr nefinu á honum og fleygði honum í jörðina. Svo öskraði ég á þá "Hunskist svo í burtu eða ég lem ykkur alla í klessu!"
Lykla pétur var hrifinn og spurði "Hvenær gerðist þetta"?
"Fyrir nokkrum mínútum síðan"
Bloggar | 23.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Liðið okkar sýndi loksins sitt rétta andlit og rúllaði Ungverjum upp, eftir frekar brösulega byrjun í leiknum. Í leiknum sást hve mkilvægt það er fyrir handboltalið að ógnun sé í útispilurunum og Snorri Steinn braut ísinn og hinir fylgdu í kjölfarið. Reyndar furða ég mig á því hvað Óli Stef. gerði mikið af mistökum í leiknum, en svo gerði hann frábæra hluti inn á milli. Sóknin, vörnin og markvarslan í síðari hálfleik var til fyrirmyndar og vonandi taka þeir þann anda með sér í leikinn við Spánverja á morgunn.
Eitt aðal markmið "strákanna okkar" á þessu móti var að tryggja sér umspilssæti til þess að komast á Olympiuleikana í Peking í sumar. Vitað var að ef við yrðum heppnir þá gæti 5.-7. sæti á EM dugað. Hvernig skyldi staðan vera á því?
![]() |
Stórsigur gegn Ungverjum á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.1.2008 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðismenn þurfa ekki að taka þátt í svona leik. Ég er kannski svona grænn, en mér hugnast ekki baktjaldamakk. Það er fínt að vera pólitískt klókur, en klókindin meiga aldrei yfirskyggja heiðarleika og ærlegheit.
Bloggar | 23.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er í sjálfu sér óþarfi að kryfja leik íslenska liðsins, við vitum öll að þeir geta svo miklu betur. Þó ber að geta þess að það er engin ógnun í sóknarleik liðsins vinstra megin og það gengur bara ekki í topp handknattleik. Allir leikmenn liðsins eru að leika undir getu, nema einn og einn... stundum. Leikkerfin já Þjóðverjunum voru ekki flókin, einfaldar klippingar, stokkið upp fyrir utan og skotið....... mark!
Alfreð verður ekki kennt um þetta að mínu mati, en sálfræðingur gæti komið sterkt inn fyrir næsta mót. Þetta hefur gerst áður hjá öðrum þjálfurum, að liðið spili undir getu. Ég hætti samt aldrei að elska íslenska landsliðið í handbolta.
![]() |
EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2008 (breytt kl. 18:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er greinilegt af ummælum Margrétar Sverrisdóttur að hún bíður færis á hliðarlínunni, tilbúin að sprengja upp þennan nýja meirihluta, ef veikindi Ólafs taka sig upp að nýju. Og hvers vegna er tabú að tala um veikindi Ólafs? Ef hann hefði verið með æxli einhversstaðar eða með brjósklos, þá hefði sjálfsagt verið viðtal og myndir á sjúkrabeðinu. En ef um afvötnun og andlega vanheilsu er að ræða þá er tiplað á tám og læðst um eins og köttur í kringum heitan graut. Ber þetta ekki vott um fordóma? Ég hélt að það væri löngu búið að kveða þá niður.
Ég verð að játa fákunnáttu mína í reglum um þegar óháð stjórnmálasamtök genga til meirihlutasamstarfs í sveitarstjórnum. Hver verður réttur Margrétar sem staðgengils Ólafs ef hann gengur í Sjálfstæðisflokkinn? Getur forystumaður óháðra samtaka í stjórnmálum, runnið með framboð sitt inn í annann stjórnmálaflokk?
Mér finnst ósennilegt að þessi meirihluti haldi út restina af kjörtímabilinu, til þess þarf hann bæði axlabönd og belti, annars missir hann niðrum sig. Kannski eru axlaböndin og beltið, að Ólafur renni með óháða framboðið sitt saman við Sjálfstæðisflokkinn. En það getur samt varla verið að hægt sé að bjóða kjósendum Ólafs upp á slíkt, þeir kusu jú ekki Sjálfstæðisflokkinn.
Þó ég fagni því að Sjálfstæðismenn hafi komist í meirihluta á ný í borginni, þá hugnast mér ekki svona festuleysi í stjórnmálum. Og hvers eiga Reykvíkingar að gjalda? Það er ekki fyrr búið að eyða fé og fyrirhöfn í einhverjar áætlanagerðir, en allt er slegið út af borðinu og nýjar áætlanir hefjast. Nýtt fólk í nefndum o.s.f.v. Það væri gaman að sjá verðmiða á svona hringlandahætti.
![]() |
Nýr meirihluti í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2008 (breytt kl. 04:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Alfreð tók leikhlé í fyrri hálfleik, þá sagði hann við okkar menn að þeir skytu eins og bjánar á markvörðinn, þ.e. alltaf niðri. Hvað var það í ábendingu Alfreðs sem leikmennirnir skildu ekki? Þetta breyttist ekkert allan leikinn. Þau örfáu skipti sem þeir skutu uppi þá átti franski markvörðurinn ekki möguleika.
Það er ljóst að andlega hliðin er ekki í lagi hjá liðinu en það er ekkert of seint að breyta því. Hins vegar eru möguleikar okkar að komast í undanúrslit úr sögunni. Nú spilum við bara uppá heiðurinn.
![]() |
EM: Níu marka tap gegn Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.1.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á þessari töflu af Euro Handball 2008 sést að Hreiðar Guðmundsson er á toppnum með 52% varið af þeim skotum sem hann hefur fengið á sig.
Á vefnum má einnig finna grein eftir Adolf Inga Erlingsson á ensku, þar sem hann gerir afar lítið úr möguleikum Íslendinga gegn Frökkum. Sjá HÉR Ég skil ekkert í honum að vera með þessa minnimáttarkennd.
Ég vona að íslensku landsliðsmennirnir taki ekki þetta hugarfar með sér í leikinn, þá er voðinn vís.
![]() |
Garcia veikur - Sverre inn í hópinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.1.2008 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nú til ýmislegt fyrir bæði kyn til sjálfshjálpar. Danmerkurmótið í sjálfsfróun verður haldið í maí. Keppt er bæði í karla og kvennaflokki. Ætli séu fleiri flokkar? Flokkur samkynhneigðra, tvíkynhneigðra.....sjálfkynhneigðra? Þeir hefðu náttúrulega ákveðið forskot. Opinn flokkur? Má nota hjálpartæki? Bara svo ég viti hvar ég stend ef ég tek þátt. Ekki vill maður láta dæma sig úr leik í mótinu!
Svo er bara að æfa vel fyrir mótið og toppa á réttum tíma!
![]() |
Danmerkurmót í sjálfsfróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.1.2008 (breytt kl. 15:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Önnur betri Dísa, ljóð frá 18. nóvember 1991.
- Óbirtar kannanir
- Varnir Íslands í breyttum heimi
- Smán aumingja.
- Morðingjahópar eru sívinsælir
- Evrópuhreyfingin og hervæðing Íslendinga
- Wall of Fame eða Wall of Shame? Ykkar er valið kæru alþingismenn.
- Verður Candace Owens næst?
- ERU EINVERJAR LÍKUR Á AÐ HÆSTIRÉTTUR TAKI UPP LÖGMÆTI "BÓKUNAR 35" AÐ EIGIN FRUMKVÆÐI?????
- Flótti alþingismanna og annarra frá ábyrgð