Færsluflokkur: Bloggar

Ég botna ekkert í fólki....

Mynd 261839Ég botna ekkert í fólki sem lætur sér detta í hug að hægt sé að græða stórfé hugsunar og fyrirhafnarlaust. Ef það væri tilfellið, þá væru væntanlega allir moldríkir. Píramídafyrirtæki, keðjubréf og hvað þetta heitir allt saman. Vonandi var eitthvert forvarnargildi í Næturvaktinni á St. 2 hvað þetta varðar.

Á einhverri breskri síðu sem ég rakst á og varar við svona auðveldum hagnaðarleiðum segir eitthvað á þessa leið: "Ef þér berst tilboð um að hagnast, sem er of gott til að vera satt, þá er það ekki satt".


mbl.is Varað við fjársvikabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunhæf spá hjá Svíum

Alexander Petersson og félagar verða í 10. sæti, samkvæmt spá Svíanna. Sænsku getraunirnar eru óvenju hógværar í þessari spá um eigið gengi. Þessi röð er raunhæf en oft er eitt "spútnik" lið í svona keppnum og í þetta sinn verður það Ísland, og kemst í undanúrslit.

Niðurstaðan hjá svenskaspel.se er þessi:          Mín spá:

1.-2. Frakkland, 4,25                                       1.-2. Ísland
1.-2. Spánn, 4,25                                            1.-2. Frakkland
3. Danmörk, 6,00                                            3.-4. Þýskaland
4. Króatía, 8,00                                               3.-4. Noregur
5.-7. Pólland, 10,00                                        5.-6. Danmörk
5.-7. Þýskaland, 10,00                                    5.-6. Pólland
5.-7. Noregur, 10,00                                       7.-8. Króatía
8. Svíþjóð, 15,00                                             7.-8. Spánn
9. Rússland, 20,00                                          9.  Svíþjóð
10. Ísland, 30,00                                            10. Tékkland
11. Ungverjaland, 75,00
12. Slóvenía, 100,00
13. Tékkland, 125,00
14. Svartfjallaland, 250,00
15.-16. Hvíta-Rússland, 500,00
15.-16. Slóvakía, 500,00 


mbl.is Svíar spá Íslandi 10. sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör sveppur!

sveppur

Sérfræðingar í huglægu mati

 

Mér skilst að gögn málsins séu ekki opinber, þ.e rökstuðningur Árna fyrir ráðningunni.  Árni átelur Sigurð Líndal o.fl. fyrir að vera stóryrtir án þess að hafa séð rökstuðninginn. Vissulega lítur þetta ekkert sérlega vel út fyrir Árna en ég geri alltaf ráð fyrir því að menn segi sannleikann þar til annað kemur á daginn. Eins og Árni tilgreindi í Kastljósviðtalinu, þá BER honum að taka ákvörðun út frá sinni eigin sannfæringu. Sumir slá því föstu að hann segi ósatt um sannfæringu sína. Ég hef ekki séð neinar sannanir fyrir því ennþá.

Til þess að koma í veg fyrir svona álitamál, þá þarf einfaldlega að breyta reglunum. En afhverju ganga allir út frá því sem vísu að þessi faglega matsnefnd sé óskeikul? Huglægt mat verður seint fært undir fræðilegt mat, samt er oftast gert ráð fyrir huglægu mati að hluta, í ákvörðunum um ráðningar. Er matsnefndin samansafn sérfræðinga um huglægt mat?


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég að fá mér Apple?

Steve Jobs aðalframkvæmdastjóri Apple. Það kannast allir Windows eigendur við hve frábær nýja tölvan er... fyrstu vikurnar eða í besta falli hálfa árið. Svo fer hún að hægja á sér vegna ýmissa njósnaforrita og/eða vírusa. Ég er reyndar ágætlega varin fyrir vírusum en ég hef grun um að einhver njósnaforrit hægi á minni tölvu.

Ástæðan fyrir því að þetta gerist frekar í Windows stýrikerfinu er auðvitað sú að þeir sem dunda sér við óværuframleiðsluna beina sjónum sínum að því kerfi sem er vinsælast í heiminum. Margir láta vel af Línux kerfinu, ég þekki þetta ekki. En Apple er á stýrikerfi sem á að vera hraðvirkast og á "eðlilegasta" tölvumálinu. Einhverntíma fannst mér notendaviðmótið ekki eins glæsilegt og í Windows, en síðan eru liðin mörg ár. Einnig var atriði fyrir mig hér áður, að mörg forrit voru bara fyrir Windows.  Hefur þetta eitthvað breyst?


mbl.is Etirvænting eftir nýjungum Apple
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur kynningarfulltrúi

beat_angel_escalayer breasts gif panties torn_clothes  Hlutverk kynningarfulltrúa hlýtur að vera að auka áhuga fólks á að heimsækja staðinn. Eflaust myndu einhverjar teprur hætta að láta sjá sig þarna ef brjóstin yrðu leyfð, en hinir eru miklu fleiri sem verða tilbúnir að leggja á sig smá krók ef frjálsræðið fær að ráða ríkjum.
mbl.is Ber brjóst bönnuð í lóninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástþór blankur?

astthor_fibbl_24_d19_m12_y2002_kl142115m

Ástþór Magnússon kærir Þórunni Guðmundsdóttur, oddvita yfirkjörstjórnar Norður, til lögreglu vegna meintra brota á almennum hegningarlögum vegna ummæla sem hún lét falla um hann í fjölmiðlum fyrr í þessum mánuði.  Varla er tilgangur Ástþórs með kærunni að koma Þórunni í fangelsi en kannski hangir seðlabúnt til Ástþórs á spýtunni.


mbl.is Ástþór kærir Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ása í ermum

Snorri Steinn Guðjónsson.  Í gær var það Bjarni Fritzson sem kom skemmtilega á óvart og í kvöld var það Hannes Jón Jónsson. Þessir leikmenn hafa bætt sig gífurlega á undanförnum mánuðum og eru svo sannarlega komnir í landsliðsklassa. Ef Einar Hólmgeirsson verður í stuði líka þá þurfum við litlu að kvíða.

Við meigum ekki gleyma því að Svíarnir eru með sterkara lið en Tékkar, auk þess sem mér fannst Tékkarnir gefast full auðveldlega upp í kvöld. Svíarnir munu koma dýrvitlausir til leiks á fimmtudaginn og það verðum við líka að gera. Öðruvísi hefst þetta ekki. En lið okkar virkar þræl sterkt um þessar mundir og ég er farinn að hallast að því að það sé jafnvel enn sterkara en liðið sem vann B-keppnina 1989. Það er reyndar heldur veikara í dag hvað skyttur vinstramegin varðar, en Garcia, Logi, Guðjón Valur og Hannes Jón eru fjölhæfir leikmenn og sterkir og Alfreð virðist snillingur í að ná upp sjálfstrausti, en það er lykilatriði að mínu mati. Hvað væru Svíarnir ef þeir væru ekki að rifna úr monti?


mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt gott, en betur má...

Guðjón Valur Sigurðsson  Það sem mér finnst standa upp úr í þessum leik hjá íslenska liðinu, er sjálfstraust og sigurvilji. Bjartsýni mín eykst enn fyrir þetta evrópumót, en auðvitað þarf allt að ganga upp svo kröfuharðir Íslendingar verði ánægðir.

Alex og Garcia eru klárlega ekki í topp leikæfingu en þrátt fyrir það sigrum við þetta ágæta tékkneska lið. Vonandi að Rolli markvörður jafni sig af þessum eymslum í öxl/hálsi, mér hefur alltaf fundist hann besti markvörður okkar. 


mbl.is Íslenskur sigur í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur drykkja aukist?

Mynd 446359 Opinberar tölur segja okkur að drykkja hafi aukist töluvert á undanförnum árum. En er það í raun svo? Með tilkomu bjórsins 1989 og lækkandi verði á léttvíni undanfarin ár þá hlýtur markaður fyrir smyglaðar vöru af þessu tagi að minnka stórlega. Víða á landsbyggðinni þar sem aðgengi að áfengi var nánast ekkert hér á árum áður, þá var setið um öll fraktskip til þess að kaupa bæði smyglað áfengi og einnig löglegan toll áhafnarmeðlimanna. Slíkt er nánast horfið í dag og fólkið kaupir sitt vín í næstu áfengisverslun. Þetta hlýtur að telja eitthvað. Auk þess, eins og kemur fram í fréttinni, þá hefur "drykkjumenningin" skánað með tilkomu bjórsins, þó margir bindindispostular haldi öðru fram.
mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband